Morgunblaðið - 18.08.2015, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
er að minnast þess tíma en mikið
var um að vera hjá þeim á sumr-
in.
Amma var alltaf svo fín og
hafði gaman af fallegum hlutum.
Sjálf var hún mjög falleg og ung-
leg en ótrúlegt var hve vel hún
bar aldurinn. Heima hjá henni
var allt svo snyrtilegt og fallegt.
Ég er mjög heppin að hafa átt
ömmu mína að og þykir mjög
vænt um hana og sambandið sem
við áttum. Tími ömmu með okkur
er liðinn og er hún hvíldinni feg-
in, og veit ég að mjög vel var tek-
ið á móti henni af pabba mínum
og afa.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
amma mín.
Þín sonardóttir,
Guðný Eggertsdóttir.
Elsku Dóra amma mín er fall-
in frá. Það er erfitt að kveðja þá
sem maður elskar og hún amma
var svo sannarlega elskuð af ætt-
ingjum og vinum.
Nú þegar þú hefur kvatt
streyma fram allar hlýju og góðu
minningarnar um þig. Heim-
sóknirnar sem krakki á Tanga-
götuna í Stykkishólmi til þín og
afa vöktu ávallt mikla tilhlökkun.
Móttökurnar hlýlegt faðmlag og
bros á vör. Í Hólminum skorti
ekkert, alltaf nóg að gera fyrir
ungan dreng s.s. ferðir í Nýrækt-
ina, leikið í Maðkavíkinni eða
með frændum og vinum í leik um
Hólminn.
Þrátt fyrir að það væri af nógu
að taka hjá þér við hin ýmsu störf
gafstu þér alltaf tíma til að spila
olsen olsen þar sem mikilvægast
var að geyma áttuna þar til síð-
ast, kenna mér að leggja kapal,
spila með mér á skemmtarann
eða bara spjalla og segja sögur
um allt mögulegt. Eitt var víst að
þegar þú varst nálægt varð mað-
ur ekki svangur. Ef það var ekki
fyrir góðan kvöldmat þá voru það
vöfflurnar þínar, kandísinn,
súkkulaðirúsínurnar eða banan-
arnir sem sáu til þess. Brosið
þitt, hláturinn og það hversu vel
mér leið í návist þinni er mér
ógleymanlegt.
Allar yndislegu minningarnar
um þig amma mín munu lifa með
mér þrátt fyrir mikinn söknuð.
Hrannar Már Ásgeirsson.
Þá er hún amma okkar, Hall-
dóra K. Jónsdóttir í Stykkis-
hólmi, fallin frá og farin á fund
við Viggó afa sem lést 2009. Okk-
ur er svo minnisstætt hvað hún
sýndi okkur mikla ást og var
gjörn á að hjúfra okkur að sér.
Hún var okkar tákn trúar og von-
ar. Amma var mikil vinkona St.
Franciskusystranna í Stykkis-
hólmi og studdi þær með kaupum
á krossum og öðrum varning
þeim til stuðnings. Átti hún það
til að pakka okkur vandlega inn í
sæng þegar gist var á Tangagötu
2 og við signuð og látin fara með
faðirvorið. Ekki skemmdi fyrir
að amma hafði gaman af því að
syngja og ósjaldan sem við sofn-
uðum út frá söng hennar.
Sem krakkar sóttum við systk-
inin mikið heimili ömmu og afa.
Þangað var gott að koma. Amma
alltaf heima þar sem hún var hús-
móðir ofar öllu. Bakaði nánast í
hverri viku og það dugði ekki ein
sort. Það var eins og hún væri
alltaf að reyna að toppa sig með
hverju árinu. Tilhlökkunin við að
fara í búrið með ömmu og fá að
opna öll Machintosh-boxin full af
smákökum fer okkur seint úr
minni. Hálfmánarnir hennar
ömmu voru í uppáhaldi hjá okkur
flestum. Þá voru ófáar lagkök-
urnar sem hún bakaði. Eldhúsið
á Tanganum var hennar vinnu-
staður, hennar heimavöllur. Þar
réði hún ríkjum og þar eyddum
við mestum tíma með henni.
