Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1954, Síða 11
Alþingiskosnmgar 1953
9
en ekki í kaupstöðum, sem eru sérstök kjördæmi, er réttara að bera tölu þessara
atkvæða saman við greidd atkvæði utan kaupstaðarkjördæma. Með því móti verður
lilutfallstalan 1953 0,6%, en hún var 0,5% við forsetakjör 1952, 0,9% við alþingis-
kosningar 1949, og 0,7% við alþingiskosningar 1946.
Af þeim, sem kusu á kjörstað utanhrepps 1953, voru 120 karlar, cn 95 konur.
í töflu I (bls. 16) er sýnt, hve margir kusu á þennan hátt í hverju kjördæmi álandinu.
og í 1. yfirliti (bls. 6), hve margir það hafa verið í samanburði við þá, sem atkvæði
greiddu alls í kjördæminu. Tiltölulega flestir hafa það verið í Norður-Þingeyjar-
sýslu (2,2%).
4. Bréfleg atkvæði.
Votes by Letter.
Þeir, sem staddir cru, eða gera ráð fyrir að vera staddir, utan þess hrepps eða
kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki neyta
hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjördæmi,
mega greiða atkvæði bréflega fyrir kjörfund í skrifstofu sýslumanns eða bæjar-
fógeta, hjá hreppstjóra, um borð í íslenzku skipi, hjá íslenzkum sendiráðum og
útsendum ræðismönnum erlendis, svo og hjá íslenzkum kjörræðismönnum, sem
eru af íslenzku bergi brotnir og skilja íslenzku. Við kosningarnar 1953 greiddi
bréflega atkvæði 7 151 maður eða 9,1% af þeim, sem atkvæði greiddu alls. Við
kosningar frá og með 1934 hefur þetta hlutfall verið:
1934 7,9% 1944 18,8%
1937 12,2 „ 1946 12,7 „
1942 °/7 11,4 „ 1949 7,9 „
1942 “/io 6,5 „ 1953 9,1 „
Bréfleg atkvæðagreiðsla var langmest notuð við þjóðaratkvæðagreiðsluna 1944,
er framundir J/6 atkvæðanna voru bréfleg atkvæði, enda voru þá leyfðar heima-
kosningar I ríkum mæli vegna sjúkleika, elli og heimilisanna. Áður hafa heima-
kosningar aðeins verið leyfðar við einar kosningar, 1923, og þá aðeins þeim, sem
ekki voru ferðafærir á kjörstað sakir elli eða vanheilsu, en sú heimild var aftur úr
lögum numin 1924.
í töflu I (bl8. 16) er sýnt, hve mörg bréfleg atkvæði voru greidd í hverju kjör-
dæmi við kosningarnar 1953, og í töflu II (bls. 17), hvernig þau skiptust niður á
hreppana. En í 1. yfirliti (bls. 6) er samanburður á því, hve mörg koma á hvert 100
greiddra atkvæða í liverju kjördæmi. Sést þar, að Siglufjörður hefur verið hæstur,
með 17,9% allra greiddra atkvæða, en Gullbringu- og Kjósarsýsla og Austur-
Skaftafellssýsla lægstar, báðar með 5,8%.
Við kosningarnar 1953 voru 3 002 af bréflegu atkvæðunum eða 42,0% frá
konum. Af hverju 100 karla og kvenna, sem greitt hafa atkvæði, hafa kosið bréflega:
Karlar Karlar Karlar Konur
1934 ■ • 7,7 % 5,2 % 1944 17,7 % 19,7 %
1937 .. 15,3 „ 6,4 „ 1946 15,1 „ 10,3 „
1942 s/7 • ■ 13,2 „ 9,4 „ 1949 10,0 „ 5,8 ,,
1942 ”/10 .... 8,1 „ 4,8 „ 1953 10,3 „ 7,8 „
Hin liáa tala kvenna 1944 stafar eingöngu af heimakosningunum, því að
konur notuðu sér þær miklu meira en karlar.
í skýrslu Hagstofunnar um kosningarnar 1949 er gerð grein fyrir bréflegri
atkvæðagreiðslu við alþingiskosningarnar allt aftur til ársins 1916, og vísast til þess.