Morgunblaðið - 18.08.2015, Side 6

Morgunblaðið - 18.08.2015, Side 6
Morgunblaðið/Golli Þingvallavatn Fagurt um að litast. Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Ný skýrsla um lífríki og vatnsgæði Þingvallavatns staðfestir niðurstöð- ur undanfarinna ára um að breyting- ar hafi átt sér stað í Þingvallavatni á undanförnum áratugum. „Flóra þör- unga í svifi hefur aukist sem hefur í för með sér minna sjóndýpi ofan í vatnið, kransþörungar sem mynd- uðu áður þykkt teppi virðast vera að hopa,“ segir Finnur Ingimarsson, einn af höfundum skýrslunnar, en bætir við að misjafnt geti þó verið milli ára hversu mikið af kransþör- ungi sé í vatninu. Ef kransþörung- arnir halda áfram að hopa gæti það haft áhrif á stofn hornsíla þar sem hluti þeirra dvelur mikið innan um kransþörunginn. Hornsíli eru aftur megin-fæðuuppistaða eins afbrigðis bleikjunnar í vatninu. Finnur segir að rekja megi breyt- ingarnar í vatninu til aukins magns niturs í því. Annars vegar gæti ferðaþjónustan á svæðinu haft áhrif en einnig þykir líklegt að loftborin mengun eigi hlut að máli. Ennfremur segir Finnur að tíma- bært sé að fara í yfirgripsmeiri rann- sóknir á lífríki í vatninu líkt og gert var á áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar. Ýmislegt bendi til þess að breytingar hafi orðið síðan þá. Ólafur Haraldsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, segir að þar á bæjum hafi menn töluverðar áhyggj- ur af Þingvallavatni. Niturmengunin í sambland við hlýnun vatnsins á undanförnum áratugum hafi valdið hægfara breytingum til hins verra. Mest er óttast að stökkbreyting verði á hraða breytinganna eins og átti sér í Tahomavatni í Bandaríkj- unum með þeim afleiðingum að vatn- ið varð brúnleitt. Ólafur segir að stærsta áhrifavaldinum, loftborinni mengun úr iðnaði í Evrópu, verði ekki stjórnað en að á Þingvöllum geri menn allt sem í þeirra valdi standi til þess að vinna gegn breyt- ingunum. Allt frárennsli sé t.a.m. keyrt frá Þingvöllum og til Reykja- víkur í skólphreinsistöðvar til þess að sporna við mengun út í vatnið. Hafa áhyggjur af Þingvallavatni  Loftborin mengun veldur hægfara breytingu  Sjóndýpt hefur minnkað á síðustu áratugum  Ótt- ast að stökkbreyting geti orðið á hraða breytinganna  Gæti haft áhrif á stofn eins afbrigðis bleikju 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 Aðalfundur Klakka ehf. 26. ágúst 2015 Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn miðvikudaginn 26. ágúst 2015 að Ármúla 1, 3. hæð, 108 Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 9:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2014. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2014 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar ársins. 3. Tillaga um lækkun hlutafjár félagsins um kr. 303.327.655 til jöfnunar á uppsöfnuðu tapi. 4. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins: a. Stjórn félagsins leggur til að fjárhæð í a-lið 1.mgr. 13. gr. verði breytt til samræmis við núverandi hámarksfjárhæð breytanlegra lána samkvæmtnauðasamningi félagsins frá árinu 2010. Jafnframt verði hækkuð samsvarandi heimild stjórnar í 2.mgr. 13. gr. til útgáfu nýrra hluta í tengslumvið umbreytingu slíkra breytanlegra lána í hlutafé. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðunarfélags. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 8. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Klakka ehf. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar félagsins skal berast skriflega til stjórnar eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl. 8:30 á fundarstað. Reykjavík, 18. ágúst 2015. Stjórn Klakka ehf. Klakki ehf. Ármúli 1 108 Reykjavík Sími 550 8600 www.klakki.is nemendur beint eftir 9. bekk, á svo- kallaða hraðlínu sem hefur gefist vel. Yngvi Pétursson, rektor MR, seg- ir að fjögurra ára námið við skólann laði líklega einhverja að og fæli hugsanlega aðra frá. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir.“ Yngvi segir að umsóknir um nám í skólann hafi reyndar verið færri í ár en í fyrra, en þess beri að gæta að ár- gangurinn, sem nú er að hefja fram- haldsskólanám, sé minni en var í fyrra og hlutfallslega hafi borist fleiri umsóknir nú. Verðum að hlýða fyrirmælum Spurður hvort árið í ár sé síðasta árið sem MR býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs segir Yngvi að verið sé að leita nýrra leiða í þessu sambandi „Við erum að ræða við borgaryf- irvöld um að við tökum nemendur inn ári fyrr, beint upp úr 9. bekk. Þeir verða þá hér í eitt ár áður en þeir hefja þriggja ára framhalds- skólanám.