Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 4
Nýr og öflugur Grunnskóli Snæfellsbæjar 8 Grunnskólinn í Ólafsvík og Grunnskólinn á Hellissandi voru sameinaðir í haust. Sveitarstjórnarmenn og íbúar á Snæfellsnesi leituðu lausna á vanda grunnskóla síns. Við segjum frá þeim í viðtali við Þorkel Cýrusson aðstoðarskólastjóra. Fjölbrautaskóli Snæfellinga 10 Skólavarðan heimsótti nýja Fjölbrautaskólann í Grundarfirði og tók Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara tali. Hún og hennar fólk var í óðaönn að byggja upp nýjan og nútímalegan skóla. Hugsað um barn 14 Hér er sagt frá óvenjulegri kynfræðsu þar sem ungmenni fá að kynnast foreldra- hlutverkinu. Markmiðið er að vekja þau til umhugsunar um afleiðingar kynlífs. Skólasókn sextán ára ungmenna aldrei meiri 16 Í þessari grein segir frá skólasókn og brottfalli í framhaldsskólum landsins. Töl- ur sýna m.a. að fleiri stúlkur sækja um skólavist en piltar. Gerum þjóðarsátt um grunnskólann 17 Elna Katrín Jónsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara og varaformað- ur KÍ skrifar um kjaradeilu Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitar- félaga. Hún bendir á að ásættanleg laun og hæfileg kennsluskylda séu lykill að lausn deilunnar. Tækifæri í fjölbreyttu samfélagi 20 Í október verður haldið málþing í Kennaraháskóla Íslands sem ber yfirskrift- ina Rannsóknir - nýbreytni - þróun. Þar verður fjallað um lýðræði og jafnrétti í fjölmenningarlegu samfélagi. Aðalfyrirlesarar eru níu erlendir og innlendir fræðimenn. ICME -10 Alþjóðleg ráðstefna um stærðfræðimenntun 22 Kristín Bjarnadóttir lektor í KHÍ segir frá alþjóðaþingi um stærðfræðimenntun sem haldið var í Kaupmannahöfn í sumar. Íslenskir stærðfræðiunnendur flykkt- ust þangað og hlýddu á fyrirlestra og málstofur. Ekkert mál að fara á milli 23 Kristín Elfa tók viðtal við Valdimar Másson skólastjóra í Tónlistarskóla Austur- byggðar en hann leiðir skóla sem orðinn er til við sameiningu tónlistarskólanna á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Eins og á Snæfellsnesinu er mannfæð mætt með því að sameina krafta og tvíeflast. Diddú finnst að þeir þurfi að eignast flygil! Vefnámskeiðið Icelandic Online 25 Birna Arnbjörnsdóttir málfræðingur segir lesendum Skólavörðunnar frá glæsi- legu íslenskunámskeiði sem er á netinu. Það var formlega tekið í notkun nú í haust og kemur í góðar þarfir fyrir nemendur sem læra íslensku sem annað mál. Formannspistill 3 Finnbogi Sigurðsson formaður FG skrifar. Gestaskrif 5 Álfrún Gunnlaugsdóttir er gestapenni og veltir upp spurningum um hvernig tíma skólamanna sé best varið. Er hið nútímalega í alvörunni nútímalegt? Smiðshöggið 30 Matthildur L. Hermannsdóttir leikskólastjóri á Laufásborg fjallar um starf leik- skólakennara og launakjör þeirra. Er eðlilegt að starfsmaður í krefjandi starfi þurfi að sinna öðru starfi að auki til að ná endum saman? Skóladagar 12 Myndasaga Skólavörðunnar. Að auki er blaðið stútfullt af fréttum, kjaramálum, tilkynningum og fleiru að ógleymdum leiðara. Ritstjórar: Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson / motiv-mynd, nema annað sé tekið fram. Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells kristin@oflun.is / sími: 533 4470 Prentun: Svansprent Forsíðumynd: Jón Svavarsson Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Bárður Snæfellsás prýðir forsíðu Skólavörðunnar að þessu sinni. Styttan sem minnir á vörðu er á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Höf- undur hennar var Ragnar Kjartansson. Bárðar saga Snæfellsáss er stórskemmtileg og segir frá hálftröllinu Bárði og mörgu öðru fólki sem hann átti samskipti við. Ein frægasta persóna sögunnar fyrir utan Bárð sjálfan er dóttir hans Helga, sem barnung lenti í þeim hremmingum, að fljóta á rekís alla leið til Grænlands og tók ferðin heila viku. Þeir sem áttu sök á því að þannig fór guldu fyrir það með lífi sínu. Í sögunni er farið fáum en skýrum orðum um að Bárður var kennari. Þar segir að hann hafi lagt ástfóstur við ungan mann sem Oddur hét og kennt honum lögspeki. „Var hann síðan kallaður lögvitrari maður en aðrir menn.“ Er hægt að fá betra mat á starfinu? Íbúar í fámennum bæjum og byggðarlögum njóta ekki sömu tækifæra til menntunar og þeir sem skipast í fjölmennari sveit- ir. Erfitt getur reynst að fá menntaða kennara til starfa og sums staðar er nauðsynlegt að kenna sameiginlega tveimur eða fleiri árgöngum nemenda. Í þessu tölublaði Skólavörðunnar segir frá dugmiklu og hugmyndaríku fólki sem hefur leyst þessi vandamál með sameiginlegu átaki. Á norðanverðu Snæfellsnesi er nú risinn glæsilegur framhaldsskóli sem þjónar öllum íbúum á Nesi. Skólan- um var valinn staður í Grundarfirði til þess að sem skemmst leið væri fyrir þá sem lengst þurfa að sækja skólann. Nýjasta tækni er gjörnýtt til að gera námsframboð fjölbreytilegt. Grunnskólarnir á Hellissandi og Ólafsvík sameinuðust til að efla skólastarfið og á Austfjörðum er annar hópur sem hleypti nýju blóði tónlistarskól- ann með sameiningu. Við segjum einnig frá þeim lausnum. Kjaramál eru áberandi efni í þessari Skólavörðu og skyldi eng- an undra það. Grunnskólakennarar hafa boðað verkfall 20. sept- ember hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Elna Katrín Jóns- dóttir sýnir samstöðu og bendir á lausn deilunnar. Við kynnum samninganefnd FG sérstaklega. Kristín Elfa Guðnadóttir ritstjóri hefur nú sagt skilið við okk- ur kennara í bili. Hún fer nú á vit nýrra ævintýra og spennandi verður að fylgjast með henni á erlendri grund en væntanlega koma frá henni pistlar um skólalíf í Frakklandi í vetur. Við ósk- um henni allra heilla. Kristín Elfa hefur stýrt Skólavörðunni með miklum sóma í fjögur ár og gert hana að því sem hún er. Það er mikill heiður að fá tækifæri til að leysa hana af á sabbatsári. Ég þakka fyrir það. Ég treysti því að þið, lesendur góðir, sendið mér ábendingar um efni. Enginn veit betur um hagi kennara á Íslandi en þið. Baráttukveðjur, Guðlaug Guðmundsdóttir 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 GREINAR Leysa málin með sameiginlegu átaki

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.