Ekkert jafnaðast á við að fara á
Tangann og fá lunda upp á gamla
mátann. Soðinn með brúnni sósu,
uppstúfi og grænum baunum.
Amma var mjög frændrækin
og passaði upp á að allir væru vel
upplýstir. Hún kveikti áhuga
okkar á ættfræðinni og ekki
skemmdi fyrir að við værum í
Ormsættinni sem er frekar fjöl-
menn og fóru því margar stundir
í slíkar spekúlasjónir. Alltaf var
tekið vel á móti ættingjum og
öðrum á Tanganum og ófá skipt-
in sem setið var við eldhúsborðið,
sem var við það að svigna undan
kökum og málin rædd. Þá fékk
amma það hlutverk að þvo alla
tóbaksklútana hans afa sem voru
ófáir og ryksuga upp öll kornin
sem féllu af honum. Verðugt
verkefni það. Ekki má gleyma
öllum tölunum og hnöppunum
sem amma hafði safnað í þeim til-
gangi að geta lagfært larfana af
mannskapnum. Fyrir okkur
frændsystkinin jafnaðist safnið á
við gott Playmo eða tækni Lego.
Safnið var skoðað nánast dag-
lega.
Þær voru ógleymanlegar ferð-
irnar með ömmu og afa út í Ný-
ræktina og svo út í Kiðey. Ýmist
til að eltast við rollur eða vitja
dúns og eggja. Amma sá til þess
að ungviðið hefði nóg að borða og
engum væri kalt. Alltaf að passa
upp á ungana sína.
Í seinni tíð eru eftirminnilegar
stundirnar þegar amma var
heimsótt ásamt barnabörnunum
í Tjarnarás og síðar á Dvalar-
heimilið í Stykkishólmi. Ein slík
heimsókn er sérlega eftirminni-
leg þar sem veður var fallegt í
Hólminum og röltum við með
ömmu í hjólastól niður í Hólm-
garð þar sem snæddar voru vöffl-
ur í Freyjulundi. Svipurinn á
ömmu fer okkur seint úr minni.
Hún var svo glöð og sátt með lífið
og tilveruna þennan dag. Þegar
hugsað er til baka var sem svip-
brigðin á henni gæfu til kynna að
hún væri sátt með hlutskipti sitt í
lífinu. Dóru ömmu verður sárt
saknað. Guð veri með þér amma.
Árni Ketilbjörn Jónsson,
Halldóra Birna Jónsdóttir
og Jón Ólafur Jónsson.
Halldóra K. Jónsdóttir amma
mín hefur kvatt þennan heim.
Mig langar að minnast hennar og
eiginmanns hennar, Steinþórs
Viggó Þorvarðarsonar, sem féll
frá 2009. Hún er núna farinn á
fund við Viggó sinn og Eggert
son þeirra sem einnig lést 2009.
Ég var svo heppinn um 5 ára
aldur að vera sendur í vist til
ömmu Dóru og afa Viggó á
Tangagötu 2 í Stykkishólmi. Var
hjá þeim í nær 2 ár þar til for-
eldrar mínir og systkini fluttu
líka vestur. Í fyrstu fannst mér
þetta óréttlátt að vera sendur
einn vestur en með tíð og tíma sé
ég alltaf betur að þetta voru mik-
ið gæfuspor fyrir mig og forrétt-
indi.