“ Hann segir að ef borgaryfirvöld samþykki tillöguna, verði fyrst um sinn væntanlega eingöngu um að ræða nemendur úr Reykjavík. „Ef þetta gengur vel, þá er von okkar að geta útvíkkað þetta,“ segir Yngvi. Ef tillagan verður ekki samþykkt, verður MR þriggja ára skóli frá og með næsta hausti? „Já. Við verðum að hlýða þeim fyrirmælum sem eru lögð fyrir okkur. Okkur er skylt að setja upp þriggja ára kerfi og það yrði væntanlega næsta haust.“ inu niður fyrirfram á árin.“ Nýtt skipulag tekur því gildi í skólanum haustið 2016 og þar verður miðað við sveigjanleg námslok, þannig að nemandinn geti valið að ljúka stúd- entsprófinu á 3, 3 ½ eða fjórum ár- um. Virkar í báðar áttir Að sögn Sigurlaugar Önnu eru nýnemar í MA nokkru færri nú en í fyrra. Spurð hvort það megi rekja til þess að nám til stúdentsprófs frá skólanum tekur fjögur ár í stað þriggja segist hún ekki geta fullyrt um það. „Við getum ekki dregið þá ályktun, það gætu verið aðrar ástæður fyrir þessu, t.d. eru árgang- ar misfjölmennir. Annars fengum við merkilega fáar athugasemdir við að við erum með fjögurra ára nám, en auðvitað eru krakkarnir að velta þessu fyrir sér.“ Spurð hvort til greina komi að taka inn nemendur ári fyrr, segir Sigurlaug Anna það ekki hafa verið skoðað sérstaklega, en MA hefur undanfarin tíu ár tekið inn um 20 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri eru einu framhaldsskólar landsins sem munu ekki bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í vetur. Aðstoðar- skólameistari MA segir engin merki um að þetta hafi haft áhrif á aðsókn að skólanum, en þar verður boðið upp á þriggja ára námið frá og með næsta hausti. Rektor MR segir að aðsókn að skólanum hafi verið svip- uð nú og áður og segist vilja halda í lengstu lög í núverandi tímalengd náms. Hann leitar nú leiða, í sam- starfi við borgaryfirvöld, til að taka nemendur inn í skólann ári fyrr. Þessa dagana er kennsla í fram- haldsskólum að hefjast, nokkru fyrr en verið hefur því fimm dögum hef- ur verið bætt við skólaárið vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Þá eru skil á milli prófa- og kennslu- daga ekki jafn-afgerandi og verið hefur. „Það er stutt síðan við tókum upp nýja námskrá og við ákváðum þess vegna að fresta því um ár að fara aftur í svipað verkefni,“ segir Sig- urlaug Anna Gunnarsdóttir, aðstoð- arskólameistari MA. „Það er mikil vinna að endurskipuleggja námið og við viljum gera þetta vel.“ Sigurlaug Anna segir að vinnu við ytra skipu- lag námsins sé að mestu lokið og nú taki við vinna við að skrifa áfanga- lýsingar. „Svona breyting er allt öðruvísi í bekkjaskóla eins og okkar en í fjölbrautaskóla. Við röðum nám- Morgunblaðið/Styrmir Kári Skólasetning Menntaskólinn í Reykjavík var settur í gær, fyrr en verið hefur, en skólaárið hefur verið lengt. Segja fjögurra ára námið ekki fæla frá  MR ræðir við borgina um að fá nemendur eftir 9. bekk Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir Yngvi Pétursson Allt útlit er fyrir metþáttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslands- banka sem fram fer á laugardag- inn, 22. ágúst. Að sögn Önnu Lilju Sigurð- ardóttur, upplýsingafulltrúa ÍBR, hafa nú þegar 9.532 þátttakendur skráð sig í heild, en 1.256 þeirra hafa skráð sig í maraþon, sem eru 19% fleiri en á sama tíma í fyrra. Flestir eru skráðir í tíu kílómetra hlaupið, eða 4.524 manns og næst flestir í hálft maraþon, eða 2.206. Talsverð aukning er einnig í boð- hlaupinu, en 40 lið hafa skráð sig til leiks.Að auki verður boðið upp á skemmtiskokk. Þegar hafa safnast rúmlega 36 milljónir króna í áheitasöfnun hlaupsins, sem fram fer á vefnum hlaupastyrkur.is, en nokkur þús- und hlauparar safna þar áheitum til styrktar mikilsverðum málefnum. Metskráning í maraþonhlaup á laugardag  Aldrei fleiri skráðir í boðhlaup  Rúmar 36 milljónir hafa safnast Morgunblaðið/Eggert Maraþon Alls hafa 1.256 skráð sig í maraþonið, 42 kílómetra hlaup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.