Morgunblaðið - 18.08.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 18.08.2015, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 ✝ Ingólfur Kon-ráðsson fædd- ist á Efri-Grímslæk í Ölfusi þann 19. júní 1929. Hann lést þann 6. ágúst 2015 á Landspít- alanum við Hring- braut. Foreldrar Ing- ólfs voru Konráð Einarsson, f. 21.11. 1898, d. 17.8. 1980, bóndi á Efri-Grímslæk og kona hans Soffía Ásbjörg Magnús- dóttir, f. 1.5. 1898, d. 31.1. 1995 frá Efra-Skarði í Svínadal. Systkini Ingólfs eru Gunnar, f. 4.7. 1928, Magnús, f. 8.9. 1933 og Sigríður, f. 20.2. 1937. Þann 19. janúar 1962 kvænt- ist Ingólfur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ragnheiði Hall- dórsdóttur, f. 8.8. 1936. Foreldrar hennar voru Halldór Marías Ólafsson, f. 2.11. 1894, d. 12.9. 1955 og Ólöf Helga Fertramsdóttir, f. 2.11. 1893, d. 14.5. 1992. Börn Ingólfs og Ragnheiðar eru: 1) Helga María, f. 10.10. 1954, maki Þorsteinn Helgason. Þeirra börn eru: a. Hlynur, f. 1988, maki Jóna Rán Sigurjóns- dóttir, b. Eyþór, f. 1990, sambk. sínu og vann við tilfallandi landbúnaðarstörf á sínum yngri árum, m.a. á Laug- arvatni. Hann vann svo sem sjómaður sem varð hans að- alstarf um nokkurt skeið. Eft- ir að í land var komið starfaði Ingólfur hjá Sigurði Kr. Árna- syni byggingameistara en það- an lá leiðin til Sambandsins, fyrst við byggingu Holtagarða og síðar hjá Samskipum. Hjá Samskipum vann hann við ým- is störf er sneru að skipa- afgreiðslu og síðast starfaði hann þar sem vaktmaður. Ing- ólfur og Ragnheiður bjuggu í Njörvasundi 31 í rúmlega 50 ár en þangað fluttu þau 12. ágúst 1961. Í desember árið 2012 fluttu þau hjónin í nýja íbúð á Suðurlandsbraut 58. Áhugamál Ingólfs voru eink- um ferðalög og voru þau hjónin dugleg að ferðast. Algengt var að fara í langa ferð til sólar- landa bæði á vorin og á haustin en í þeim ferðum leið Ingólfi vel enda átti hitinn vel við hann. Þegar Ingólfur og Ragn- heiður ferðuðust innanlands þá var ýmist dvalist í tjaldi eða í orlofshúsum víðs vegar um landið. Ingólfur var um skeið duglegur að mæta í sund í Laugardalslauginni en þá var spjallað við ýmsa sundfélaga eða lagst á bekk til að njóta sólarinnar. Útför Ingólfs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 18. ágúst 2015, kl. 13. Stefanía Björk Jónsdóttir, c. Bryn- dís, f. 1993, sambm. Ágúst Pálsson. 2) Andrés Reynir, f. 3.4. 1956, maki Guð- laug Helga Kon- ráðsdóttir. Fyrri kona Andrésar var Arna Steinþórs- dóttir, d. 1996. Börn Andrésar og Örnu eru: a. Ása, f. 1980, b. Arnþór Ingi, f. 1987, d. 2011, c. Auður Ásta, f. 1989, maki Ben- jamin Beier. Sonur þeirra er Anton Máni, f. 2014. 3) Halldór, f. 18.5. 1962, maki Elísabet Þórunn Ásthildur Maack Pét- ursdóttir. Dætur þeirra eru: a. Petra Andrea Maack, f. 1987, sambm. Felix Bleimund, b. Ragnheiður Björk, f. 1991. 4) Ása, f. 4.4. 1965, d. 8.9. 1968. 5) Ásberg Konráð, f. 31.5. 1971, sambk. Þórhildur Guðmunds- dóttir. Dætur þeirra eru: a. El- ínborg Ása, f. 2001, b. Matt- hildur, f. 2004. Ingólfur gekk í Hveragerð- isskóla og var svo við nám í Héraðsskólanum á Laugar- vatni. Hann byrjaði snemma að hjálpa til á æskuheimili Elsku Ingi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði og þakka þér öll ynd- islegu árin sem við áttum sam- an. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Minninguna um þig mun ég alltaf bera í hjarta mínu. Ragnheiður Halldórsdóttir. Elsku pabbi, nú ert þú farinn á braut frá okkur hinum. Við hin minnumst þín með gleði í hjarta og þakk- læti fyrir samveruna. Að eiga þig að var dýrmætt og ég er þakklátur fyrir það. Það sem þú kenndir mér hefur hjálpað mér í svo mörgu á lífsleiðinni. Þegar ég hugsa til þín koma orð í hug- ann eins og traustur, réttsýnn og vinnusamur í huga. Þetta innprentaðir þú í huga minn sem það sem allir þyrftu að hafa til að bera. Ég minnist þess að í bernsku varst þú mik- ið að heiman í sjósókn. Þar voru jafnan átök og erfiði en miðað við það sem ég þó dró upp úr þér get ég ímyndað mér hve mjög þú lagðir þig fram í vinnu til að gera okkur fjöl- skyldunni heimili. Ég man vel eftir því þegar þú varst í sigl- ingum með fisk á markaði er- lendis en þá var tilhlökkunin mikil er heim kom. Jafnan stór kassi sem var fullur af nammi, sem ekki var á boðstólum eins og nú er. Einnig man ég eftir dótatraktor og gröfu sem var einstakt á þeim tíma og við systkinin lékum okkur oft með. Þú fórst með mig í sveitina til að kynna mér þann hluta sem þér var kær og til að kynna mér fyrir vinnu. Taldir þetta ómiss- andi hluta af uppeldi og man að þér þótti aldrei vinna nema lík- amleg væri, sem hugsanlega hefur þó breyst með tímanum. Sérstaklega er minnisverð ferð- in þegar litli bróðir kom í heim- inn. Þá fórum við saman austur fyrir fjall og hve glaður þú varst og stoltur af litla bróður. Á sama hátt man ég hve mjög það tók á þig þegar litla systir fór frá okkur og þá sá ég hve stórt hjarta þitt var gagnvart fjölskyldunni og þeim gildum sem þú lifðir fyrir. Jólin voru svo þinn tími og heimili okkar var vel skreytt í uppeldi sem og síðar. Kannski hefur það gefið mér þá gleði sem fylgir þeim dásamlega tíma hve vel tókst til hjá þér og hve áríðandi var að vel væri gert. Þessi var og er tími barnanna og ósköp gladdi það þig þegar barnabarnahóp- urinn stækkaði og var saman- kominn hjá þér á þessum tíma. Að ferðast varð með árunum þitt áhugamál. Við hjónin vor- um svo lánsöm að fá ykkur mömmu í heimsókn þegar við vorum í námi í Þýskalandi og ekki skemmdi fyrir að þá vor- um við komin með litla Petru. Ferðir okkar um Evrópu voru sérlega ánægjulegar. Þar varst þú í essinu þínu með henni og máttir vart líta af henni í löngum ferðum okkar. Það var mikilvægt á þeim tíma að eiga þig að en þegar á bjátaði varst það þú sem gerðir útslagið um að námsdvöl okkar gekk upp. Það varst þú sem kynntir mig fyrir vinnunni sem ég hef alla tíð verið í. Eitt stutt samtal við Óla Þorsteins í maí 1979 breytti lífi mínu og eftir það var ekki aftur snúið. Auðvitað var sá sem þú kynntir mig fyrir með öllum þeim eiginleikum sem þú hafðir og ég hef reynt að til- einka mér í öllu starfi síðan. Nú þegar þú ert farinn þá munum við minnast alls þessa, halda áfram og bera fram þessar áherslur sem þú kenndir okkur. Við munum gera okkar til að byggja upp og gera heiminn betri eins og þú lagðir áherslu á við okkur. Ég held á lofti minn- ingu þinni með gleði í hjarta. Hvíl í friði elsku pabbi, ég er þakklátur að hafa átt þig að. Sjáumst síðar. Halldór Ingólfsson. Í dag er til hvílu borinn ynd- islegur tengdafaðir minn, Ing- ólfur Konráðsson. Kletturinn sem alltaf stóð við bakið á okkur, studdi okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hjálpaði okkur með margt sem taldi ekki þá, en í dag telur það mikið. Stærsta hjálpin var stuðningurinn þegar við hjónin vorum í námi í Þýskalandi, það hefði verið ógerlegt nema af því að þú varst til staðar. Þessi 34 ár sem við þekkt- umst hafa gefið mér mikið og á ég eftir að sakna þín sárt, en ég veit að þér líður vel. