Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1934, Síða 17
Alþingiskosningar o. fl. 1933
15
Sjálfstæðisflokkur. 17 131V2 eða 48 o % Kommúnistaflokkur 2673'/2eða 7.5 %
Framsóknarflokkur % 530'/2 — 23.9 — Utan floklta............ 480 — 1.4 —
Alþýðuflokkur.... 6 864'/2 — 19.2— Samtals ............... 3 5680 eða lOO.o %
Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá þingmannatölu. sem svaraði til at-
kvæðatölu hans. Framsóknarflokkurinn fékk afíur á móti tiltölulega fieiri
þingmenn kosna heldur en svaraði til hans hluta af atkvæðatölunni, en
hinir flokkarnir færri. Ef þingmennirnir hefðu skifst á flokkana í réttu
hlutfalli við atkvæðatölu hvers flokks, þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið
17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 9, Alþýðuflokkurinn 7 og Kommún-
istaflokkurinn 3.
22. október 1932 fór fram aukakosning á einum þingmanni í
Reykjavík vegna þess, að Einar Arnórsson lagði niður þingmensku, er
hann varð hæstaréttardómari. Frá úrslitum kosningarinnar er skýrt í
viðauka við IV. töflu (bls. 32).
B. Þjóðaratkvæði um afnám innflutningsbanns á áfengi
21. október 1933.
Plébiscite du 21 october 1933 sur l’abolition de la prohibition de l'alcool.
1. Ákvörðun atkvæðagreiðslunnar.
L’ordre du plébiscite.
A alþingi 1933 var samþykt svo hljóðandi þingsályktun í samein-
uðu þingi 29. maí:
»Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram þjóðar-
atkvæði á þessu ári meðal kjósenda í málefnum sveitar- og bæjarfélaga
um það, hvort afnema skuli bann það gegn innflutningi áfengra drykkja,
er felst í gildandi áfengislöggjöf*.
Samkvæmt þessu var ákveðið með auglýsingu dómsmálaráðuneytis-
ins 13. september s. á. að láta fara fram þjóðaratkvæði um þetta mál
fyrsta vetrardag eða 21. október 1933.
2. Tala kjósenda.
Nombre des électeurs.
Atkvæðagreiðslunni var hagað eins og alþingiskosningum, en not-
aðar kjörskrár til sveitarstjórnarkosninga. Höfðu því miklu fleiri atkvæðis-
rétt heldur en alþingiskjósendur, því að aldurstakmarkið var Iægra, 21