Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Qupperneq 27

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Qupperneq 27
Alþingiskosningar 1919—1923 25 einhverju leyti verið breytt á 492 atkvæðaseðlum Framsóknarflokksins (15.4 %), á 434 atkvæðaseðlum kvennalistans (16.2 %) og á 396 at- kvæðaseðlum Heimastjórnarmanna (12.1 %), en að öðru leyti var röðin á listunum óbreytt og breytingar þær sem gerðar voru ekki nægilega miklar til þess að geta í neinu haggað henni. Hlutu því kosningu sem landsþingmenn efstu mennirnir á þessum listum, en þeir næstefstu sem varamenn. í töflu VIII (bls. 49) er skýrt frá, hverjir hlutu kosningu. Enginn af hinum kjörnu þingmönnum og varamönnum höfðu setið á þingi næst á undan kosningunni, en einn af þingmönnunum og einn af varamönnunum (Jón Magnússon og Sigurður Sigurðsson) höfðu þó setið á þingi áður. Allir þingmennirnir og varamennirnir voru búsettir í Reykja- vík. Meðaldur þeirra var 49.2 ár eða heldur hærri heldur en kjördæma- kosnu þingmannanna. Einn af varamönnunum, Hallgrímur Kristinsson, andaðist árið eftir kosninguna.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.