Feykir


Feykir - 12.11.2009, Síða 11

Feykir - 12.11.2009, Síða 11
42/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Ingunn María og Sighvatur kokka Grafin gæs og hreindýrasteik Villibráðin er þema vikunnar hjá Ingunni Manu Björnsdóttur og Sighvati Steindórssyni á Blönduósi enda margir sem kunna að meta þann góða mat. Ingunn María og Sighvatur skora á Þórunni Jónsdóttur og Jakob Jóhannsson að koma með næstu uppskriftir úr Húnaþingi. Grajin gœs Bringurnar huldar í gróíú salti í ca. 3 klst. Saltið síðan skolað af með vatni og bringurnar síðan þerraðar. Krydd blanda: 1 hluti sinnepsjrœ 1 - basil 1 - timian 1 - rósmarin 1 - salt 1 - svartur pipar ‘A - oregano 1 -sykur 1 - dilljrœ 1 - rósapipar Bringurnar þaktar í kryddblönd- unni og geymdar í kæli í 2 sólahringa. Gott er að ffysta bringurnar áður en þær eru sneiddar svo betra sé að sneiða þunnar sneiðar. Sósa: 4 msk. bláberjasulta 1 msk. hvítvínsedik Sinnepsjrœ (má sleppa) Hreindýravöðvi Einfóld oggóð uppskrift af hreindýrasteik Villibráðarkrydd (Prima) Villijurtir (Pottagaldrar) Salt Olía Smjör til steikingar Villibráðarkryddi og villijurtum blandað saman. Smá olía sett saman við kryddið og síðan penslað á kjötið. Smjör og olía hitað saman á pönnu. Þegar pannan er orðin snarpheit er kjötið brúnað á báðum hliðum og sett í eldfast mót. Smá salti stráð yfir kjötið og síðan sett inn í ofn á 180° í ca. 13 mín. Tíminn fer þó eftir þykkt vöðvans. Ef notaður er kjöthitamælir þá er kjötið eldað þar til mælirinn sýnir 48 til 50°. Láta kjötið standa í nokkrar mín. áður en það er skorið. Sósa: Smjör Hveiti Mjólk eða rjómi Villibráðarkraftur Villijurtir Salt Rifsberjasulta Sósan bökuð upp og smökkuð til. Bakaðar kartöflur: Kartöflur settar í eldfastmót og vel af grófú salti stráð yfir. Lok sett á formið eða álpappír. Formið sett inn í ofn í 50 mín. á 180° Annað meðlæti eftir smekk hvers og eins. Döðluterta 1 bolli saxaðar döðlur 100 gr. saxað suðusúkkulaði ‘A bolli sykur ‘A bolli hveiti 2stk. egg 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar Öllu blandað saman, sett í eldfast mót og inn í ofn í 25 mín við 180°. Borið fram með þeyttum rjóma og góðu kaffi. Verði ykkur að góðul ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 510 Heilir og sælir lesendur góðir. Áffam skal haldið með að rifja upp ágætar, og margar vandaðar visur sem ortar voru í ferð kvæðamannafélagsins Iðunnar á Hveravelli. Við gömlu Hvítárbrúna urðu allir að fara úr bílnum og ganga yfir. Ringdi þá meira en noklcru sinni fyrr. Magnús Jónsson frá Barði orti. Við höfumfengið skírnarskúr úr skýjaruðning hranna. Ersketnmir ekki skemmtitúr skálda og listamanna. Öllu því sem guð oss gaf gjarnan yfir vökum. Vatnið hrynur ætíð af andans vœngjatökum. Þegar komið var í Svartárbotna rofaði til og Ingþór yrkir svo. Teigirskaut í himinn heiðan heimurfjalla brattur skín. Faðminn opnar bjartan breiðan býðurgestum heim til sín. Jóhannes frá Asparvík sá gróðurnál í Svartárbotnum og orti þessa. Bíllinn veginn áfram ekur allt er hér í kyrrð og ró. Auðnin hverfuryndi vekur ofurlítil mosató. í Hvítárnesi var áð og sagði fararstjóri ffá draug sem ríkti þar og vildi sofa hjá þeim er þar gistu. Adolf yrldr. Hér er inni ekkert spaug eftir að húma tekur. Þar kynnast menn við kynjadraug sem kynúðina vekur. Er haldið var úr Hvítárnesi hætti loks að rigna. Andrés Valberg yrkir þá. Áðanflœddi allt í kaf erþað vert að muna. Við höfum kveðið okkur af alla rigninguna. Nú sá til sólar og Ólafur Þorkelsson yrkir svo fallega. Meðan éghef sólarsýn ogseytla óðar góðir. Alltafber ég ást til þín Islandfóstra og móðir. Þegar nálgast Hveravelli yrkirAdolf. Nú er ekið inn á Kjöl er þar vegur greiður. Hann er eins og hefluðjjöl hlykkjóttur og breiður. Er komið var á Hveravelli var byrjað á að reisa stórt samkomutjald. Kölluðu félagarnir það baðstofuna. Adolf yrkir. Baðstofan er burstahá en brestur skör og þilin. Þó vanti Ijóra og vindskeið á veitirhún skjól ogylinn. Fóru nú gestir að hita sér kaffi og koma sér betur fyrir. Þórhildur frá Hóli sá Ingþór vera að höndla með vökva í glasi og orti svo. Ingþór Ijóðin lipru kvað leysti margan vanda. En nú erfarið nett íþað nú er hann að blanda. Síðar kom í Ijós að Ingþóri hafði dottið í hug að hita sér kaffi. Eftir að hafa hresst sig á því rann honum í brjóst og effir að Þórhildur komst að því, kom þessi. Friður ríkir, fjörið dofnar faldar œvi-vefurinn. Andinn vakir, Ingþór sofnar ilmar kajfi-þefurinn. I ferðinni voru meðal annarra tvær ljósmæður vel hagmæltar án þess að flíka því. Magnús frá Barði taldi rétt að örva hjá þeim andann og orti. Ég heffregnað að hér vceru yjirsetukonur tvœr. Yrkja kannski að þœr fœru ef við bara vermum þœr. Adolf komst að því að Magnús fylgdist grannt með tjaldi þeirra og orti. Þegar „Ijósan“ Ijós á brá leit hann hýrum augum. Ósköp varð hann eitthvaðþá óstyrkur á taugum. Eftir að hafa gantast við Magnús um grín þetta orti Adolf. Nú er Magnús alveg orðinn ástfanginn í „Ijósunum". Hefur bláeyg hringaskorðin honumfórnað rósunum. f þeim svifúm ákváðu ljósmæðurnar að bjóða Magnúsi inn í tjald þeirra, upp á hressingu. Orti þá Adolf. Gœfan leggurgleði lið geislar eggjun töfravaldsins. Ástir beggja unir við innan veggja sumartjaldsins. Talcið lesendur góðir eftir snilld þessarar vísu. Oft hefúr heyrst að reimt sé á Hveravöllum. Ingþóri þótti rétt að yrkja þessa áður en hann fór að sofa. Hef lengi kunnað þessa vísu en ekki vitað um tilurð hennar, gaman að sjá hana hér nú. Þegar allt er orðið hljótt og á bœn vér fóllum. Gef oss öllum góða nótt Guð á Hveravöllutn. Verið þar með sœl að sinni. Guðimnidur , Valtýsson I Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.