Morgunblaðið - 18.08.2015, Side 20

Morgunblaðið - 18.08.2015, Side 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 ✝ Halldóra Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1923. Hún lést á spítalanum í Stykk- ishólmi þann 9. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Ólafur Jónsson frá Egils- stöðum í Vopna- firði, f. 7.5. 1892, d. 1.12. 1930, og Mar- grét Ketilbjarnardóttir frá Tjaldnesi í Saurbæ, f. 9.8. 1898, d. 27.12. 1968. Systkini Hall- dóru eru Emilía, Magnús, en þau eru látin, á lífi eru María, Jón Eggert, Grétar og Þórður Guðlaugur. Halldóra giftist 28.12. 1952 Steinþóri Viggó Þorvarðarsyni, f. 16.1. 1924, d. 22.9. 2009. Foreldrar hans voru Þorvarður Einarsson frá Dunki í Hörðudal og Elínbjörg Jónas- þau þrjá syni. Jón Garðar, maki Hulda Valdís, þau eiga fjögur börn. Steinþór Viggó, maki Bergþóra, þau eiga eina dóttur. Rúnar Þór, maki Svanhvít, þau eiga tvo syni. 4) Jónas f. 1952 maki Guðrún Gunnlaugsdóttir, eiga þrjú þau börn. María, á tvö börn. Halldór, maki Signý og þau eiga þrjá syni. Gunnlaugur, maki Birna, þau eiga tvö börn. 5) Þorvarður Ellert, f. 1957 og á hann tvö börn. Viktor, maki Sól- veig, þau eiga þrjú börn og Olga Ósk, á eina dóttur. 6) María, f. 1960, maki Ásgeir Björnsson og eiga þau þrjá syni. Björn Kristján, maki Eyrún Ösp, þau eiga þrjú börn. Hrann- ar Már, maki Dóris Ósk, þau eiga tvö börn og Arnar Dóri, maki Inga Rós, þau eiga þrjú börn. Halldóra og Steinþór Viggó bjuggu mest allan sinn búskap í Stykkishólmi. Halldóra var mjög myndarleg húsmóðir og hennar ævistarf fór mest í að sinna börnum og búi. Útför Halldóru verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag, 18 ágúst 2015, kl. 14. dóttir frá Kletta- koti Skógaströnd. Börn Halldóru og Steinþórs eru: 1) Jón Ólafur, f. 1942 og á hann fjögur börn. Halldóra Birna, maki Magn- ús, þau eiga fjórar dætur. Guðmundur Hjörvar, maki Hjördís, þau eiga fjögur börn. Árni Ketilbjörn, maki Valgerður, þau eiga tvo syni og Jón Ólafur, maki Svanhvít. 2) Eggert Þór, f. 1945, d. 2009, maki Hannesína Rut Guðbjarnadóttir, eiga þau þrjú börn. Guðný, maki Hilmar, þau eiga þrjú börn. Steinþór Viggó, maki Vala Ólöf, þau eiga fjögur börn. Guðbjarni, maki Sigrún Rós, þau eiga þrjá syni. 3) Þorgerður, f. 1950, maki Bjarni F. Garðarsson og eiga Eftir því sem maður eldist gerir maður sér betur grein fyrir því sem skiptir máli og hvernig lífið skiptist í óteljandi þrosk- astig, með litrófi tilfinninga og tímabila. Hver og einn á sína sjálfstæðu sögu með tengingum við svo marga en með svo mis- munandi hætti. Ein af mikilvæg- ustu persónum í mínu lífi var ást- kær amma mín úr Stykkishólmi, Halldóra Jónsdóttir, sem féll frá nýverið. Barnæskan er eitt af þeim tímabilum sem hver maður geng- ur í gegnum og einnig sá tími sem nálægð við ömmu skiptu hvað mestu máli en var hún sem ljós sem lýsti veginn fyrir svo marga. Allir áttu skjól þar sem amma mín var. Öll samskipti við ömmu ein- kenndust af hlýleika, kímni og virðingu, en hún hafði til að bera þann eiginleika að geta gert allt að einhverri töfraveröld. Það var ávallt tími fyrir Tangagötubörnin hvort sem var í lengri eða styttri tíma, mörg eða fá, það skipti ekki máli. Amma hafði nóga ást og virtist stjórna tímanum þannig að allir fengu það sem þeir þurftu. Þar sem ég og mínir bræður bjuggum á Hornafirði voru ferðir í Stykkishólm mikil upplifun. Stundum fórum við einir í lang- ferðabifreiðum, þar sem þurfti að skipta á milli bifreiða í Reykjavík og Borgarnesi eða öll fjölskyldan fór saman akandi langa leið á þurrum malarvegum. En langur og á köflum erfiður ferðatími skipti ekki máli því ávallt stóð upp úr að við vorum á leiðinni til ömmu og afa í Stykkishólmi. Þegar síðan í Hólminn var komið opnuðust töfrar ömmu og afa á Tangagötu 2. Litla gula húsið sást vel