Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1934, Page 24
22
Alþingiskosningar o. fl. 1933
Mestur meiri hluti með afnámi bannsins var í Rangárvallas., 76.0 °/o,
en mestur meiri hluti með banni var í Vestur-ísafjarðarsýslu, 72.4 o/o.
Opinberar skýrslur hafa aldrei verið birfar um bannatkvæðagreiðsl-
una, sem fór fram samlímis alþingiskosningunum árið 1908, er leiddi til
setningar bannlaganna árið 1909. En í Þingtíðindum Stórstúku Islands
1909, bls. 32—33, er birt yfirlit um gild atkvæði greidd með og móti
banni í hverju kjördæmi á landinu. Er yfirlitið gert af þáverandi stór-
gæslumanni kosninga og má gera ráð fyrir, að það sé tekið eftir hinum
bestu heimildum. Samkvæmt því urðu úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu
þannig. (Samlagningarskekkja í já-afkvæðunum er hér leiðrétt). ]á-atkv.
voru með banni, en nei-atkvæði móti banni.
JS Nei Samtals Já af hdr.
Reykjavík 725 216 941 77.0 %
Gullbringu- og Kjósarsýsla 394 174 568 69.4 —
Borgarfjaröarsýsla 162 95 257 63.0 —
Mýrasýsla 132 60 192 68.7 —
Snæfellsnessýsla 176 253 429 41.0 —
Dalasýsla 128 106 234 54.7 —
BarÖastrandarsýsla 225 125 350 64.3 —
Vestur-IsafjarÖarsýsla .... 161 74 235 68.5 —
ísafjörður 186 46 232 80.2 —
Noröur-ísafjarðarsýsla .. . 205 37 242 84.7 —
Strandasýsla 102 83 185 55.1 —
Húnavatnssýsla 263 136 399 65.9 —
Skagafjaröarsýsla 249 145 394 63.2 —
Eyjafjarðarsýsla 215 162 377 57.0 —
Akureyri 175 88 263 66.5 —
Suður-Þingeyjarsýsla .... 198 179 377 52.5 —
Noröur-Þingeyjarsýsla . . . 79 82 161 49.1 —
Noröur-Múlasýsla 215 138 353 60.9 —
Seyöisfjöröur 48 62 110 43.6 —
Suður-Múlasýsla 201 247 448 44.9 —
Austur-Skaftafellssýsla . . . 56 61 117 47.9 —
Vestur-Skaftafellssýsla . . . 89 89 178 50.0 —
Vestmannaeyjar 81 47 128 63.3 —
Rangárvallasýsla 142 256 398 35.7 —
Árnessýsla 243 257 500 48.6 —
Á öllu landinu 4 850 3 218 8 068 60.1 o/o
atkvæðagreiðsluna 1908 voru rúml. 60 o/o greiddra gildra
með banni og að eins í 7 kjördæmum var meiri hluti móti banni, þar af
að eins í einum af kaupstöðunum (Seyðisfirði). Mestur meiri hluti meS
banni var í Norður-ísafjarðarsýslu (84.7 °/o), en þar fór ekki fram nein
alþingiskosning samtímis, þar sem aðeins einn frambjóðandi var í kjöri,
svo að þar mættu menn að eins til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Á ísafirði voru einnig meir en 4/s gildra atkvæða með banni. En mestur
meiri hluti móti banni var í Rangárvallasýslu (64.3 o/o).