Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1949, Side 55
Manntalið 1940
53*
þúsundi, en 165 konur, eða 2.7 af þúsundi. Meginþorri blindra er yfir
sextugt. Aðeins 36 menn yngri en sextugir töldust blindir, 21 karl og
13 konur, en 34 af hverju þúsundi karla yfir sextugt og 20 af þúsundi
kvenna yfir sexlugt voru talin blind. Miklu meira er um blindu i sveit-
um lieldur en í kaupstöðum. í Reykjavík töldust blindir menn 1.4 af
þúsundi hverju, í hinum kaupstöðunum 2.2, í kauptúnum með vfir 300
íbúa 3.i, en í sveitunum ásamt minni verzlunarstöðunum 4.o af þúsundi.
Á Austurlandi er blinda tíðari en annars staðar á landinu. Af hverju
þúsundi í sýslunum á Austurlandi töldust blindir 7.3, en á Norðurlandi
5.3, á Vestfjörðum 4.o, á Suðurlandi 3.s og á Suðvesturlandi 2.o. Við at-
vinnustörf fengust aðeins 27 karlar og 5 konur, flest við landbúnað og
iðnað.
Daufdumbir töldust 112 manns við manntalið 1940, 59 karlar og
53 konur. Koma þvi O.o á hvert þúsund landsmanna. Við manntalið 1930
var talan 76 eða 0.? á livert þúsund. Við samanburð á aldursflokkunum
við bæði manntölin kemur i ljós, að í ýmsum aldursflokkum hafa verið
taldir daufdumbir 1940, sem ekki hafa verið taldir í tilsvarandi aldurs-
flokkum 1930. Tala daufdumbra var þá tiltölulega lág, svo að ekki er
ólíklegt, að nokkra hafi vantað. En hins vegar eru nokkrar likur til, að
talan 1940 sé of liá vegna þess, að einhverjir hafi verið táknaðir sem
daufdumbir, er aðeins voru heyrnarlausir, en ekki mállausir, og gæti það
stafað af misslcilningi á orðinu daufdumbur. Daufdumbir eru flestir
ógiftir. Þó voru 7 karlar og 5 konur gift og 1 karl og 6 konur áður gift
við manntalið 1940.