Bændablaðið - 25.06.2015, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015
æstu tveir vísnaþættir
verða helgaðir fram lagi
Hjálmars Freysteins-
sonar til hagyrðinga samkomu
Karlakórs Eyjafjarðar frá sl.
páskum. Birgir Sveinbjörnsson,
stjórnandi samkomunnar, innir
Hjálmar eftir sjálfslýsingu:
Á mig þú ekki mæna skalt
margan hef ég gallann,
en blessuð sólin elskar allt
og allra heitast skallann.
Og framtíðarsýnin er björt:
Á Tenerife er tíræð frú
tímanum löngum eyðir sú
á krám og börum
á karlaförum.
Það heitir að lifa hér og nú.
Til sessunauta sinna orti Hjálmar:
Fyrst að Birni verður vikið
vænsti skólabróðir minn,
afrekað hefur margt og mikið
en mætir illa á Kontorinn.
Lasburða mér liðið finnst,
lítið þar um andlit ný.
Árna þekki ég einna minnst,
– óráðlegt að breyta því.
Um samstarfsmann sinn Pétur lækni:
Húmor aldrei hefur skort,
hendir að mörgu gaman.
Fallega hef ég um hann ort
áratugum saman.
Um nýjan liðsmann samkomunnar,
Jóa á Gunnarsstöðum:
Baráttan má vera býsna hörð
bölmóðinn að létta.
Þurfi að sækja í Þistilfjörð
Þetta!
Nokkru fyrir samkomuna sendi
Birgir stjórnandi mynd frá
ferðalagi sínu á Filippseyjum,
og kvaðst vera þar á flótta undan
hagyrðingum. Hjálmar orti þá:
Birgir skoðar heiminn hrifinn
heldur sig með öðrum þjóðum.
Á Hauganesi á heimaslóðum
hætt er við ´ann yrði rifinn.
Þá flutti Hjálmar samkomunni forskrift
að bréfi til Evrópu sambandsins:
Orð sem nota aldrei má
og enginn vill í bréfi sjá,
hætta, slíta, höggva á,
hurðum skella er af og frá.
Að tvíræðni er gott að gá,
gefa í skyn og blekkja smá,
meiningunni skjóta á ská
svo skiljast megi nei eða já.
Engin vopn ég vil þeim ljá,
veit ég hvað þeir eru að spá,
Evrópusambands þrjótar þrá
þjóðmenningu vora fá
að hnýsast í og skoða og skrá,
skrifræði frá hvirfli að tá,
en þeir skulu aldrei ná
í okkur Sigmund Davíð – þrjá.
Svo spyr Birgir Hjálmar um ferðalög
fatlaðra með Strætó í Reykjavík:
Ferlega er það flókið að
flytja ekki megi
réttan mann á rangan stað
á röngum degi.
En Strætó heldur stíft í það
að stundum flytja megi
rangan mann á réttan stað
á röngum degi.
Og ekki er málið einfaldað
sé ekið um ranga vegi
með réttan mann á rangan stað
á réttum degi.
En skiljanlegt og skýrt er að
skaðað getur eigi
rangur maður á röngum stað
á röngum degi.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
Líf og starf
Þrátt fyrir ungan aldur ákváðu
systurnar Sara Bjarnadóttir,
þrettán ára og Linda Bjarnadóttir,
sextán ára, að stofna húsdýragarð
heima hjá sér á Hraðastöðum í
Mosfellsdal fyrir tveimur árum
þegar þær vantaði sumarvinnu.
Nú taka þær á móti fjöldanum
öllum af gestum á hverju sumri
og vonast til að húsdýragarðurinn
sé kominn til að vera.
„Þetta var eiginlega hugmynd út
í loftið sem við fengum árið 2013.
Foreldrar okkar höfðu tekið á móti
leikskólahópum í rúm 10 ár svo það
var allt hér til staðar fyrir okkur. Við
höfðum enga sumarvinnu á þessum
tíma nema þá hjá Mosfellsbæ og
okkur fannst þetta vera betri kostur
fyrir okkur. Draumurinn er síðan að
mamma og pabbi geti hætt að vinna
og að við getum öll verið hér heima
að sjá um reksturinn,“ útskýrir Sara
en þær systur hafa tekið á móti um
30 hópum það sem af er sumri.
Vonandi framtíðarstarfið
Það er ýmislegt sem þær systur
bjóða upp á þegar kemur að
sveitaheimsóknunum og fyrir utan
leikskóla- og skólahópana koma
starfsmannahópar til þeirra og einnig
er í boði að halda afmælisveislur á
staðnum þannig að fjölbreytnin er
í fyrirrúmi.
„Það er rosalega gott að geta
unnið heima hjá sér, mér finnst
það mikill kostur og því lá það
beinast við þegar okkur vantaði
sumarvinnu og við vorum með öll
dýrin hér á staðnum að prófa að opna
húsdýragarð. Ég vonast til að þetta
geti orðið framtíðarstarfið okkar
beggja. Í fyrra breyttist traffíkin
mikið hjá okkur því þetta spurðist
meira út og við finnum hvað það
virkar vel að vera á Facebook,“
segir Linda og aðspurðar um hvað
starfsemin gefi þeim helst eru þær
systur fljótar til svars:
„Það er svo skemmtilegt að
upplifa hvað fólk er ánægt og
áhugasamt um dýrin og sveitalífið,“
segir Linda og Sara bætir við: „Þetta
er alveg æðislegt og það sem mér
finnst svo gaman er hvað foreldrar
hafa mikinn áhuga á að skoða og
sýna börnunum sínum sveitina.“
/EHG
Kornungar systur á Hraðastöðum í Mosfellsdal skelltu sér út í atvinnurekstur:
Reka dýragarð heima á hlaði N
MÆLT AF
MUNNI FRAM
132
Þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði voru nemendur úr Ísaksskóla í heimsókn á Hraðastöðum og skein
áhugi fyrir lífinu í sveitinni úr hverju andliti. Myndir / ehg
Systurnar Linda og Sara Bjarnadætur.
Heimalningurinn Freyja fylgir finnsku aðstoðarkonunni, Sonju Kuusela, eftir hvert fótmál og finnst gott að fá strokur
frá henni og heimasætunni Söru.
Það eru meira að segja refir til
sýnis í dýragarðinum og er mjög
spennandi hjá gestum að fá að
klappa yrðlingunum.