Frá þessum tíma og alla tíð
síðan á ég ótal ljúfar minningar
tengdar ömmu og afa. Hvort sem
var í fanginu hjá ömmu í eldhús-
inu á Tangagötunni umvafinn ást
og hlýju þar sem hún kenndi mér
að lesa og draga til stafs. Ég veit
að það var mikil þolinmæðis-
vinna. Eða í vörubílnum hjá afa á
ferðinni í Stykkishólmi og ná-
grenni þar sem ég fylgdist með
honum með óttablandinni virð-
ingu moka ótrúlegu magni nef-
tóbaks í nefið og fannst hann
flottastur af öllum. Og ekki var
minni hrifningin þegar við sigld-
um um Breiðafjörðinn á Blikan-
um. Þar var afi á heimavelli,
þekkti allar eyjar og flest sker.
Það er ljúfsár minningin af því
þegar ég sat með afa síðustu
daga hans. Þá ræddum við op-
inskátt og um lífhlaup hans.
Hann kvaddi sáttur, stoltur af af-
komendunum.
Núna síðustu ár hefur mér
verið það ljúft og skylt að renna
reglulega vestur í Hólm til að
heimsækja ömmu Dóru. Við
ræddum ýmislegt í þessum heim-
sóknum. Allt milli himins og jarð-
ar. Hlógum saman og grétum.
Hún einsog hann sagði mér sögu
sína. Bernskan í Breiðafjarðar-
eyjum og í Dölunum. Frá til-
hugalífinu þegar afi elti hana ást-
sjúkur og vildi eiga. Frá
hjónabandinu sem var oftast gott
en stundum ekki. Ömmu var auð-
vitað mjög þungbært að missa
eiginmanninn og son sinn. Eðli-
lega var stundum þungt í henni
hljóðið en alltaf tókst okkur að
létta hvort öðru lundina og kveðj-
ast með kossi og brosi.
Á síðustu fundum okkar rædd-
um við opinskátt það óumflýjan-
lega. Amma sagðist vera södd líf-
daga en hrædd að fara. Hún
sagði brosandi að hún yrði að
fara og þrífa upp allt neftóbakið
sem afi væri örugglega búinn að
dreifa um allt hinum megin.
Amma sagðist fara sátt við sitt
hlutskipti. Eins og afi, stolt af
börnunum og barnabörnunum.
Með ást og endalausu þakk-
læti kveð ég afa og ömmu. Ykkar
er og verður sárt saknað.
Guðmundur Hjörvar
Jónsson.
Nú hefur Dóra amma kvatt
okkur og fengið sína hvíld. Við
minnumst hennar með söknuði
og hlýhug en hún var einstak-
lega góð kona. Við eigum eftir að
sakna þess að geta ekki heim-
sótt hana eins og við vorum vön
að gera. Það var alltaf svo gott
að koma til hennar, hún hafði
mikinn áhuga á öllu sem við tók-
um okkur fyrir hendur og sýndi
okkur mikinn stuðning. Það var
skemmtilegt að sitja hjá henni
hlusta á hana rifja upp hvernig
lífið var þegar hún var að alast
upp og henni þótti gaman að
segja krökkunum frá fólkinu
sem var á myndunum um alla
veggi hjá henni, fólkinu sínu
sem henni þótti svo vænt um. Á
meðan hún sagði sögur fann hún
til veitingar því enginn mátti
fara frá Dóru ömmu án þess að
fá eitthvað í gogginn. Hún
galdraði fram heilu vöfflustafl-
ana á engum tíma svo átti hún
alltaf vínber í skál eða brjóst-
sykur. Elsku Dóra amma, við
eigum eftir að sakna þín mikið,
takk fyrir allt.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Björn, Eyrún, Andri Freyr
og Guðlaug María.
Elsku amma, í dag er komið að
leiðarlokum.
Það mun alltaf vera erfitt að
fara til Stykkishólms vitandi að
ekki sé hægt að kíkja í heimsókn.
