Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR HANNES HANNESSON
prentari,
Snælandi 4,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu 6. ágúst. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. ágúst. Athöfnin hefst kl. 15.
.
Þorbjörg Valgeirsdóttir,
Ólöf Kristín Ólafsdóttir,
Ása Ólafsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson,
Jóna Guðrún Ólafsdóttir, Óttar Guðmundsson,
Garðar Hilmarsson, Sigríður Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
GUNNAR SIGHVATSSON,
Gunni frændi,
húsasmíðameistari,
Frostafold 32, Reykjavík,
sem andaðist 9. ágúst, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13.
.
Sigrún Sighvatsdóttir, Jón Gústafsson,
Ólöf Sighvatsdóttir, Þorvaldur Bragason,
Gísli Sighvatsson, Kristjana G. Jónsdóttir,
Ástrós Sighvatsdóttir
og systkinabörn.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SIGRÍÐUR ÁGÚSTA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Illugagötu 19,
Vestmannaeyjum,
lést á kvennadeild Landspítalans 12. ágúst.
Hún verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 22. ágúst kl. 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbavörn Vestmannaeyja.
.
Hilmar Jón Stefánsson,
Þórarinn Ágúst Jónsson, Sólveig Jónsdóttir,
Hulda Sigríður Hilmarsdóttir, Rut Hilmarsdóttir,
Birna Hlín Hilmarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
ÍSAK SIGURGEIRSSON,
Dalalandi 10, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 12. ágúst.
.
Ragnheiður Árnadóttir,
Árni Ísaksson, Ásta Guðrún Sigurðardóttir,
Jón Ísaksson, Guðrún Jóhannesdóttir,
Bryndís Ísaksdóttir, Jón Torfi Jónasson,
Ragnheiður Ísaksdóttir, Róbert A. Darling.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
SIGMUNDUR ÞÓR FRIÐRIKSSON
frá Bíldudal,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. júlí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
.
Kolbrún Dögg Sigmundsdóttir,
Markús Jónsson, Gabríel Þór,
Sigmundur Þór, Baltasar Óðinn,
Móey Embla.
Yndislegur sonur okkar
og bróðir okkar,
ARON ANDRI HALL ARNARSSON,
Þorláksgeisla 94,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn
10. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 20. ágúst kl. 13.
.
Sigurrós Guðbjörg Gísladóttir,
Arnar Már Hall Guðmundsson,
Arna Rós Hall Arnarsdóttir,
Amilía Salka Hall Arnarsdóttir.
Yndisleg eiginkona mín,
LÁRA HARALDSDÓTTIR
frá Markholti í Mosfellssveit,
lést að Hömrum hjúkrunarheimili þann
12. ágúst. Útförin verður gerð frá
Grafarvogskirkju þann 21. ágúst kl. 15.
.
Sigurður Eggert Sigurðsson,
börn, stjúpsynir, tengdabörn,
ömmubörn og langömmubörn.
✝ Sigurþór Þor-gilsson fædd-
ist í Bolungarvík
30. mars 1928.
Hann lést 8. ágúst
2015 á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar hans
voru Þorgils Guð-
mundsson sjómað-
ur, f. 7. apríl 1898,
á Grundum í Bol-
ungarvík, d. 6.
febrúar 1985, og kona hans
Katrín Sigurðardóttir, f. 30.
desember 1895, á Ljótarstöðum
í Skaftártungu, V-Skaftafells-
sýslu, d. 21. ágúst 1975. Systk-
ini: Guðmundur Janus, f. 5.
ágúst 1922, d. 5. september
1924; Kristján, f. 8. mars 1924,
d. 13. nóvember 1989, maki
Sæunn Guðjónsdóttir, f. 25.
nóvember 1925, d. 29. apríl
2006; Margrét, f. 12. apríl
1925, d. 14. apríl 2003, maki
Þorkell Jónsson, f. 8. júlí 1917,
d. 15. nóvember 1976; Elín, f.
24. janúar 1932, d. 26. apríl
1999, maki Þorbergur Krist-
jánsson, f. 4. apríl 1925, d. 28.
september 1996.
