Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1954, Síða 10
8
Alþingiskosmngar~1953
í töflu I (bls. 16) sést, live margir af kjósendum hvers kjördæmis hafa greitt
atkvæði við kosningarnar 1953. Hve mikil kosningahluttakan var hlutfallslega í
einstökum kjördæmum, sést í 1. yfirlitstöflu (bls. 6). Mest var kosningahluttakan
á ísafirði (96,8 %), en minnst var hún í Norður-Þingeyjarsýslu (81,6%). Á Siglu-
firði var kosningahluttaka karla hæst (98,7%), en kvenna á Isafirði (95,7 %). Kosn-
ingahluttaka karla var minnst í Suður-Þingeyjarsýslu (87,8%), en kvenna í Norður-
Þingeyjarsýslu (73,1%). Hluttaka kvenna var minni £ 17 kjördæmum (af 28)
heldur en hluttaka karla, þar sem hún var minnst, en í 1 kjördæmi, Seyðisfirði,
var hluttaka kvenna meiri en karla.
í töflu II (bls. 17—20) er sýnt, hve margir kjósendur greiddu atkvæði í liverjum
hreppi á landinu 1953. Er þar hver kjósandi talinn í þeim hreppi, þar sem hann
stóð á kjörskrá, en ekki þar, sem hann greiddi atkvæði, ef liann liefur greitt atkvæði
utanhrepps. Með því að bera tölu greiddra atkvæða saman við kjósendatöluna í
sömu töflu fæst kosningahluttakan í liverjum hreppi. Hvernig hrepparnir innan
hvers kjördæmis og á landinu í heild sinni, að meðtöldum kaupstöðimum, skiptust
eftir kosningahluttöku, sést í 2. yfirlitstöflu (bls. 7). 53% af hreppum og kaup-
stöðum voru með hluttöku meiri en 90%. í þessurn 3 hreppum var kosningalilut-
takan meiri en 98%:
Hvammslireppur í Dalasýslu ................................ 100,0%
Alftavershreppur í Vestur-Skaftafellssýslu ................ 100,0 „
Haukadalslireppur i Dalasýslu ............................. 98,2 „
í kosningunum 1949 voru 7 hreppar með kosningahluttöku 98% og þar yfir,
en ekki nema 3 hreppar 1953. Hins vegar var kosningahluttaka 90—100% i 117
hreppum og 5 kaupstöðum 1953, en ekki nema í 102 hreppum og 4 kaupstöðum 1949.
í 6 hreppum var hluttakan minni en 75%: í Múlahreppi í Barðastrandarsýslu
(72,4%), í Svalbarðsstrandarhreppi (73,9%) og Grýtubakkahreppi (71,4%) í Suður-
Þingeyjarsýslu, í Þórshafnarhreppi (73,1%) og Sauðaneshreppi (73,2%) í Norður-
Þingeyjarsýslu, og í Loðmundarfjarðarhreppi (73,3%) í Norður-Múlasýslu.
Heimildin til þess að hafa fleiri en einn kjörstað í hreppi eða kaupstað hefur
verið notuð á ýmsum stöðum, svo sem sjá má í töflu II (bls. 17). í Reykjavík voru
48 kjördeildir, en annars staðar voru þær flestar 6, á Akureyri. Eftir tölu kjördeilda
skiptust hreppar og kaupstaðir þannig:
1 kjördeild ................... 150
2 kjördeildir .................. 45
3 20
48 ..................... 1
228
3. Atkvæðagreiðsla utanhreppsmanna.
Voters Casting Votes outside their Communes.
Samkvæmt kosningalögunum má kjörstjórn leyfa manni, sem ekki stendur á
kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar það með vottorði sýslumanns, að
liann 6tandi á annarri kjörskrá í kjördæminu og að hann hafi afsalað sér kosninga-
rétti þar. Við kosningarnar 1953 greiddu 215 menn atkvæði í öðrum hreppi heldur
cn þar, sem þeir stóðu á kjörskrá, og var það 0,3% af þeim, sem atkvæði greiddu
alls. En með því að slíkar utanhrcppskosningar geta aðeins átt sér stað í sýslunum,