Morgunblaðið - 18.08.2015, Page 27

Morgunblaðið - 18.08.2015, Page 27
stjórafélags Akureyrar og nágrenn- is 1974-83, formaður 1984-95 og er heiðursfélagi þess frá 2001. Árni Björn sat í stjórn Verk- stjórasambands Íslands 1981-2001, var varaforseti Verkstjórasambands Íslands 1989-95 og forseti þess 1995- 2001. Hann var ritstjóri Verkstjór- ans, málgagns verkstjóra, 1985- 2012. Þá er hann heiðursfélagi Verk- stjórasambands Íslands frá 2003. Árni Björn æfði og keppti á skíð- um um skeið: „Áhuginn á skíða- mennsku hófst á Grenivík. Ég þótti liðtækur með KA á unglingsárunum en 17 ára hætti ég að keppa, fór síð- an vestur á Patreksfjörð og steig ekki aftur á skíði fyrr en með börn- unum mínum og er enn að. Ég hef lengi haft gaman af að renna fyrir lax og silung en hef aldr- ei sótt í þessar stóru laxveiðiár, hef líklega oftast farið í Fnjóská. Mér finnst alveg jafn gaman að veiða sil- ung. Auk þess hef ég spilað golf frá því ég var 48 ára. Ég var svolítið lengi að komast upp á lagið en nú erum við fjórir karlar sem spilum níu holur á hverjum degi og gefum ekkert eftir.“ Fjölskylda Árni Björn kvæntist 31.12. 1956 Þóreyju Aðalsteinsdóttur, f. 27.5. 1938, síðar framkvæmdastjóra Leik- félags Akureyrar. Þau skildu 1991. Börn Árna Björns og Þóreyjar eru Líney Árnadóttir, f. 30.4. 1957, húsfreyja í Steinnesi og fyrrv. kenn- ari og forstöðumaður Vinnumála- stofnunnar Norðurlands vestra, en maður hennar er Magnús Jósefsson bóndi og eru börn þeirra Tinna, Telma, Jón Árni og Hjörtur Þór; Kristín Sóley Árnadóttir, f. 6.10. 1959, sjúkraliði á Hlíf á Akureyri, maður hennar var Erlingur Val- garðsson en þau skildu og eru börn þeirra Sif, Almarr og Styrmirr en seinni maður Kristínar Sóleyjar er Kristinn Eyjólfsson læknir; Aðal- steinn Árnason, f. 14.6. 1968, versl- unarmaður á Akureyri, en kona hans er Guðrún Björg Jóhanns- dóttir verslunarmaður; Laufey Árnadóttir, f. 9.4. 1973, fram- kvæmdastjóri, búsett í Madríd en maður hennar er Juan Ramón Peris Lopez framkvæmdastjóri og er son- ur þeirra Alvaro Peris Árnason; Þórey Árnadóttir, f. 29.5. 1975, úti- bússtjóri við Landsbanka Íslands, búsett í Reykjavík en maður hennar er Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismaður og eru börn þeirra Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni. Árni Björn á því fimm börn, 11 barnabörn og átta langafabörn. Systkini Árna Björns: Guðrún Helga Árnadóttir, f. 16.9. 1937, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Loftur Jón Árnason, f. 1.11. 1941, verkfræðingur og fyrrv. fram- kvæmdastjóri Ístaks, búsettur í Reykjavík, og Líney Árnadóttir, f. 26.4. 1947, d. 14.7. 1951. Foreldrar Árna voru Árni Björn Árnason, f. 18.10. 1902, d. 15.8. 1979, héraðslæknir í Grenivík, og k.h. Kristín Þórdís Loftsdóttir, f. 3.7. 1905, d. 12.7. 1987, húsfreyja. Úr frændgarði Árna Björns Árnasonar Árni Björn Árnason Kristín Björnsdóttir húsfr. á Hóli Jóhannes Jónsson hreppst. á Hóli í Lundarreykjadal Guðrún Jóhannesdóttir húsfr. í Rvík Loftur Loftsson skipstj. í Rvík Kristín Þórdís Loftsdóttir húsfr. á Grenivík Guðrún Einarsdóttir húsfr. á Miðgili í Langadal Loftur Loftsson sjóm. og vinnum. í Bollagörðum á Seltjarnarnesi Sigurjón Jóhannesson óðalsb. og dbrm. á Laxamýri, af Laxa- mýraætt og Hvassa- fellsætt Líney Sigurjónsdóttir húsfr. í Görðum Árni Björnsson prófastur í Görðum á Álftanesi Árni Björn Árnason héraðslæknir á Grenivík Elín Jónsdóttir húsfr. í Höfnum og á Tjörn Björn Sigurðsson b. í Höfnum og á Tjörn á Skaga Finnur Torfi Stefánsson tónskáld, lögm. og fyrrv. alþm. Gunnlaugur Stefánsson fyrrv. alþm. og sóknar- prestur í Heydölum Árni Stefánsson sendiherra og fyrrv. bæjarstj. í Hafnarfirði, alþm. og ráðherra Stefán Gunnlaugsson fyrrv. alþm. og bæjarstj. í Hafnarfirði Árni Gunnlaugsson hrl. og fyrrv. bæjarfulltr. í Hafnarfirði Snjólaug Guðrún Árnadóttir húsfr. í Hafnarf. Snjólaug Þorvaldsdóttir húsfr. á Laxamýri, af Krossaætt Snjólaug Sigurjónsdóttir húsfr. í Rvík Benedikt Árnason leikstjóri Einar Benediktsson fyrrv. borgarfulltr. í Rvík Jóna Kristjana Jóhannesdóttir húsfr. í Rvík Jóhann Sigurjónsson skáld Jóhannes Baldvin Sigurjónsson óðalsb. á Laxamýri Anna Snjólaug Magnússon dagskr.gerðarm. á BBC Sallý Magnússon fréttam. á BBC Magnús Magnússon dagskr.gerðarm. á BBC Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. í Edinborg Sigurjón Sigurðsson lögreglustj. í Rvík Jóhanna Sigurjónsson forstjóri Hafró ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Ágúst fæddist í Reykjavík 18.8.1948. Foreldrar hans voruEinar Gunnar Guðmundsson aðalgjaldkeri og k.h. Margrét Sig- ríður Ágústsdóttir húsfreyja. Einar Gunnar var sonur Guð- mundar Einarssonar, kirkjugarðs- varðar í Skólabæ í Reykjavík, og Guðnýjar Ásbjörnsdóttur húsfreyju, en Margrét Sigríður var dóttir Ágústs Guðmundssonar, bifreiða- stjóra í Reykjavík, og Ingigerðar Sigurðardóttur húsfreyju. Eftirlifandi eiginkona Ágústs er Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, sagnfræðingur og framhaldsskóla- kennari. Synir Ágústs eru Jóhannes Ágústsson, eigandi Tólf tóna, og Hreinn Ágústsson kerfisfræðingur, en fósturdóttir Ágústs er Andrea Brabin framkvæmdastjóri. Ágúst ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MR 1969 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1973. Ágúst var fulltrúi framkvæmda- stjóra LÍÚ um árabil, var forstjóri Lýsis hf. í Reykjavík og jafnframt framkvæmdastjóri dótturfélaga þess, Lýsis og Mjöls hf. og Hydrols hf., og síðar forstjóri Stálsmiðjunnar hf. í Reykjavík. Ágúst sat í fjölda nefnda um hin ýmsu málefni sjávarútvegsins sem fulltrúi LÍÚ og kom m.a. að samn- ingaviðræðum vegna fiskveiðideil- unnar 1974. Hann var um skeið varaformaður Félags viðskiptafræð- inga, sat í verðlagsráði sjávar- útvegsins í rúman áratug, í stjórn Aflatryggingarsjóðs sjávarútvegs- ins, í stjórn Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum, sat í sambandsstjórn VSÍ, Félags íslenskra iðnrekenda, Samtaka iðnaðarins, í stjórn Versl- unarráðs Íslands og í stjórn Lands- nefndar Alþjóða verslunarráðsins. Ágúst var stjórnarformaður Björgunar hf. um árabil, Faxamjöls hf., Tækniþróunar hf. og Stálverk- taks hf. og sat í stjórnum Olís hf., Lifrar-bræðslu ÁB ehf. í Grindavík, Tólf tóna, Nordic Photos og Eskimo Models. Ágúst lést á aðfangadag 2011. Merkir Íslendingar Ágúst Einarsson 95 ára Oddný Þorkelsdóttir 90 ára Eyjólfur Bjarnason Jón Traustason Þórhalla Kristjánsdóttir 85 ára Friðrós S. Jóhannsdóttir Halldóra Gunnarsdóttir 80 ára Bergsveina Gísladóttir Gunnar Brynjar Jóhannsson Jóhanna Markúsdóttir Sigtryggur Einarsson 75 ára Anna Mary Gísladóttir Grétar Jón Magnússon Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðrún K. Ísaksdóttir Unnur Ragnarsdóttir Þór Ingi Erlingsson 70 ára Ágúst Ágústsson Jónas Jónasson Klara Njálsdóttir Kristbjörg Ólafsdóttir María Tómasdóttir Rósa Valtýsdóttir Trausti G. Traustason Valgerður Þorsteinsdóttir Vilfríður Þórðardóttir 60 ára Anna Bára Gunnarsdóttir Gerður Steinarsdóttir Guðrún Jónsdóttir Helga Björk Jónsdóttir Helgi Jón Davíðsson Hjörtur Ólafsson Lúðvík Gröndal Ómar Ingimundarson Páll Sævar Halldórsson Ragnheiður Kristín Hall Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Sigurður Örn Reynisson Steinunn María Óskarsdóttir Svala Markúsdóttir Theodór Kristinn Ómarsson Unnar Atli Guðmundsson Þórunn Sigurðardóttir 50 ára Arnar Haukur Ottesen Arnarson Ágúst Einar Skúlason Delia Kristín Howser Guðjón Magnússon Hjálmar Sæbergsson Sigurður Steinar Jónsson 40 ára Axel Friðgeirsson Elva Björk Guðmundsdóttir Hulda Kristín Hlöðversdóttir Magnea Grétarsdóttir Sigurbjörg Þórey Ólafsdóttir Sigurjón Tómasson Þorbjörn Þór Emilsson 30 ára Anna Lind Jóns Friðriksdóttir Áskell Jónsson Emese Gönczy Guðrún Sigríður Hjálmtýsdóttir Malwina Alina Moryn Nikki Kwan Ledesma Sigurjón Sigurðsson Silja Baldvinsdóttir Vania Alexandra Gomes Almeida Til hamingju með daginn 30 ára Lilja ólst upp á Akureyri, býr þar og stundar nú nám í rafvirkj- un við VMA. Maki: Jón Friðrik Þor- grímsson, f. 1986, mat- reiðslumeistari. Dætur: Nadia Hólm Jóns- dóttir, f. 2007, og París Hólm Jónsdóttir, f. 2010. Foreldrar: Jóhann Hólm Ólafssson, f. 1961, raf- virkjameistari, og Sigur- björg Sigfúsdóttir, f. 1964, fasteignasali. Lilja Hólm Jóhannsdóttir 30 ára Kolbrún ólst upp á Akureyri og síðan á Egils- stöðum þar sem hún er nú búsett. Hún starfar nú hjá Alcoa - Fjarðaráli. Maki: Ingibjörg Þuríður Jónsdóttir, f. 1987, starfs- maður hjá Alcoa - Fjarð- aráli. Foreldrar: Fjóla Egedía Sverrisdóttir, f. 1958, hús- freyja á Egilsstöðum, og Snorri Guðvarðsson, f. 1953, kirkjumálarameist- ari á Akureyri. Kolbrún Linda Snorradóttir 30 ára Bjarni ólst upp í Breiðholti en býr í Hafn- arfirði og á og rekur fyr- irtækið Skattur og bók- hald. Systkini: Hallveig Jóns- dóttir, f. 1995, Stefán Jónsson, f. 1998, og Magda María Jónsdóttir, f. 1999. Foreldrar: María Jóns- dóttir, f. 1964, tækniteikn- ari, og Jón Heiðar Guð- mundsson, f. 1958, hagfræðingur. Bjarni Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.