Sigurþór kvæntist 2. júní
1949 Jónínu Jóhannsdóttur, f.
23. maí 1930, Siglufirði. For-
eldrar hennar voru Guð-
mundur Jóhann Garibaldason,
f. 23. desember 1895, í Málmey,
Englandi. Sigurþór kenndi
við Miðbæjarskólann 1949-69
og Breiðholtsskóla frá 1969
til 1974. Hann starfaði sem
leiðbeinandi í kennslufræðum
hjá Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur 1964-74 og hélt
námskeið í kennslufræðum
um landið. Kom að samningu
námsefnis í samfélagsfræði
1972-74. Sigurþór hóf störf
hjá Nonna hf. 1974 en stofn-
aði sjálfur fyrirtækið Skinnu
sf. 1977.
Í samstarfi við fleiri stofn-
aði hann laxeldisfyrirtækið
Atlantslax 1986. Sigurþór
gegndi margvíslegum trún-
aðarstörfum og var formaður
safnaðarnefndar Breiðholts-
sóknar 1972-78. Sat í stjórn
Kirkjugarða Reykjavíkur
1972-86. Hann var öflugur fé-
lagsmaður Útivistar og gegndi
stóru hlutverki í uppbyggingu
félagsins í Básum í Þórsmörk.
Sigurþór réði sig ungur til
Síldarverksmiðju ríkisins á
Siglufirði, þar sem hann
kynntist fyrst tilvonandi
tengdaföður sínum og síðar
konuefni sínu. Sjómennskan
blundaði í Sigurþóri og stund-
aði hann sjóinn mörg sumur
þegar sumarfrí í skóla voru
lengri en þekkjast í dag. Á síð-
ustu árum byggði hann með
eiginkonu sinni af myndarskap
sumarbústað í Biskupstungum
og átti smíðin hug hans fram á
dánardag.
Útför Sigurþórs fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 18.
ágúst 2015, og hefst athöfnin
kl. 15.
d. 10. september
1971, og Guðrún
Anna Gunnlaugs-
dóttir, f. 29. mars
1898, í Engidal,
Úlfsdölum, d. 4.
apríl 1964. Börn
þeirra eru; 1) Jó-
hann Ólafur Gunn-
þór, f. 21. apríl
1950, d. 12. maí
1950; 2) Þorgils, f.
21. apríl 1950,
kvæntur Eygló Tómasdóttur.
Börn Þorgils: Sigrún, Sigurþór,
Anna Þóra; 3) Anna, f. 2. ágúst
1951, gift Anders Rosager.
Dætur Önnu: Kirsten, Lisa; 4)
Þóra, f. 25. maí 1954, gift
Helga Snorrasyni. Börn Þóru:
Sigurþór, Jónína, Þórdís,
Snorri; 5) Ársæll, f. 1. febrúar
1957, kvæntur Þórhildi Egg-
ertsdóttur. Dóttir Ársæls: Rak-
el; 6) Jóhann, f. 22. febrúar
1965, í sambúð með Bylgju Val-
týsdóttur. Börn Jóhanns: Ragn-
heiður, Óskar Daði.
Barnabarnabörnin eru 19.
Sigurþór lauk prófi frá
Kennaraskólanum í Reykja-
vík 1949 og nam uppeld-
isfræði í Danmarks Lærer-
højskole 1959-60. Bætti við
sig námi í kennsluaðferðum
við Lärarhögskolan í Stokk-
hólmi 1963-64 ásamt nám-
skeiðum á Norðurlöndum og
Í dag kveð ég elskulegan föður
minn sem átti svo margt ógert í
sínum framtíðarplönum þrátt
fyrir háan aldur. Í hans tilfelli var
aldur afstæður.
Ég ólst upp hjá afa mínum og
ömmu, Jóhanni Garibaldasyni og
Önnu Gunnlaugsdóttur á Siglu-
firði til 15 ára aldurs, því naut ég
ekki samvista við föður minn eins
og ég hefði kosið.
Fyrstu minningar mínar um
pabba voru þegar hann stundaði
handfæraveiðar á sumrin með
Gísla Tryggvasyni. Stundum
landaði hann aflanum á Siglufirði
og ég beið spenntur á bryggjunni
eftir að fá að hitta hann.
Þegar ég var 16 ára ákvað
pabbi, að leigja 25 tonna stálbát
sem hét „Hjallanes“ og gerði bát-
inn út frá Þórshöfn á Langanesi.
Átti ég því láni að fagna að kom-
ast á sjó með honum yfir sum-
artímann. Þetta er með skemmti-
legustu stundum í mínu lífi með
pabba.
Pabbi var mikill hagleiksmað-
ur og tók sér ýmislegt fyrir hend-
ur, ég man eftir vélknúnum
brúðum sem pabbi smíðaði. Það
voru þau „Grýla og Leppalúði.“
Þeim var stillt út í búðarglugga í
Reykjavík. Grýla var að flengja
karlinn sinn allan liðlangan dag-
inn. Ekki má gleyma brúðuleik-
húsinu, pabbi starfaði með Jóni
E. Guðmundssyni í nokkur sum-
ur að sýna brúðuleikrit um land
allt. Man ég eftir að hafa séð
„Eldfærin“ eftir H.C. Andersen,
þau voru sett upp í Alþýðuhúsinu
á Siglufirði og var það hin mesta
skemmtun.
Pabbi var vinsæll kennari, 8
ára gamall sat ég tímum hjá hon-
um í Miðbæjarskólanum þegar
ég var sendur suður að læra að
synda. Ég varð auðvitað að halda
áfram að læra þótt ég væri send-
ur á sundnámskeið frá Siglufirði í
hálfan mánuð.
Þegar ég var búinn að stofna
mína fjölskyldu koma aðrar
minningar upp í hugann, það eru
ævintýralegu berjaferðirnar. Í
útilegunum með mömmu og
pabba var mikil gleði, munn-
hörpuleikur og söngur yfir varð-
eldi, eftirminnilegar ferðir voru í
Þjórsárdal. Veiðiferðirnar voru
nokkrar í Veiðivötn með góðum
félögum og eru til margar veiði-
sögur frá þeim tíma.
Á seinni árum hafa mamma og
pabbi notið samverustunda með
barnabörnum mínum og gaman
fyrir þau að ná að kynnast þeim.
Langafi spilaði á munnhörpuna í
barnaafmælum, öllum til mikillar
gleði.
Það var ekki pabba stíll að
vera aðgerðarlaus. Réðust þau
mamma í að smíða sér sumarbú-
stað spýtu fyrir spýtu. Þessu
byrjuðu þau á um sjötugt og voru
enn að þegar hann var skyndi-
lega frá okkur tekinn.
Hann var ósérhlífinn dugnað-
arforkur sem vann allan daginn
eins og ungur maður væri.
Elsku mamma mín, þú stóðst
eins og klettur við hlið hans.
Kærleikur ykkar var mikill. Megi
Guð varðveita þig og styrkja í
þinni sorg.
Elsku pabbi minn þú varst
alltaf ungur í anda, með bjartsýni
og jákvæðni að leiðarljósi. Ég
veit að þú finnur þér ný verkefni
á nýjum stað.
Þín verður sárt saknað.
Þinn sonur,
Þorgils Sigurþórsson.
Í dag fylgjum við til grafar
merkum manni, sem ég sá fyrst
aðeins 10 ára gömul, þá nýbyrjuð
í Breiðholtsskóla. Alla skóla-
göngu mína í Breiðholtsskóla öf-
undaði ég nemendur hans því
mig langaði svo að vera í bekkn-
um hjá honum, það var svo gam-
an hjá krökkunum í hans bekk,
alltaf eitthvað að gerast skapandi
og skemmtilegt. Hann bar stund-
um stóra kassa inn í skólastofuna
með einhverju mjög spennandi
dóti í og þegar við hin urðum að
sitja inni og lesa beint upp úr
bókinni, þá fór hann með bekkinn
sinn út í móa í könnunarferðir og
leiki.
Eftir barnaskólagöngu mína
sá ég hann næst þar sem hann
kom ásamt fjölskyldu sinni í
heimsókn til sonar síns á Borg-
arspítalann ég var þar stödd í
heimsókn hjá ættingja, þá þegar
orðin yfir mig ástfangin af syn-
inum, nokkuð sem endaði með
sambúð og giftingu ekki löngu
seinna. Ég varð svo miklu lán-
samari en krakkarnir í bekknum
því hann varð tengdafaðir minn í
nærri 40 ár.
Yndislegri tengdaföður er ekki
hægt að hugsað sér, það var al-
veg sama með hvað maður leitaði
til hans, alltaf hafði hann rétta
svarið. Hann var allra besti afi og
langafi í heimi segja barnabörn-
in, lét alla alltaf finna að þeir
væur einstakir. Hann var búinn
að skipuleggja fjölskylduferð
með einu barnabarni sínu og ætl-
aði að fá alla fjölskylduna austur í
bústað, þar sem kveikja átti varð-
eld og hann ætlaði að spila á
munnhörpuna og barnabörnin
áttu að fá að grilla sykurpúða.
Í þeim ótalmörgu ferðalögum
sem fjölskyldan fór í var hann
hrókur alls fagnaðar. Eftir að all-
ir voru búnir að koma tjöldunum
fyrir á þeim stað sem hann valdi,
oftar en ekki á háum hól með
góðu útsýni, þá var tendraður
varðeldur og hann spilaði á
munnhörpuna undir söng. Hann
var óþreytandi að kenna okkur
allt um landið og náttúruna, hafði
gaman af að rifja upp og segja
sögur frá Bolungarvík, bernsku
sinni og uppvexti og þó sérstak-
lega ferðalögunum með Jóni E.
þegar þeir fóru um landið og
settu upp og stjórnuðu brúðu-
leikhúsinu í nær öllum samkomu-
húsum landsins.
Ég kveð með trega yndislegan
mann sem fór alltof snöggt frá
okkur og ég þakka guði fyrir að
hafa fengið að kynnast honum og
fyrir allar minningarnar með
honum.
Hvíl í friði, þín tengdadóttir,
Þórhildur Eggertsdóttir
(Dódy).
Sæll, elsku vinur, hvernig hef-
urðu það í dag? – Svona heilsaðir
þú mér alltaf, elsku afi, alveg
sama hvað bjátaði á hjá þér þá
var hugur þinn alltaf hjá okkur.
Þú varst alltaf áhugasamur
hvað væri að frétta, hvernig
gengi í vinnunni eða í skólanum.
Ég gat alltaf sest við hliðina á þér
og þú hafðir ávallt eitthvað
skemmtilegt og fróðlegt að segja.
Góðhjartaðri og betri vin er
ekki hægt að hugsa sér, Þú varst
vinur allra og allir voru vinir þín-
ir. Ég gat alltaf leitað til þín með
hvað sem var og þú hafðir alltaf
lausnir.
Ég sakna þín svo mikið, afi, að
það eru ekki til orð sem fá því
lýst. Þegar ég fékk hringinguna
að líðan þín væri ekki góð og það
væri best að ég kæmi til að
kveðja þig þá trúði ég því ekki.
Heimurinn hrundi. Lítill strákur
væntanlegur í heiminn sem fær
ekki að sjá langafa, heyra allar
sögurnar frá þér og kynnast þér
eins og ég fékk að gera.
Elsku afi, þú kenndir mér svo
margt, þú kenndir mér hvernig á
að lifa lífinu með bros og vör og
láta ekkert stoppa sig. Halda
áfram sama hvað! Alveg sama
hvaða hindrun er fyrir framan
mann þá finnur maður leið til að
sigrast á vandanum.
Ég elska þig endalaust, afi
minn, ég passa ömmu fyrir þig og
vonandi sjáumst við seinna.
Hérna er lagið sem ég elskaði
hvað mest að spila með þér í úti-
legunum okkar þegar ég spilaði á
gítarinn og þú á munnhörpuna.
Er sumarið kom yfir sæinn
og sólskinið ljómaði um bæinn
og vafði sér heiminn að hjarta,
ég hitti þig, ástin mín bjarta.
Og saman við leiddumst og sungum
með sumar í hjörtunum ungu,
– hið ljúfasta, úr lögunum mínum,
ég las það í augunum þínum.
Sigurþór
Þorgilsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar