Bændablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015
Stutt hettupeysa
PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is
Stærð:
4 ára.
Yfirvídd:
62 sm.
Garn:
Kartopu Basak nr K792 bleikur, 2 dokkur. Basak er til
í 33 litum sjá nánar á www.garn.is
Prjónar:
Hringprjónn 60 sm nr 4 eða sú prjónastærð sem þarf
til að fá 23 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni
Perluprjón:
Umferð 1: *1 slétt, 1 brugðin* endurtakið *-* út
umferðina
Umferð 2: *1 brugðin, 1 slétt* endurtakið *-* út
umferðina
Endurtakið þessar tvær umferðir
Aðferð: Peysan er öll prjónið fram og til baka, hvert
stykki fyrir sig.
Bakstykki: Fitjið upp 70 lykkjur og prjónið stroff 2
slétt, 2 brugðið fram og til baka, 4 sm. Skiptið yfir í
perluprjón og prjónið þar til stykkið mælist 15 sm
(mælt með stroffi). Fellið af fyrir handvegi í annarri
hverri umferð 2, 1, 1 lykkju. Prjónið áfram perluprjón
þar til heildarlengd mælist 31 sm. Geymið stykkið.
Forstykki:
Aukið er út jafnt og þétt þeim megin á
framstykki sem er nær miðju að framan.
Athugið að um leið og lykkjum fjölgar bætist
við kaðall og perluprjón að honum loknum; 6
lykkjur perluprjón, 11 lykkjur kaðalmunstur,
17 lykkjur perluprjón eftir að útaukningu er
að fullu lokið.
Fitjið upp 4 lykkjur og prjónið perluprjón 2 umferðir,
aukið út í upphafi umferðar frá réttu: 3, 3, 3, 2, 2
lykkjur (munið eftir kaðli) og síðan 1 lykkju í annarri
hverri umferð alls 17 sinnum. Þegar stykkið mælist
11 sm er fellt af fyrir handvegi eins og á baki 2, 1,
1 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 27
sm fella þá af í hálsmáli 5, 3, 2, 1, 1 lykkjur = 18
lykkjur á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 31 sm.
Prjónð annað framstykki en speglið.
Ermar: Byrjað er á að prjóna kaðalinn og lykkjur
síðan teknar upp á hvorri langhlið fyrir stroff og
ermi. Fitjið upp 13 lykkjur og prjónið kaðal, fram
og til baka, 17 sm fellið af. Takið upp meðfram
annarri langhliðinni 32 lykkjur og prjónið fram og
til baka stroff (2 slétt, 2 brugðið) 4 sm. Fellið af.
Takið upp meðfram hinni langhliðinni 48 lykkjur
og prjónið perluprjón fram og til baka. Aukið út
í 8. hverri umferð í upphafi og enda umferðar þar
til 62 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið áfram þar til
ermin mælist 26 sm (stroff og kaðall mælt með).
Fellið af fyrir handvegi og síðan með því að móta
ermakúpul; 3, 2, 10x1, 2, 3, 4 lykkjur í upphafi
hverrar umferðar. Fellið af þær lykkjur sem eftir
eru. Prjónið aðra ermi eins.
Listi á framstykki: Takið upp 82 lykkjur (deilanlegt
með 4+2) og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 4 sm.
Fellið laust af. Á hægra framstykki er gert ráð fyrir
tveimur hnappagötum.
Lykkið eða saumið saman axlir, saumið saman
hliðar, saumið ermar í.
Hetta: Takið upp lykkjur í hálsmáli (ekki lykkjurnar
af listanum) 15 lykkjur af hægra framstykki, 26
lykkjur af baki, 15 lykkjur af vinstra framstykki. Prjónið
slétt prjón fram og til baka, 2 umferðir, aukið út í 3.
umferð í 72 lykkjur þannig; prjónið 1 lykkju slétt,
(aukið út um 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt) x8, (aukið
út um 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur slétt) x3, (aukið út
um 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt) x8, aukið út um 1
lykkju, prjónið 1 lykkju slétt. Haldið áfram að prjóna
slétt prjón fram og til baka þar til hettan mælist 23
sm eða sú hæð sem þið viljið. Fellið af með þremur
prjónum eða lykkið saman hettuna.
Frágangur:
Gangið frá endum og saumið tölur í. Þvoið flíkina og
leggið til þerris.
Uppskrift frá KARTOPU TEKSTIL þýdd með leyfi frá
þeim af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur.
Góða skemmtun,
Inga Þyri Kjartansdóttir
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
3 2
4 1
2 5 4 6
1 6 9
5 9
6 4 3
7 6 9
6 2 7 8
1 8
Þyngst
6 1 7
9 3 8
6 1 9
4 2 6
8
5 4
9 7
6 7 4 3 1
3 4
4 9 6
9 4
8 1 7
9 7 2
4 3 8
7 6 4
2 5 9
3 5
5 3 1
2 7
3 9 8 7
3
5 8 2
8 9 5 3
5 1 8
1
3 5 6 4
8 6
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Spilar á píanó og ætlar
að verða bóndi
Elva María er ellefu ára vatnsberi
sem býr að Búlandi í Skaftártungu.
Hún heldur upp á hunda og ketti
og spilar á píanó. Í fyrrasumar
fór hún í skemmtilega ferð til
Danmerkur.
Nafn: Elva Marín Elvarsdóttir.
Aldur: Ég er 11 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Búland í Skaftártungu.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur og hestur.
Uppáhaldsmatur: Kjöt í karrí sem
mamma gerir.
Uppáhaldshljómsveit: 1D.
Uppáhaldskvikmynd: Shallow Hal
og Step up.
Fyrsta minning þín? Þegar ég sá
bróður minn í fyrsta skipti.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég spila á píanó.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Bóndi.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég tók snuð upp
úr klósettinu.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Að vakna á morgnana til
að fara í skólann.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Já, ég fór til Danmerkur.
Háskólinn á Hólum
Auglýst er til umsóknar staða reiðkennara við Háskólann á Hólum
Um er að ræða 100% starf sem felst aðallega í reiðkennslu nemenda
í BS námi við hestafræðideild. Hluti starfsins er fólginn í þjálfun á
hestakosti skólans auk rannsókna- og þróunarvinnu. Um framtíðarstarf
er að ræða.
Hæfni og menntunarkröfur
Reiðkennaramenntun og reynsla af reiðkennslu, keppni og sýningum.
Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkið.
Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Háskólans á Hólum, 551 Sauðárkróki
eða á netfangið umsoknir@holar.is fyrir 17. júlí 2015. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf í ágúst.
Nánari upplýsingar veita Sveinn Ragnarsson deildarstjóri í síma 861-
1128 eða Mette Mannseth í síma 898-8876. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.