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Elísabet Maack Pétursdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni (Bubbi Morthens) Margar eru minningarnar og sögur sem við eigum um hann Inga afa. Ef við hugsum til baka, sjáum við fyrir okkur stofuna í Njörvasundinu þar sem hann sat í stólnum sínum í horninu með bók og bunka af Morgunblöðum. Svo þegar við systur urðum stærri og verið var ræða málin sló hann sér á læri og sagði „Ja, það held ég nú“ eða „nei... nei... nei...“ ef það var eitthvað sem honum leist nú ekki á. Í loftinu ilmar Boss-rakspíri og má heyra afa segja, „hérna, fáðu þér drukk“ og „svona, éttu þetta greyið mitt“ þegar veitingar voru á borðum. Ég, Ása, er elsta barnabarn- ið þar til Arnþór Ingi bróðir bættist í hópinn sjö árum seinna sem segir sig sjálft hversu mikla athygli ég fékk hjá ömmu og afa. Sagan segir að eitt kvöldið þegar mamma og pabbi ákváðu að skella sér í bíóferð og komu við til að koma mér fyrir í pössum, en amma var á slysófundi. Mamma eins ákveðin og hún var við afa, var nú ekkert að gefa það eftir og Ása litla var skilin eftir hjá Inga afa. Mér leist nú ekkert á þetta fyrst og þurfti afi að eyða góðri stund með mér út í glugga í eldhúsinu, þar sem hægt var sjá innkeyrsluna. En þegar amma Stella kom svo heim vorum við orðnir hinir bestu vinir og var ég lítið að veita ömmu einhverja athygli þetta kvöld. Árin liðu og við minnumst þess systur þegar farið var í ís- bíltúr og komið var við hjá afa í vinnunni þar sem hann vaktaði öryggishliðið hjá Samskip undir lok starfsævi sinnar. Þar var sko takki sem hægt var að ýta á sem opnaði hliðið. Það var sko flott. Fastur liður um jólin var svo að mæta til ömmu og afa í Njörvasundið og opna jóla- pakka á aðfangadag og fá afa- kjöt (hamborgarhrygg) á jóla- dag. Elsku afi, með þér sendum við ást og hlýju og stórt knús til mömmu og Arnþórs Inga. Ása Andrésdóttir og Auður Ásta Andrésdóttir. Elsku besti afi minn, dagurinn í dag er mjög erf- iður dagur. Í dag kveð ég þig, minn allra besti afi. Ég kveð þig með söknuð í hjarta en á sama tíma gleðst ég yfir þeim dýrmætu minningum sem við eigum saman. Heppnust allra finnst mér ég vera að hafa fengið að vera mikið í pössun hjá ykkur ömmu þegar ég var lítil ásamt Petru stóru systur. Við vöknuðum á morgnana og fengum að horfa á barnaefnið meðan þú undir- bjóst morgunmat fyrir litlu afa- prinsessurnar þínar. Á boðstól- um var ein skál af Honeynut Cheerios, hálfur banani skorinn í hliðarnar til að auðvelda okk- ur að opna hann, mjólkur- eða djúsglas og að sjálfsögðu lýsi. Við tók svo ávallt viðburðamik- ill dagur. Sterkastar eru minn- ingar mínar af sundferðunum okkar í Laugardalslaugina, ferðunum niður að tjörn til að gefa bra bra brauð, af því þeg- ar við röltum saman yfir göt- una til að ná í flatkökur og mjólk í Bónus og þegar við gengum saman frá þvottinum og ég fékk að snúa rullunni hennar langömmu til að pressa fötin. Tímunum saman gastu spilað við mig „áttu áttu“, leyfðir mér að útbúa með þér „kjötið með augunum“, taka mér einn mola úr Macintosch- dollunni í fataskápnum meðan amma sá ekki til og hoppa í kringum þig þegar þú slóst grasið úti á lóðinni. Okkur leiddist aldrei saman. Á kvöldin söngst þú svo með mér „bí bí og blaka“ þar til ég sofnaði. Eftir því sem ég eltist fann ég svo ávallt fyrir meiri og meiri stuðningi frá þér. Ég hringdi alltaf í þig strax og ég fékk í hendurnar einkunnaspjöldin úr skólanum. Alltaf tók ég eftir því hvað þú varst stoltur af mér, sem hvatti mig til að standa mig betur á hverju misseri. Fyrir þig, afi minn, mun ég ávallt gefa mitt allra besta í það sem ég hef ánægju af og halda þannig áfram að gera þig stoltan þar sem þú situr nú á fínu dúnskýi og brosir út í ann- að. Ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú hefur sýnt mér og allar þær góðu minningar sem þú hefur gefið mér. Ég elska þig af öllu mínu hjarta! Þar til næst. Þín, Ragnheiður Björk. Elsku afi minn, Þar sem ég náði ekki til þín áður en þú fórst, þá er ég er handviss um það að þú hafir komið og kvatt mig í flugvél- inni á leið þinni upp til himna. Þegar ég hugsa til þín þá koma upp ótal margar minn- ingar, ég brosi og hjarta mitt fyllist af gleði. Öll skiptin sem við systurnar vorum í pössun hjá ykkur ömmu. Við vöknuð- um eldsnemma til að geta borð- að seríos, hálfan banana og smá drukk áður en barnaefnið byrj- aði. Svo stálumst við saman inn í fataskáp til að ná okkur í einn mola eða tvo. Þegar þú dróst okkur Ragnheiði niður í þvotta- herbergi til að ná í frysta brauðskorpuna sem varð af- gangs við brauðtertugerð ömmu. Það dugði ekkert að láta okkur fá nokkrar sneiðar, heldur fengum við sinn hvorn pokann fullan af skorpu til að gefa öndunum brauð við tjörn- ina. Þú varst alveg einstakur og þolinmæðin sem þú hafðir fyrir mér var ótrúleg. Enginn annar nennti að spila lönguvit- leysu eins lengi og oft við mig og þú og heldur ekki að púsla sama púsluspilið aftur og aftur og aftur. Skemmtilegast fannst mér þó þegar ég fékk að fara með þér í bíltúr til langömmu Ásu og þá helst ein. Því að þá fékk ég að sitja aftur í með öll 3 bíl- beltin spennt. Allt í kross og svo syngja saman þegar við keyrðum yfir ójafna brúna. Já, afi, það er svo ótalmargt sem þú hefur gefið mér að allar blaðsíður heimsins væru ekki nóg til að koma því á blað. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu, fá mér Quality street- mola eða Mackintosh eins og þú kallaðir það og hugsa til þín. Með ástarkveðju. Þín, Petra Andrea. Ingólfur Konráðsson Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ERLA SIGURÞÓRSDÓTTIR, Helgafelli, Stokkseyri, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 13. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Steingrímur Jónsson, Marteinn Arilíusson, Sigríður Birgisdóttir, Óskar Arilíusson, Þórhildur Ingvadóttir, Linda Arilíusdóttir, Skarphéðinn Ómarsson, Oddný Steingrímsdóttir, Hinrik Árnason, Guðleif Steingrímsdóttir, Jón Haraldsson, Anna Steingrímsdóttir, Nikulás Ívarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minn ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MAGNÚS JÓHANNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 15. ágúst í faðmi fjölskyldu. Útför verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sóltúns. . Erna Hallbera Ólafsdóttir, Einar Jónsson, Kristín Þ. Magnúsdóttir, G. Jóhann Jónsson, Elna T. L. Þorbjörnsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Sigurður Jón Jónsson, María Jónsdóttir, Börkur Gunnarsson, Bjarki Páll Jónsson, Sóley Ragnarsdóttir og afabörn. Elskulegur móðurbróðir og afi, JÓN PÁLL BJARNASON gítarleikari, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 16. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, . Ása Atladóttir, Sveinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.