Morgunblaðið - 18.08.2015, Side 15

Morgunblaðið - 18.08.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 Árin segja sitt1979-2015 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. Stækkar þig um númer! BH kr. 5.850 Buxur kr. 1.995 Stærðir: 70-85 B og 75-85 C Póstsendum hvert á land sem er | Laugavegi 178 | Opið mán-fös 10-18 | S. 551-2070/551-3366 | www.misty.is Rýmingarsalan stendur enn! Tvö verð: 3.500.- og 4.500.- Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Sigurður Áss Grétarsson, for- stöðumaður siglingasviðs Vega- gerðarinnar, blæs á gagnrýni Gunnlaugs Kristjánssonar, for- stjóra Björgunar, um að enginn geti uppfyllt útboðsskilyrði fyrir dýpkun í Landeyjahöfn. Sigurður segir að þeir þrír aðilar sem skiluðu inn tilboðum um dýpkun í Land- eyjahöfn hafi gert svo án þess að setja fyrirvara um verkið. „Þetta eru verktakar sem eru með veltu upp á mörg hundruð milljarða og sérhæfa sig í dýpkun. Þeir eru vanir því að dýpka á nýjum stöðum og laga sig nýjum að- stæðum. Manni þykir dálítið heim- óttarlegt að halda að við hér á landi vitum þetta allt saman svo miklu betur,“ segir Sigurður og bætir við að miðað við gögnin sem þessir þrír aðilar afhentu og útreikninga þeirra sé ljóst að þeir séu engir ný- græðingar á sínu sviði. Lægsta tilboðið átti Jan De Nul sem er belgískt félag. Félagið hefur hug á því að nota 90 metra langt skip en Gunnlaugur hefur sagt að tilboði þess félags hefði átt að hafna sjálfkrafa vegna þess að skipið sé of langt. Sigurður segir að hans fyrstu viðbrögð hafi verið þau að skipið hlyti að vera of stórt til þess að geta athafnað sig í höfninni. Hins vegar séu þetta reynslumiklir aðilar, gögn þeirra sýni að félagið geri sér grein fyrir því hvernig málum er háttað og að það þekki eiginleika skipsins, sem við hér á landi gerum ekki. Vegagerðin hyggst þó einnig koma fyrir dælustöð í Landeyj- arhöfn til þess að einnig verði hægt að dýpka höfnina yfir vetrarmán- uðina. Þannig verði betur hægt að tryggja að höfnin sé starfhæf allt árið. Morgunblaðið/Rax Landeyjahöfn Vegagerðin hyggst koma upp dælustöð í höfninni. Heimóttarlegt að halda sig vita allt best á Íslandi  Engir fyrirvarar í tilboðum um dýpkun Landeyjahafnar Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Landlæknisembættið tók tillit til at- hugasemda og ábendinga Ingunnar Björnsdóttur, sem og annarra starfs- manna embættisins, við innleiðingu nýs lyfjagagnagrunns. Þetta kemur fram í svari Dagrúnar Hálfdánar- dóttur, lögfræðings embættisins, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Morgunblaðið fjallaði fyrir helgi um tveggja og hálfs árs baráttu Ing- unnar Björnsdóttur, dósents í lyfja- fræði við Oslóarháskóla og fyrrver- andi starfsmanns hjá landlækni, fyrir aðgangi að gögnum um lyfjagagna- grunninn. Ingunn fékk aðgang að umbeðnum gögnum eftir að úrskurð- arnefnd um upplýsingamál hafði úr- skurðað í málinu í fjórða skipti, Ing- unni í hag. Ingunn hafði gagnrýnt ýmislegt við eldri lyfjagagnagrunn, sem hefur nú vikið fyrir nýrri og betrumbættum gagnagrunni. Að sögn Dagrúnar var nauðsyn- legt að breyta umræddum gagna- grunni til að sinna skyldum Land- læknisembættisins vegna breytinga á lyfjalögum sem kveða á um aðgang lækna og einstaklinga að lyfjaupplýs- ingum. „Högun nýja lyfjagagna- grunnsins tók mið af breyttum lög- um, tæknilegum breytingum frá því þegar fyrri grunnur var búinn til, breytingum í rafrænni skráningu í lyfjabúðum og reynslu af rekstri fyrri gagnagrunns. Við gerð hins nýja lyfjagagnagrunns var leitast við að taka tillit til athugasemda og ábendinga starfsmanna embættisins, þar með talið Ingunnar þegar hún var starfsmaður embættisins og ann- arra sem vinna með gögn úr grunn- inum um það sem betur mætti fara til þess að tryggja enn frekar gæði, áreiðanleika og notagildi lyfjagagna- grunns.“ Dagrún kveðst þó ekki geta svarað því, að hvaða leyti tekið hafi verið til- lit til ábendinga og gagnrýni Ingunn- ar. Tekið tillit til ábendinga  Landlæknisembættið hefur innleitt nýjan og bættan lyfjagagnagrunn Morgunblaðið/Kristinn Lyfjagagnagrunnur Ingunn Björnsdóttir, dósent í Ósló og lyfjafræðingur, hyggst skrifa fræðigreinar um villur í gamla gagnagrunninum. Stjórn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga (Fíh) hefur tekið ákvörðun um að fella niður dóms- mál sem félagið höfðaði gegn ís- lenska ríkinu í tengslum við laga- setningu á verkfall hjúkrunar- fræðinga sem starfa hjá ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi G. Skúlasyni, formanni Fíh. Fram kemur að þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir að dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ís- lenska ríkinu féll í síðustu viku, en mál BHM var höfðað í tilefni af sömu lagasetningu. Hæstiréttur sýknaði ríkið af kröfum BHM. Stjórn Fíh segist lýsa yfir von- brigðum með þá niðurstöðu Hæsta- réttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfalls- rétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. Að teknu til- liti til atvika síðastliðna mánuði og dóms Hæstaréttar leiki að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum sé ætlað. Hjúkrunarfræðingar fella niður mál gegn ríkinu  Ákveðið eftir dóm Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.