Bændablaðið - 25.06.2015, Qupperneq 8

Bændablaðið - 25.06.2015, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015 Í nokkur ár hefur verið haldinn Hrútadagur á Raufarhöfn, í ár er hann laugardaginn 3. október, og er nefndin þegar farin að funda enda að ýmsu að hyggja. Í nefndinni eru bæði Raufarhafnarbúar sem og ungir bændur úr nágrannasveitum þorpsins. Blaðamaður Bændablaðsins hitti þau fyrir á nefndarfundi og alveg óhætt að segja að þar hafi verið glatt á hjalla. Raufarhöfn er í Norður- Þingeyjarsýslu sem er hreint svæði og má því ekki flytja fé inn á svæðið. Hins vegar hefur sala lífgimbra og hrúta verið nokkuð sterk af svæðinu og er Hrútadagurinn hugsaður til að hafa gaman af, smala bændum og búaliði saman og versla með hrúta. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa þurfa hins vegar að sækja um leyfi fyrir 1. júlí sem kaupendur en það er MATÍS sem sér um þær skráningar. Í ár verður Gísli Einarsson kynnir og skemmtanastjóri, þá verður einnig grín og glens og meðal annars keppt í stígvélakasti en það ku aðeins vera fyrir þaulvana stígvélasérfræðinga. Þá verður einnig kvöldskemmtun með góðum veitingum, hagyrðingum og almennri gleði. Þeir sem vilja fylgjast með dagskránni er bent á facebook.com/hrutadagurinn eða raufarhofn.is, þá er einnig hægt að fá upplýsingar í netfanginu hrutadagurinn@gmail.com – nú eða hringja í einhvern af þessum hressu nefndarmeðlimum. /GBJ Fréttir Stefnt á öflugan Hrútadag í ár Helstu kostir kerranna eru: 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun. Lágbyggðar kerrur og góðar í drætti. Stórar legur í hjólnáum og 195/50 R 13 dekk. Öryggislæsing á dráttarkúlu. Heildarþyngd allt að 3,5 tonn Slyskjugeymsla undir palli staðalbúnaður og slyskjur valbúnaður. 80 cm Gripagrindur ofaná skjólborð fáanlegar sem aukabúnaður. Kr. 1.450.000 Einnig sturtukerrur, flatvagnar og vélakerrur! + vs k Kr. 1.798.000 með vsk. Fjölnotakerrur Höfum hafið innflutning á vönduðum breskum fjölnotakerrum frá framleiðandanum Indespension. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Ve rð o g bú na ðu r b irt ur m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . Mynd / GBJ Nýtt búminja- og dráttarvélasafn opnað í Skagafirði: „Bara að beygja hjá Staðarréttinni“ Sunnudaginn 28. júní nk. verður opnað nýtt búminja- og dráttarvélasafn í Lindarbæ í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Þar hefur Sigmar Jóhannsson landpóstur byggt upp glæsilega aðstöðu til sýningarhalds þar sem getur að líta fjölda gamalla dráttarvéla, bæði uppgerðar og óuppgerðar. Einnig má sjá gömul hestaverkfæri og sitthvað fleira sem tilheyrir fornum búháttum. Sýningin verður fyrst um sinn opin frá 13.00–17.00 alla daga, fram til 15. ágúst. Nánari upplýsingar í síma 846-9237 eða 453-8187. Sæmundarhlíðarvegur er númer 762 eða eins og Simmi segir: „Bara beygja hjá Staðarréttinni.“ Dagskráin hefst á sunnudaginn kl. 14.00 og eru allir velkomnir. Dýrahald: Reglugerð um eldishús tekur gildi Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína hefur tekið gildi og samhliða því breyting á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Í reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína er m.a. kveðið á um á hvaða svæðum má byggja eldishús og um varnir gegn mengun og fjarlægðarmörk. Meginreglan er að eldishús skuli byggja á svæðum sem skipulögð eru fyrir landbúnað, iðnað eða þar sem hefur verið mörkuð stefna í aðalskipulagi um staðsetningu eldishúsa. Sveitarstjórn á að taka ákvarðanir um fjarlægðir að teknu tilliti til hugsanlegra umhverfisþátta, í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar en þar eru settar fram lágmarksfjarlægðir að teknu tilliti til mengunarálags og hollustuhátta. Fram að þessu hefur gilt sú regla að fjarlægðarmörk fyrir loðdýrabú, alifuglabú og svínabú séu 500 metrar frá mannabústöðum, matvæla- fyrirtækjum eða vinnustöðum annarra en sjálfs búsins. Undanfarin ár hefur ráðherra veitt undanþágur til eldisbúa, eins og heimilt er samkvæmt lögum, að teknu tilliti til stærðar þeirra, tegundar eldis, tæknibúnaðar og fjarlægðar frá aðliggjandi byggð og hefur komið í ljós að ekki er unnt að hafa ein fjarlægðarmörk fyrir allt eldi. Með nýrri reglugerð eru sett mismunandi fjarlægðarmörk að teknu tilliti til tegundar eldis, eðlis og umfangs. Þá er í reglugerðinni fjallað um mengunarvarnir og kveðið á um að fara skuli eftir bestu fáanlegu tækni við hönnun og byggingu eldishúsa. /VH Sveitarfélög á Vestfjörðum: Greiða með málefnum fatlaðra Sveitarstjórn Reykhólahrepps telur að málaflokkur fatlaðs fólks á Vestfjörðum sé betur kominn í höndum sveitarfélaganna, að sveitarfélögin veiti betri þjónustu í nálægð við íbúa sína. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Reykhólahrepps sem tók erindi frá verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks til umfjöllunar nýverið. Fram kemur í fundargerð að framlög gefi til kynna, að ef fer fram sem horfir þurfi sveitarfélögin á Vestfjörðum að greiða 118 milljónir með málefnum fatlaðra árið 2015, þar af greiðast 4,5 milljónir af Reykhólahreppi. Þessi mismunur skapast af mismun á útreikningi ríkisins á fjárþörf málaflokksins á Vestfjörðum og áætlunum sveitarfélaganna á útgjaldaþörf. „Við núverandi framlög frá Jöfnunarsjóði er ekki grundvöllur fyrir Reykhólahrepp frekar en önnur sveitarfélög á Vestfjörðum að reka málaflokkinn. Reykhólahreppur telur það óásættanlegt að mæta aukinni fjárþörf með niðurskurði á þjónustu við fatlaða,“ segir í fundargerð. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.