Þú umvafðir mig með ást þinni
og hlýju, mér leið
alltaf vel í kringum þig. Eftir
hverja heimsókn fór ég saddur
og sæll frá þér, fullur af gleði og
ánægju. Þú fylltir mann af stolti
og sjálfstrausti, þú hafðir þau
áhrif á mig. Minningarnar eru
ótrúlega margar. Næturgisting-
arnar hjá þér og Viggó afa mun
alltaf vera í uppáhaldi. Þú dekr-
aðir við mig frá morgni til kvölds,
og aldrei var sagt nei. Við gátum
spjallað tímunum saman meðan
við spiluðum á spil langt fram á
kvöld með tónlist í útvarpinu.
Síðustu ár verða alltaf ofarlega í
huga mínum.
Ég er svo glaður og ánægður
með að fjölskylda mín fékk að
kynnast þér og nú síðast þegar
þú hittir Anítu Rós í fyrsta skipti.
Þú varst svo stolt og ánægð. Ég
mun alltaf eiga góðar og hlýjar
minningar um þig.
Með söknuði kveð ég þig
amma, ég elska þig.
Arnar Dóri
Ásgeirsson.
Pabbi var og er
enn mín fyrirmynd í
lífinu, hann tók við
því sem lífið bauð,
og gerði eins gott úr
því og mögulegt var. Pabbi hefði
getað lagst niður og gefist upp um
leið og erfiðleikana bar að garði,
það hefði verið svo auðvelt, það
gerði hann hins vegar ekki. Pabbi
fór í Myndlistaskólann á Akur-
eyri og stóð sig þar með prýði,
hann útskrifaðist með 10 í ein-
kunn fyrir lokaverkefnið sitt, auk
þess sem honum hlotnuðust
hvatningaverðlaun skólans fyrir
frábæran árangur. Pabbi var því
listamaður. Pabbi fór að kenna
smíðar við Hrafnagilsskóla og
naut þess að vera með og kenna
krökkunum og hafði sérstakt lag
á þeim óþekku, pabbi var því
kennari. Pabbi náði sér líka í
meirapróf og keyrði rútur í Nor-
egi, pabbi var því rútubílstjóri.
Pabbi tók líka upp á því að sýna
ferðamönnum fallega landið okk-
ar, pabbi var því leiðsögumaður
og auðvitað var pabbi líka húsa-
smíðameistari og þúsundþjala-
smiður.
Við vorum því, mamma og
systkinin, að ræða það fyrir
stuttu hvernig við ættum eigin-
lega að titla pabba, hann var svo
margt. Þegar ég settist við tölv-
una og skrifaði niður þessi fáu
orð, þá rann auðvitað upp fyrir
mér ljós. Auðvitað, hann pabbi
minn var ofurhetja. Kannski ekki
í þeim skilningi að hann hafi verið
Batman, Superman eða Spiderm-
an, heldur fyrir það hver hann var
og hvernig hann tæklaði lífið og
tókst á við þann alvarlega raun-
veruleika sem við honum blasti.
Það varð þó úr að við titlum hann
sem húsasmíðameistara og
myndlistarmann, það er ekkert
slæmt, en í mínum huga hefði
ekkert verið vitlaust að titla hann
sem húsasmíðameistara, mynd-
listarmann og ofurhetju. En þrátt
fyrir það að hann hafi verið of-
urhetja, þá þurfti hann, eins og
svo margir aðrir, að hlíta lögmál-
um lífsins og loks að deyja.
Þú æðrulaust og óttalaust
við dauðann háðir stríð
vissir að gætir Guð á treyst
að stæði þér við hlið
allur hans skari og mikli her
þér við hlið berst englaher.
Fyrr en síðar, rökkva tekur
brátt þá slokknar dagur
móðinn missa allar hetjur
loks þá hetjan sefur
með kuta á lofti kolbíldur
loks þá lífið tekur.
(Ingvar Leví Gunnarsson)
Pabbi var ávallt tilbúinn að
hjálpa þegar hann gat því valdið,
hvort sem það voru ráðleggingar
eða annað. Þau voru til dæmis ófá
skiptin sem pabbi aðstoðaði
Lindu hvað varðaði námið í
Myndlistaskólanum og nú síðast
við útskriftarverkefnið hennar.
