Morgunblaðið - 18.08.2015, Síða 11
Flug Það hlýtur að hafa
verið tilkomumikil sjón
þegar fuglunum var sleppt.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hestaáhugi Halla María Þórðardóttir unir sér hvergi betur en í kringum hestana og börnin umkringd náttúrunni.
daginn eða heilan. Flest vilja vera
allan daginn og mörg þeirra fara á
nokkur námskeið yfir sumarið, mörg
taka tvö. „Ein kom hér nánast á öll
námskeiðin í sumar. Margir koma á
hverju ári og taka þá oft vin eða vin-
konu með sér eftir fyrsta skiptið,“
segir Halla María. Pantað er í reið-
námskeiðin langt fram í tímann.
Dæmi eru um að nokkur þeirra sem
hafi verið á námskeiði hjá henni hafi
eignast hest að því loknu. Hún segir
það vera vægast sagt mjög ánægju-
legt.
Á reiðnámskeiðinu læra börnin
einnig ýmislegt um hestinn í bókleg-
um tíma, m.a. heitið á reiðtygjunum
og hvar faxið og taglið er svo fátt sé
nefnt. „Yfirleitt er þetta munnlegt
hjá þeim yngri. Smám saman hætta
þau að kalla taglið skott,“ segir hún
og hlær.
Til að nemendur fái sem mest
út úr námskeiðinu er þeim skipt nið-
ur eftir aldri og getu, yfirleitt eru
um fimm til sjö saman í hópi. Á nám-
skeiðinu sem er allan daginn fara
börnin tvisvar á hestbak, fyrir og
eftir hádegi. Þau fara í einn langan
reiðtúr og í seinna skiptið gera þau
hinar ýmsu jafnvægisæfingar á
hestbaki.
Það er meira en nóg að gera í
Reiðskólanum. „Ég hélt að það væri
brjálað að gera síðasta sumar en það
er enn meira núna. Ef ég ætti fleiri
hesta gæti ég tekið enn fleiri á nám-
skeið.“ Tveir reiðskólar eru í hesta-
mannafélaginu Spretti og segir
Halla María vera meira en nóg að
gera hjá þeim báðum.
Í vetur stefnir hún að því að
vera með reiðhóp. Þá koma börnin í
hesthúsið og hugsa um einn hest og
fá að fara á bak. „Þetta er fyrir þau
sem eru alveg veik í að komast á
hestbak. Það er mun auðveldara og
ódýrara að fara á námskeið en að
kaupa hest.“
Spurð hvers vegna hún telji
reiðskóla vera svona vinsæla í dag
nefnir hún útiveruna og náttúruna.
„Börn eru svo mikið inni í tölvunni
og eru ekki mikið úti. Ég held að for-
eldrar vilji að þau séu í meiri
tengslum við náttúruna,“ segir hún.
Gaman að miðla og kenna
„Það gefur mér mikið að geta
miðlað þekkingunni minni til ann-
arra og kennt börnum. Þau eru alltaf
svo glöð og ánægð. Það er gaman að
kenna börnum að umgangast dýrin,
sérstaklega þeim sem hafa engin í
kringum sig. Það er gaman að sjá
hvernig þau þróast og verða smám
saman sjálfsöruggari,“ segir Halla
María.
Það má segja að hún sé nú að
miðla til annarra barna því sem hún
kynntist í æsku. Eins og fyrr sagði
varð ekki aftur snúið eftir að hún fór
á reiðnámskeið sem barn. Nokkru
seinna fékk hún sinn fyrsta hest, þá
11 ára gömul. „Foreldrar mínir
smituðust af hestaáhuganum um leið
og ég,“ segir hún og bætir við að hún
hafi verið mjög heppin sem barn því
hún hafi kynnst góðu fólki, reiðkenn-
aranum Sigrúnu Sigurðardóttur og
fjölskyldu hennar. Þau hafi verið
tilbúin að aðstoða hana mikið, meðal
annars hafi hún verið í hesthúsi hjá
þeim fyrst um sinn og séð um barna-
pössun fyrir fjölskylduna á móti.
Halla María unir sér vel í reið-
skólanum á sumrin en á veturna
temur hún hross úr eigin ræktun. Þá
er hún einnig hárgreiðslukona og
grípur í það inni á milli.
„Ætli ég nái ekki að ríða meira
út núna því að börnin eru að
stækka,“ segir hún, en börnin eru
tveggja og fjögurra ára. Það er því
alltaf nóg að gera.
Vefsíða reiðskólans: edalhest-
ar.weebly.com
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
TE
N
G
IT
A
U
G
A
R Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Fjölbreytt og gott úrval til á lager
Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini
Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði
FA
LLB
LA
K
K
IR
BELTI
Einfölduð útgáfa af bókmenntaverk-
inu Don Kíkóta eftir spænska rithöf-
undinn Miguel de Cervantes (1547-
1616) sem kom út í upphafi ársins er
„glæpur gegn bókmenntunum“.
Þetta er haft eftir háskólaprófess-
ornum David Felipe Arranz í frétt AFP.
Spænski rithöfundurinn Andres
Trapiello vann að því í 14 ár að þýða
og einfalda fyrir lesendum söguna af
hinum óborganlega Don Kíkóta og
fylgdarsveini hans Sansjó Pansa.
Skáldsagan, sem er eitt helsta bók-
menntaverk sögunnar, segir frá Don
Kíkóta, sem hefur lesið riddarasögur
sér til óbóta tapað vitglórunni. Hann
ákveður að ferðast út í heiminn til að
koma góðu til leiðar, geta sér eilífan
orðstír og vinna hjarta konunnar sem
hann elskar. Hann heldur af stað
ásamt hinum jarðbundna aðstoð-
armanni sínum, Sansjó Pansa, en í
huga riddarans breytast vindmyllur í
risa, kindahópar í óvinaheri og
bændastúlkur í fagrar prinsessur.
Verkið er skopstæling á ridd-
arasögum.
Rithöfundurinn Trapiello fullyrðir
að margir lesendur hafi gefist upp á
að þræla sig í gegnum söguna því
hún sé allt of löng og í þokkabót of
tyrfin fyrir hinn almenna lesanda.
Hann tók því til við að einfalda sög-
una.
Þessi einfaldaða útgáfa á ekki upp
á pallborðið hjá spænsku bók-
menntaelítunni, sem fullyrðir að ekki
sé hægt að þynna út jafn viðamikið
verk og Don Kíkóta. Tekið skal fram
að í íslenskri þýðingu rithöfundarins
Guðbergs Bergssonar er öll skáldsag-
an í tveimur þykkum bindum og yfir
1.000 síður á lengd.
Hinum almenna lesanda virðist líka
einfölduð útgáfa mjög vel því að fljót-
lega eftir að hún kom á markað fór
hún í níunda sæti á metsölulista
Amazon.
Í sömu frétt frá AFP segja bóksalar
að varla seljist lengur upprunalega
útgáfan af don Kíkóta en sú styttri
rjúki út.
Ekki allir sáttir við einfaldaða útgáfu af Don Kíkóta
Riddarar Stytta af félög-
unum tveimur á Spáni.
„Glæpur gegn bókmenntunum“
Bók Einfölduð útgáfa af Don Kíkóta.
Rithöfundur Miguel de Cervantes skrifaði skáld-
söguna sem ádeilu á riddarasögur samtímans.
Hvernig á ég að byrja að fjárfesta?
nefnist fyrirlestur sem Björn Berg
Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, held-
ur á morgun kl. 12 í Háskóla Reykja-
víkur. Þar mun hann fræða unga fjár-
festa um það hvernig þeir byrja að
fjárfesta.
Björn mun ræða m.a. hvað þarf að
gera, hvert á að snúa sér, hversu mik-
inn pening þarf til og fleiri spurn-
ingum í þeim dúr verður reynt að
svara, auk þess mun hann svara
spurningum áhugasamra sem mæta
á fundinn.
Ungt fólk hvatt til að mæta
Festa fé
til framtíðar
Morgunblaðið/Ómar
Fræðsla Björn Berg Gunnarsson.