þegar að því var ekið og úti á stéttinni stóðu þau hjónin saman og tóku á móti þreyttum ferðalöngum opnum örmum. Maðkavíkin skammt frá sveipuð ævintýraljóma og Tangagötubörnin sem í Hólmin- um voru sameinuðust og leikvöll- urinn var allur Stykkishólmur og Nýræktin. Án undantekningar gaf amma sér góðan tíma til að leika við börnin, hvort heldur til að spila á skemmtarann, taka í spil eða syngja fagurri röddu gömul en ástsæl lög meðan hún tók til í húsinu og nöldraði lít- illega yfir neftóbakinu á gólfinu frá afa, en hló síðan dátt að allri vitleysunni. Hún amma hefði get- að orðið atvinnusöngkona slíkir voru tónarnir frá henni og þegar hún skemmti sér með barnabörn- unum lýstust fallegu augun hennar upp og hún brosti með öllu andlitinu. Þannig mun ég ávallt minnast ömmu minnar. Það eru forréttindi að hafa átt þessa tíma með ömmu og þrátt fyrir að tíminn liði eða aðstæður breyttust, voru alltaf til staðar þessi sterku bönd. Ferðum vest- ur fækkaði, vinnustundum fjölg- aði um leið og fjölskyldan mín stækkaði, en eiginkona og börn mín hafa einnig verið svo lánsöm að kynnast þessari yndislegu konu sem amma mín var. Við fráfall ömmu minnar er ákveðið tímabil í lífi mínu á enda. Tímabil umvafið ást og hlýju og endalausum og skemmtilegum minningum. Ég náði að kveðja ömmu og segja henni hve mikils virði hún væri mér. Fyrir það er ég þakklátur. Við sem höfum misst eigum minningar sem munu lifa um ein- staka konu. Guð veri með ykkur. Jón Garðar Bjarnason. Með sorg og söknuð í hjarta kveð ég í dag ástkæra ömmu mína, en amma lést á sjúkrahús- inu í Stykkishólmi að kvöldi þann 9. ágúst sl. Það hafa verið algjör forréttindi að hafa ömmu til stað- ar allan þennan tíma, en amma var 92 ára þegar hún lést. Eins hafa verið forréttindi fyrir börnin mín að eiga langömmu, lang- ömmu sem sýndi þeim og því sem þau tóku sér fyrir hendur mikinn áhuga. Amma spurði alltaf um þau þegar við töluðum saman, hvernig Anítu Rut gengi í háskól- anum og hvernig Andra Snæ og Aroni Orra gengi í körfuboltan- um. Hún var áhugasöm um líf barnabarna og langömmubarna sinna og endalaust stolt af þeim öllum. Við amma spjölluðum oft saman og gátum við rætt um allt mögulegt og mjög oft urðu sam- tölin ansi löng en amma hafði gaman af því að tala um fjöl- skylduna og lífið sjálft. Það verður skrítið að koma í Hólminn og geta ekki heimsótt ömmu en hún hefur verið svo stór hluti af Hólminum fyrir okk- ur. Þegar ég var barn fékk ég að fara vestur á sumrin og dvelja hjá ömmu. Þær minningar ylja mér nú, en amma dekraði enda- laust við okkur sem hjá henni voru. Amma var mjög dugleg hús- móðir og heimsins besti kokkur, ömmu matur var sá besti í heimi og veit ég að margir geta tekið undir það. Aldrei fór neinn svangur frá henni, amma stóð í eldhúsinu nánast allan sólar- hringinn en mjög mikill gesta- gangur var hjá henni yfir sum- artímann. Amma sagði einu sinni við mig þegar ég var að biðja hana að setjast niður að hún myndi hvíla sig í vetur þegar enginn væri í heimsókn. Amma gerði allt sjálf, eldaði allan mat frá grunni, bakaði kökur og brauð, saumaði, heklaði, gerði við, málaði og vann í garðinum, en mér fannst hún alltaf vera að, var fyrst á fætur og síðust til að fara að sofa. Hún gerði heimsins besta grjónagraut, rabarbar- asultu og steiktan fisk. Það sem var erfiðast fyrir ömmu við að eldast var að þurfa að hætta heimilisstörfum en hún vildi endalaust gefa okkur eitthvað að borða. Heima hjá ömmu og afa í Stykkishólmi var alltaf yndislegt að koma en mikið líf og fjör var oft á heimilinu þegar börnin hennar og barnabörn voru mörg hver í heimsókn og skemmtileg Halldóra K. Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma okkar. Söknuðurinn er mikill. Hólmurinn verður tómleg- ur þegar þú ert ekki þar til að taka á móti okkur með brosi og opnum faðmi. Hjartahlýja og góðvild eru eiginleikar sem ætíð fylgdu þinni nærveru. Alltaf varstu áhugasöm um dag- legu athafnir okkar systk- ina. Kærleiksríkar minn- ingar munu lifa í hjörtum okkar. Við vitum að þú fylg- ist með okkur ásamt Egga afa og Viggó langafa. Þín barnabarnabörn, Aníta Rut, Andri Snær og Aron Orri. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Mikill upp- gangur ferðaþjónust- unnar kallar á fleiri gististaði. Þar er veitt þjónusta við ferðamenn. Einn partur er afþreying. Þeg- ar þreyttir ferðalangar skila sér aftur á gististaði eftir að hafa skoð- að náttúruperlur okkar, þá kveikja margir á afþreying- artækjum sem eru í boði og nýta sér að horfa á það úr- val sem stendur til boða. Sem stendur er það varla mönnum bjóðandi hjá mörg- um. Stærstu gististaðir landsins tíma ekki að greiða fyrir góða afþreyingu, held- ur taka orð sölumanna „mót- tökukerfa fyrir gervihnetti“ trúanleg um að það sem sé þarna uppi sé bara gott, ókeypis og dugi. Þeir eru jú að selja sína vöru, en þeir eru ekki sérfróðir um leyf- ismál sjónvarpsstöðva og þekkja fæstir ekkert til rétt- hafasamninga. Ég hef haldið fyrirlestur, sem og fram- kvæmdastjóri Stefs, fyrir rafiðnaðarmenn, þannig að þetta ætti ekki að koma þeim spánskt fyrir sjónir. Rafverktakar: Hættið að bjóða ólöglegt sjónvarpsefni til hótela og gistiheimila. Gististaðir geta ekki tekið eign eins aðila og gert að sinni. Sjónvarp, eins og ann- að höfundarvarið efni, er háð leyfissamningum. Í fyrra lögðum við forsvarsmenn fyrirtækis sem sinnir um- boðsmennsku fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar hér á landi og fulltrúar frá IHM/STEF í þá vinnu að kynna fyrir samtökum ferðaþjónust- unnar SAF, fyrir hvað höf- undarvarið sjónvarpsefni stendur og hvaða lausnir og skyldur við töldum best til þess fallnar að koma ein- hverju lagi á annars mjög óvenjulegar aðstæður, sem helst hafa minnt mann á villta vestrið. Þó mætti alveg spyrja sig hvers vegna í ósköpunum maður nennir yfir höfuð að eiga við svona markað þar sem t.d. skrifað er undir trúnað- arsamkomulag s.k. NDA við eitt stærsta fyr- irtæki landsins um að hefja samninga- viðræður sem svo enda í að þriðji aðilinn er- lendis frá, gegn- um innlendan umboðsmann sinn, er nú farinn að blanda sér í málið. Fyrirtæki sem allir höfðu gefist upp á fyrir löngu innheimtir hér einhver áskriftargjöld, en ekki er greitt neitt til rétthafa, en reynir nú aftur við inn- lendan markað, allt vegna þess að ekki er hægt að virða þagnarskyldu. Hér er starfsmaður hótelsins eflaust að reyna að ná betri samn- ingum með að ná til ein- hvers sem þekkir einhvern, en kannski áttar sig hrein- lega ekki á því alþjóðlega umhverfi sem plagg eins og NDA hefur í för með sér. Allavega tapaðar vinnu- stundir og svekkelsi. Annar aðili fær endalausar meld- ingar um leyfisrétt okkar á þekktri alþjóðlegri fræðslu- rás, en fær sjónvarpsmerkin einhvers staðar frá, búinn að sýna þetta í langan tíma á öllum herbergjum sínum og fær loks reikning fyrir sann- anlegri notkun, loks þegar skriflegt svar um stöðvaval fékkst staðfest, en bregst svo ókvæða við og þrætir fyrir allt. Hvað er annað hægt að gera en að láta á málið reyna fyrir dóm- stólum, því miður. Svona er í raun hægt að lýsa því hvern- ig það er að semja við ís- lenska ferðaþjónustuaðila sem selja hér gistingu. Því var ákveðið að snúa sér beint til SAF og sjá til með hvort ekki væri hægt að ná einhverjum vitrænum „heild- arsamningi“ við markaðinn í heild sinni, í stað þess að vera að svekkja sig enda- laust á einum og einum hót- elstjóra, sem hlustar ekki á rök. Ekki tók betra við. Fundnir haldnir, en vantrú forsvarsmanna samtakanna á að ná samningum algjör. Af hverju eruð þið með þessi réttindi en ekki Skjárinn eða 365? Okkar félagsmenn vilja ekki semja við einokunarfyr- irtæki og þar fram eftir göt- unum. Skilningur á rétthafa- og leyfissamningum sjón- varps var alls ekki fyrir hendi, þrátt fyrir að þetta væri oft útskýrt á manna- máli. Í lok síðasta árs var það fullljóst að þetta næði ekki lengra og viðræðum slitið í bili. Jú, Stefi var lof- að að þetta yrði kynnt fé- lagsmönnum, en sem stend- ur er ekkert að finna í fréttabréfum samtakanna til félagsmanna sinna og því ekki séð að staðið hafi verið við gefin fyrirheit. Þó situr eftir „kröfugerð“ SAF í mín- um huga. Við höfum brugð- ist við þessu. Hótel og gisti- heimili geta nú snúið sér til nokkurra aðila. 365 býður nú góðan og fjölbreyttan áskriftarpakka með mynd- lyklum símafélaganna sem aðgengispunkt, sem sparar viðkomandi aðilum að setja upp rándýran móttökubúnað og leigja heldur myndlykla fyrir lágt mánaðarverð. STEF hefur heimilað nokkr- um aðilum að selja áskriftir að norrænum og evrópskum ríkisstöðvum til hótela og gistiheimila, og einhverjir útlendir aðilar bjóða nú e.k. heildarlausnir. Því er ekki um það að ræða að hér sé einhver einokun á ferð, langt í frá. Ég skora því á SAF að standa nú við stóru orðin og upplýsa félagsmenn sína um að ganga frá löglegum end- urvarpssamningum um lög- legt sjónvarpsefni á gisti- stöðum félagsmanna sinna og hætta að taka niður breskar ólögmætar sjón- varpsstöðvar. SAF verður að bregðast við Eftir Hólmgeir Baldursson Hólmgeir Baldursson » Því var ákveðið að snúa sér beint til SAF og sjá til með hvort ekki væri hægt að ná einhverjum vitræn- um „heildarsamn- ingi“ við mark- aðinn. Höfundur er forstöðumaður Filmflex sem er leyfishafi er- lendra sjónvarpsstöðva. Þótt Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu sýni sí- fellt fleiri merki þess að hann þyrfti á tveggja vikna fríi í Flórída að halda, fær hann samt til sín áhugaverða viðmælendur í þætti á stöðinni. Viðtölin eru síðan endurtekin í dag- skránni og öllu endurvarpað um senda nánast hvert á land sem er, skilst mér. Næst víst einnig á alnetinu um allan heim og því telst Saga talsvert áhrifarík út- varpsstöð. Ekki var það ómerkilegt málið sem rætt var í þætti 23.7. sl. í boði Péturs. Þrír af þeim sérlegu aðilum, sex að tölu, er stóðu að stefnumark- andi grein í Morgunblaðinu nýlega um „besta stað fyrir nýjan Landspít- ala“, mættu í beina útsendingu – á síðustu stundu til að freista þess að koma í veg fyr- ir ætlun komm- únista að troða nýtísku sjúkra- húsi á ótækan stað, fyrir utan að vera óboðleg truflun og hljóð- mengun fyrir nú- verandi sjúkrahús á byggingatímanum. Framkvæmdirnar verða einfaldlega að fara fram ann- ars staðar – og því ekki á „besta stað“, hvar svo sem hann fyrirfinnst. Það á auð- vitað ekki að þenja út bygg- ingamagnið með fjölda húsa og tilheyrandi göngum og rangölum, heldur byggja upp og nota lyftur, líkt og á Loma Linda-sjúkrahúsinu í Kaliforníu sem ólíklegt er að byggingarstjórn háskóla- sjúkrahússins fyrirhugaða hafi barið augum, illu heilli. Hinir sérlegu menn sem komu fram á Útvarpi Sögu – aftur í þágu allrar þjóð- arinnar til að forðast skelfi- leg mistök – hvöttu fólk til að láta í sér heyrast eða sjást, nú þegar síðustu forvöð til undansláttar blasa við. Brýna þarf Alþingi (les: ríkis- stjórnina) til að stöðva fyrir- hyggjuleysið. „Þröngsýni fé- lagshyggjufólks“ er frasi sem of oft þarf að komast inn í umræðuna, ekki síst þegar við blasir að framkvæmda- valdið neyðist til að grípa til óyndisúrræða, líkt og bráða- birgðalaga eða ráðherra- reglugerðar, svo stöðva megi gæluverkefni uppgjafa póli- tíkusa. „Betri stað“ ber að finna núna Eftir Pál Pálmar Daníelsson Páll Pálmar Daníelsson » „Þröngsýni fé- lagshyggju- fólks“ er frasi sem of oft þarf að kom- ast inn í um- ræðuna. Höfundur er leigubílstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.