Bændablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015 Helstu nytjaplöntur heimsins Allt sami bananinn Bananar vaxa ekki á trjám. Þeir eru ber en ekki ávextir og þrátt fyrir að um þúsund afbrigði af bönunum séu í ræktun erum við nánast öll að borða sama bananann sem er yrki sem kallast Cavendish. Áætluð heimsframleiðsla á bönunum árið 2013 var milli 110 og 120 milljón tonn. Stærstu framleiðslulöndin eru Indland með 25 milljón tonn, Kína tæp 11 milljón, Úganda 10, Filippseyjar 9 og Ekvador og Brasilía sem framleiða um 7 milljón tonn hvort land. Í öllum þessum löndum er mest af framleiðslunni neytt heima fyrir. Í sumum framleiðslulöndum er ekki gerður greinarmunur á bönunum og plantian sem svipar mjög til banana og vex á plöntu sem er náskyld bananajurtinni. Plantian hafa verið kallaðir mjölbananar á íslensku. Ekvador er það land sem mest flytur út af bönunum, rúm 5 milljón tonn, í öðru til þriðja sæti eru Kosta Ríka og Kólumbía sem flytja út tæp 2 milljón tonn hvort land. Stærstu innflytjendur banana eru lönd Evrópusambandsins sem samanlagt flytja inn tæp 4, 5 milljón tonn, Þýskaland og Bretland eru stórtækust. Bandaríkin flytja inn um 2,7 milljón tonn, Rússland tæp 1,25 og Japan 1,1 milljón tonn. Innflutningur á bönunum til Íslands árið 2014 nam um 7.000 tonn og er mest flutt inn frá Ekvador, Kosta Ríka og Panama. Auk þess er flutt inn lítilræði af mjölbönunum eða plantian. Smábændur og bananabarónar Stærstur hluti bananaframleiðslu í heiminum á sér stað á litlum fjölskyldubúum og er neytt heima eða framleiðslan seld á heimamarkaði. Bananar gefa uppskeru árið um kring í hitabeltinu og hluti af daglegri fæðu yfir 500 milljóna manna þar á hverjum degi. Bananar eru með mest neyttu plöntuafurðum í heimi. Stór framleiðslufyrirtæki eins og Chiquita, Del Monte, Dole, and Fyffes rækta banana á stórum landsvæðum í löndum eins og Ekvador, Kólumbíu, Kosta Ríka, Gvatemala og Hondúras. Öll hafa þessi fyrirtæki verið sökuð um að eiga þátt í stórfelldri eyðingu frumskóga í Mið- og Suður-Ameríku. Um tíma áttu bananaræktarfyrirtækin stóran hluta af öllu landi í einkaeigu í Kosta Ríka, Hondúras, Panama og fleirum. Fyrirtækin höfðu einkaleyfi á ræktun og sölu á bönunum í löndunum og borguðu nánast engan skatta. Vegna sterkra stöðu fyrirtækjanna í þessum löndum voru þau uppnefnd bananalýðveldi. Bandaríski bananaframleiðandinn United Fruit átti um 80% af öllu einkalandi í Gvatemala í upphafi fimmta áratugar síðustu aldar og var talsverður kurr í landinu vegna þess. United Fruit vann náið með bandarísku leyniþjónustunni CIA og í samvinnu við hana tókst fyrirtækinu að fá kosna stjórn og forseta í landinu sem var því hliðhollt. Þannig tryggði fyrirtækið stöðu sína í landinu í mörg ár í viðbót. Árið 2014 sameinuðust Fyffes og Chiquita í stærsta bananaframleiðslu og dreifingarfyrirtæki í heimi, ChiquitaFyffes. Áætluð ársvelta fyrirtækisins er áætluð 160 milljón bananakassar, að verðmæti um einn milljarður Bandaríkjadala eða um 132 milljarðar íslenskar krónur. Neysla á bönunum er víða ólík því sem við eigum að venjast. Þeir eru tíndir óþroskaðir og matreiddir ekki ósvipað og við gerum við kartöflur. Steiktir, soðnir, bakaðir og skornir í flögur. Fjöldi hitaeininga í kartöflum og bönunum er svipaður. Grasafræði og ræktun Jurtin sem bananar vaxa á er þróttmikil fjölær planta sem getur náð tíu metra hæð og líklega hæsta planta í heimi sem ekki er með trékenndan stöngul. Afbrigði sem mest er ræktað er dvergvaxið í þeim samanburði og verður sjaldnast hærra en þrír metrar. Stöngullinn vex upp af fjölærum jarðstöngli sem liggur grunnt. Blöðin stór og bátlaga. Blómin tvíkynja og aldinið stórt mjölmikið ber með þykka húð, 60 til 150 saman í stórum klasa. Aldin banana eru misþétt í sér og geta verið græn, gul, rauð, brún og blá en bananar í verslunum eru yfirleitt gulir. Stöngullinn sölnar eftir að aldinið nær þroska en nýr vex fljótlega upp af rótinni. Ræktunaryrki eru þrílita og ófrjó og þess vegna eru bananarnir sem fást í verslunum frælausir. Kjöraðstæður bananaplöntunnar er í hitabeltinu þar sem daglengd er tólf tímar, hitastig liggur á milli 26 og 30° á Celsíus og loftraki um 50%. Plantan hættir að vaxa fari hitinn undir 18° og yfir 38°. Við góðar aðstæður tekur um átján mánuði frá því að stöngullinn vex frá rótinni þar til aldinið nær fullum þroska. Plantan kýs næringarríkan, Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Jurtin sem bananar vaxa á er þróttmikil fjölær planta sem getur náð tíu metra hæð. Ræktaðir eru sérstakir bjórbananar sem notaðir eru til að brugga úr bananabjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.