Morgunblaðið - 18.08.2015, Page 10
Yfir 20 þúsund keppnisbréfdúfum sleppt
AFP
Til himins Þessar fallegu dúfur flugu í átt til himins.
Yfir 20 þúsund keppnisbréfdúfum var sleppt við Kilton-skóg í
Nottingham-skíri á Bretlandi um helgina þegar þær tóku þátt í
árlegri bréfdúfnakeppni. Dúfunum var sleppt í sex hollum sem
skipt var eftir fyrirhugaðri vegalengd. Sumar dúfurnar munu
fljúga yfir 200 mílur.
Fögur fuglamergð í keppni
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
Skóla- og frístundasvið
Grunnskólar Reykjavíkur verða settir mánudaginn 24. ágúst.
Nánari upplýsingar um hvenær nemendur í 2.–10. bekk eiga
að mæta svo og 1. bekkingar eru á heimasíðum skólanna. Þar
má einnig sjá hvenær almenn kennsla hefst og innkaupalista.
Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá skóla- og
frístundasviði Reykjavíkurborgar í síma 411 1111, 411 7007
og á www.skolarogfristund.is. Á sömu vefslóð eru
upplýsingar um frístundaheimili fyrir 6–9 ára börn,
félagsmiðstöðvar fyrir 10–16 ára og skólahljómsveitir.
GRUNNSKÓLAR REYKJAVÍKUR
SKÓLASETNING HAUSTIÐ 2015
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Ég byrjaði sjálf í hest-unum eftir að hafa farið áreiðnámskeið sem barn.Ég varð alveg sjúk eftir
það og reyndi að fara á eins mörg
námskeið og ég gat. Ég fékk svo
fyrsta hestinn minn 11 ára,“ segir
Halla María Þórðardóttir, eigandi
reiðskólans Eðalhesta í Garðabæ
sem er í hestamannafélaginu
Spretti, spurð hvernig hún hafi smit-
ast af hestabakteríunni. En þetta er
stutta útgáfan af þeirri sögu.
Halla María stofnaði umrædd-
an reiðskóla fyrir þremur árum, árið
2012, ásamt manni sínum Magnúsi
Líndal, þá var hún 26 ára gömul.
Hún segir að það hafi hvorki verið
flókið né erfitt að stofna fyrirtæki
þrátt fyrir að hafa verið tiltölulega
ung að árum. Halla María hefur
unnið í kringum hesta að stórum
hluta ævi sinnar, m.a. í reiðskóla og
við tamningar og þjálfun hrossa.
Hún hefur lokið tveggja ára námi frá
Hólaskóla á hestabraut. Hún veit því
hvað hún syngur.
Reiðskólinn stækkar ört
Í upphafi var reiðskólinn mun
minni í sniðum, en hefur farið ört
stækkandi ár frá ári. Fyrsta árið var
hún með um fimm til sex börn á dag.
Í dag koma að meðaltali yfir 50 börn
á hverjum degi í reiðskólann, 26 fyr-
ir hádegi og annað eins eftir hádegi.
Námskeiðin eru í viku í senn og
hægt er að velja annaðhvort hálfan
Alltaf glöð og ánægð
eftir góðan reiðtúr
Hestar hafa átt hug hennar allan frá því hún fór á sitt fyrsta reiðnámskeið sex ára
gömul. Hún var sú eina í fjölskyldunni sem hafði áhuga á hestum en dró foreldra
sína inn í hestaheiminn eftir að hún fékk sinn fyrsta hest 11 ára gömul. Í dag hefur
hún stofnað eigin reiðskóla og tekur á móti stórum hópi af áhugasömum börnum á
sumrin sem vilja ólm komast á hestbak og fræðast um þennan vinalega ferfætling.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Reiðskóli Alltaf er líf og fjör í kringum hestana og börnin ánægð.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gaman Mjög gefandi er að læra að umgangast hrossin.
Á dögunum kom út í Bandaríkjunum
geisladiskurinn Clockworking með
Nordic Affect. Platan hefur þegar
fengið frábærar viðtökur í erlendum
miðlum og m.a. verið spiluð á NPR og
verið plata vikunnar á Q2 Music. Af
því tilefni verður hóað í útgáfugleði í
Mengi á morgun kl. 17.
Á plötunni spila meðlimir Nordic
Affect verk eftir Önnu Þorvalds-
dóttur, Hildi Guðnadóttur, Hafdísi
Bjarnadóttur, Þuríði Jónsdóttur og
Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Um
upptöku sá Georg Magnússon en
hljóðblöndun og eftirvinnsla var í
höndum Valgeirs Sigurðssonar í
Gróðurhúsinu. Útgefandi er Sono
Luminus.
Endilega...
...tryggið ykkur
góða tóna
Morgunblaðið/Kristinn
Tónskáld Anna Þorvaldsdóttir tón-
skáld á meðal annarra efni á plötunni.
Í Borgarbókasafninu í Grófinni verður
haldin vinnusmiðja í skapandi skrif-
um frá kl. 13-17 á morgun.
Erla Steinþórsdóttir, leikkona og
listkennari, stendur fyrir vinnusmiðj-
unni sem haldin verður í allt haust á
ensku. Öllum er velkomið að taka
þátt, hvort sem þeir eru ferðamenn
eður ei. Vinnusmiðjan ber heitið
Human Writes og er innblásin af hug-
tökum sem finna má í Mannréttinda-
stefnu Reykjavíkurborgar, á borð við
aldur, kyn efnahag, fötlun, uppruna,
kynhneigð, litarhátt, heilsufar og
trúarbrögð. Einnig er stuðst við nátt-
úru og menningu sem eru í göngu-
færi í miðborginni en ávallt er farið út
úr húsi til þess að virkja sköpunar-
kraftinn. Vinnusmiðjan verður haldin
alla jafna á þriðjudögum og laugar-
dögum út haustið. Skráning er á
humanwrites.is eða í tölvupósti á er-
la@humanwrites.is. Þátttökugjald er
3.000 kr.
Skapandi skrif á ensku gætu höfðað til ferðamanna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ferðamenn Kannski munu ferðamenn reka inn nefið í Grófinni og skrifa.
Skrifað um mannréttindi