Bændablaðið - 25.06.2015, Page 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015
„Snæbjörn Viðar Narfason,
maðurinn minn, er frá Hoftúnum,
sem eru hér í þriggja kílómetra
fjarlægð. Þegar við kynntumst
árið 2011 bað hann mig um að
koma með og hjálpa við að smala
um haustið,“ segir Þórunn Hilma
Svavarsdóttir Poulsen, á Neðra-
Hóli í Staðarsveit á sunnanverðu
Snæfellsnesi, um forsögu þess að
þau hefja þar búskap.
„Eftir þá reynslu vildi ég strax
flytja í sveit,“ segir hún.
Þórunn og maður hennar tengjast
verkefnum svæðisgarðsins á ýmsa
lund, enda hefur hún sótt mjög í
leiðsögn og hjálp frá Ragnhildi
Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra
Svæðisgarðs Snæfellsness, eftir
að þau hófu búskap fyrir tveimur
árum. Þórunn er afar áhugasöm
um heimavinnslu og -sölu afurða
sinna, auk þess sem hún er einn af
þátttakendum í sögufylgjuverkefni
svæðisgarðsins, sem minnst er á hér
á opnunni í viðtalinu við Ragnhildi.
„Við vorum svo heppin að geta
keypt hér – en við höfðum ekki
efni á að kaupa nema að kaupa
húsakostinn og tæki. Við fengum
20 kindur í meðgjöf frá fyrri
ábúendum. Svo fengum við 20 kýr
lánaðar hjá bróður Snæbjarnar – og
það má segja að það hafi orðið til
þess að við keyptum kýr og svo
kvóta, sem við keyptum á þessu
ári. Nú erum við komin með 40
kýr, 90 kálfa og kindurnar eru 230.
Svo erum við með landnámshænur
og þeim fer fjölgandi hjá okkur í
sumar,“ segir Þórunn og bendir á
24 egg sem bíða útungunar.
Fjölbreytt staðbundin
matvælaframleiðsla
Þórunn sér mikla framtíðar-
möguleika fyrir fjölbreytta
staðbundna matvælaframleiðslu og
landnytjar af ýmsu tagi frá Neðra-
Hóli. „Við erum hér með æðarvarp,
svo erum við með veiðirétt í
Langavatni og Hagavatni. Í þessum
vötnum er bæði sjóbirtingur og urriði
– og jafnvel er von á laxi. Þá eru
þarna tvær tegundir af áli. Neðri-Hóll
er sjávarjörð og þar eru söl að finna
og seli til dæmis – þannig að þetta
er eiginlega bara dálítið spurning
um hvað þú vilt gera,“ segir Þórunn
sem greinilega iðar í skinninu vegna
þessara tækifæra og er með vef í
smíðum til kynningar á því hvað
bærinn hefur upp á að bjóða.
Hreyfanlegt svæðisbundið
sláturhús er draumurinn
Hún veltir upp þeim möguleikum
hvort það væri ekki þess virði að
skoða alvarlega að bændur þarna
á sunnanverðu Snæfellsnesi komi
sér upp hreyfanlegu sláturhúsi. „Ég
hef talað um það við Ragnhildi á
Álftavatni um þennan möguleika
og mér skilst að þetta þekkist.
Við þurfum núna að senda alla
leið norður á Hvammstanga eða
Blönduós, eða þá suður á Selfoss
og koma afurðunum aftur til baka
til að geta fullunnið þær hér. Það
er auðvitað ekki mikið vit í því.
Það eru líka fleiri hér í nágrenninu
áhugasamir um þennan möguleika.
Sóttu pylsugerðarnámskeið
í Grundarfjörð
Við höfum einmitt fullan hug á
því að fara út í ýmislegt tengt
vinnslu á okkar kjötafurðum og
fórum á pylsugerðarnámskeið í
Grundarfirði fyrir skemmstu. Þá
kemur allt til greina; reyking og
þurrkun til dæmis. Við erum með
nokkuð mótaðar hugmyndir um
hvers konar pylsur við viljum gera
og erum að hugsa um að leita eftir
aðstoð Matís við að þróa þær.“
Sögufylgjuhlutverk Þórunnar er
enn sem komið er einungis bundið
við bæinn hennar og skepnurnar
þar. „Ég fylgi ferðafólki um
bæinn minn – aðallega hafa það
verið skólakrakkar – og það
sem þar er að sjá og segja frá. Í
nánustu framtíð og þegar ég er
komin með betri staðarþekkingu
á söguslóðum hér hef ég fullan
áhuga á því að taka meiri þátt í
þessu sögufylgjuverkefni. Svo
starfa ég líka sem almennur
leiðsögumaður, en það er utan við
þetta sögufylgjuverkefni.“ /smh
Neðri-Hóll í Staðarsveit:
Margvísleg egg í
mismunandi körfum
Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen á Neðra-Hóli. Hún ætlar að vera með fjölbreytta smáframleiðslu. Mynd /smh
Við hönnun vélarinnar var þess gætt að hún væri notendavæn
og þægileg en jafnframt einföld og laus við óþarfa rafbúnað og
tækni.
Mótor 5C seríunnar er hinn nýji Deutz TCD 3.6 L04 sem stenst
núverandi mengunarstaðla án nokkurs aukakostnaðar eins og
fylgir AdBlue eða DPF síum.
Við kynnum með stolti
nýju 5C seríuna frá
DEUTZ-FAHR
Helsti búnaður:
4 cylindra Deutz TCD3.6 L04 mótor
5 gíra kassi með 3 kúplingsfríum milligírum (30 gírar afturábak og 30 gírar áfram)
Kúplingsrofi í gírstöng
Kúplingsfrír vendigír með stillanlegu átaki (5 stillingar)
Stop&Go (turbokúpling) - hægt að hemla og stöðva án þess að kúpla
2ja hraða aflúrtak (540/540E), sem valbúnað er hægt að fá 4 hraða aflúrtak
Rofar fyrir lyftu og aflúrtak á afturbrettum.
Lyftigeta 3-tengibeislis 4.855 kg.
Eco vökvadæla sem skilar hámarksflæði við aðeins 1.600 snúninga
SSD - töföld stýrisdæla, fækkar snúningum á stýri
Heildarstærð vökvakerfis: 100 l/mín
Dekkjastærð 480/65R24 að framan - 540/65R34 að aftan
ÞÓR HF
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Steypumót til sölu eða leigu
Mjög góð flekamót með öllum fylgihlutum.
Mótin eru sérstaklega fljótleg í notkun með
góðum áföstum vinnupöllum en
þarfnast krana við reisingu.
Mótin eru sérlega þægileg í 2 hæða (eða hærri) byggingum.
Hægt er að aðlaga mótin þannig að þau passi
nákvæmlega að hverri byggingu.
Lengd hvers fleka er allt að 13m og hæð 3,05.
Einnig til sökkulmót.
Upplýsingar í síma 840-6100.