Það var svo alltaf þannig þegar
hann hafði lokið við að hjálpa
henni að saga, bora eða hengja
upp að hann sagði „ég er snill-
ingur“. Auðvitað, ansaði maður
bara og tók undir það, „jú, pabbi
minn, þú ert algjör snillingur“ og
það voru orð að sönnu. En ég veit
að ég segi það fyrir hönd okkar
allra systkinanna að síðast en
ekki síst var hann snillingur í að
vera góður pabbi og góð fyrir-
mynd, algjör ofurhetja.
Ingvar Leví Gunnarsson.
Það er ekki létt fyrir mig að
Gunnar Rúnar
Guðnason
✝ Gunnar RúnarGuðnason
fæddist 30. mars
1959. Hann lést 24.
júlí 2015.
Útför Rúnars fór
fram 6. ágúst 2015.
skrifa minningar-
grein um Rúnar
bróður minn.
Það bærast með
mér flóknar tilfinn-
ingar, því um leið og
það er mér ljúft, er
mér erfitt, að skrifa
um bróður minn
sem lést aðeins 56
ára gamall. Fyrir
nærri 15 árum fékk
hann illvígt krabba-
mein þar sem honum voru aðeins
gefnar nokkurra mánaða lífslíkur.
En Rúnar fór sínar eigin leiðir
enda ekki mikið fyrir stöðluð
form eða uppskriftir. Það fór líka
svo að læknar sögðu að hann væri
búinn að brjóta öll þeirra lækn-
isfræðilegu viðmið.
Rúnar var vel liðinn og vina-
margur enda ljúfur í umgengni og
stutt í brosið og glettnina. Engu
að síður gat hann verið fastur fyr-
ir þegar því var að skipta þó ekki
væri það með hávaða, látum eða
mörgum orðum. Það var líka gott
á hann að treysta, hann gat verið
klettur, sjálfum sér og öðrum.
Þessir eiginleikar nýttust honum
vel í veikindum hans. Ekki dugði
það þó eitt til, hann átti líka óbif-
anlega trú á Frelsara sinn Jesú
Krist og átti ótal fyrirbiðjendur
um allt land og jafnvel út fyrir
landsteinana. Það voru honum oft
erfiðir og sársaukafullir tímar
þegar hann var í meðferð og lyfja-
gjöf vegna meinsins, aðallega
hérlendis en líka erlendis. Á milli
átti hann betri og stundum nokk-
uð góða tíma, sem hann nýtti vel,
svo vel að undrum sætir hvað
honum tókst að komast yfir enda
fór þar enginn aukvisi.
Rúnar var lærður smiður og
vann við þá iðn, lengst af í tré-
smiðjunni Berki á Akureyri. Á
milli meðferða reyndi hann í
fyrstu að vinna í Berki en það var
honum of erfitt, en ekki sat hann
auðum höndum, heldur tók að sér
smíðakennslu í Hrafnagilsskóla.
Það hentaði honum vel og hann
varð brátt vinsæll, bæði af nem-
endum sem kennurum. Hann fór
líka á námskeið: „Lesið í skóginn,
tálgað í tré.“ Þar naut hann hand-
lagni sinnar sem skilaði sér í
skemmtilegum munum. Ég fékk
líka smá tilsögn hjá honum í að
beita tálguhníf.
Ekki dugði honum þetta því
hann innritaðist í Myndlistaskól-
ann á Akureyri þar sem hann
naut handlagni sinnar og hug-
myndaríkis, ásamt listrænu auga.
Rúnar var líka góður ljósmyndari
sem einnig nýttist honum við list-
sköpunina. Að sjálfsögðu útskrif-
aðist hann með glæsibrag.
Hvað skyldi gera næst? Jú,
hann hafði aldrei tekið rútupróf,
hann skellti sér í það og lauk því
með sóma eins og öðru sem hann
tók sér fyrir hendur. Hann fór að
keyra fyrir ferðaskrifstofu á Ak-
ureyri og varð brátt vinsæll af
ferðamönnum og þeim sem að
þessu stóðu.
Var nú ekki nóg komið? Ekki
fannst Rúnari það því hann fór til
Noregs síðastliðin tvö sumur og
keyrði rútubíla á norskri grund.
Með sárum trega kveð ég góð-
an bróður og vin sem kom oft í
heimsókn og dvaldist oft á sínum
yngri árum á heimili okkar hjóna.
Minningarnar koma og minning-
arnar fara, ótal minningar sem ég
á einn og minningar sem ég deili
með öðrum, minningar sem
teygja sig frá inniveru, út í nátt-
úruna og jafnvel upp um fjöll. Á
vináttu okkar og bróðurkærleika
bar aldrei skugga.
Konu hans, Júlíönu og börnum
þeirra, votta ég mína dýpstu sam-
úð. Drottinn blessi ykkur og um-
vefji með kærleika sínum. Hugg-
un er það í harmi að við eigum
eftir að hittast aftur á himnum hjá
Guði, þar sem engir eru sjúkdóm-
ar eða sorg, heldur eilíf gleði.
Með þessum orðum kveð ég
minn kæra bróður Rúnar.
Yngvi Guðnason.
Baráttujaxl. Óendanlega bjart-
sýnn og hafði svo mikla trú á hið
góða að unun var að vera í návist
hans. Ekki til vandamál, bara
lausnir. Oft hafði Rúnar séð
lausnirnar á vandamálum hér í
sveitinni, en sumarið 2012 hafði
hann yfirumsjón með endurbygg-
ingu hlöðuþaksins okkar. Sjálf-
kjörinn og sjálfsagður. Annað
kom ekki til greina. Þreklítill eftir
baráttu á annan áratug við
krabbamein sem leggur flesta
fljótt, átti hann til að koma á mót-
orhjóli frá Akureyri til Skaga-
fjarðar til að sjá til þess að við
gerðum enga vitleysu. Tveggja
gráðu hiti á heiðinni stöðvaði
hann ekki, kappinn settist bara
við ofninn í eldhúsinu í smástund.
Stóð uppi á hlöðuþaki og það var
eins og einhver fítonskraftur væri
í þessum góða vini okkar. Við hin-
ir höfðum ekki roð í hann. Svo fór
hann inn, lagði sig og kom tvíefld-
ur til leiks á ný. Tók meirapróf og
skrapp til Noregs að keyra stóra
rútu í Osló, svaf bara á milli vakta.
Hvers vegna? Vegna þess að
hann langaði það. Rúnar var fal-
legt dæmi um það hvernig menn
geta gert það besta úr kringum-
stæðum sínum. Svo óendanlega
mikill og hlýr persónuleiki, svo of-
boðslega duglegur og uppgjöf var
ekki í hans orðabók. Listfengur
og handlaginn. Sama hvort ham-
arinn var á lofti eða pensillinn,
alltaf fæddist listaverk.
Rúnar kvæntist Júlíönu sinni
og þeim fæddust fjögur börn,
hvert öðru mannvænlegra. Góð
fjölskylda og samhent. Stór vina-
hópur var þarna og er, það er
þessa stóra vinahóps að styðja
Júlíönu og börnin, en missir
þeirra er mikill og ekki síst fyrir
það að Þórólfur faðir Júlíönu lést
fyrir aldur fram aðeins fjórum
dögum fyrr. Mikið er á sumar
fjölskyldur lagt.
Við viljum votta Júlíönu og
börnum þeirra Rúnars okkar
dýpstu samúð, einnig Jónheiði
móður hennar og systrum, þeim
Elvu og Ingunni, sem syrgja Þór-
ólf, góðan eiginmann og föður.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Hjörleifur Jóhannesson
og Árdís Kjartansdóttir.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann