Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 16
16
SKÓLASÓKN OG BROTTFALL
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004
Um 92% sextán ára ungmenna á Íslandi
sóttu skóla haustið 2003. Skólasókn
sextán ára nemenda hefur aldrei verið
meiri, en hún hefur mælst yfir 90% tvö
ár í röð. Sé litið yfir lengra tímabil sést
að sífellt fleiri unglingar halda skóla-
göngu áfram að lokinni skólaskyldu. Til
samanburðar voru 85% sextán ára ung-
linga skráðir í dagskóla framhaldsskól-
anna árið 1992.
Strax að loknu fyrsta ári í framhalds-
skóla dregur hins vegar verulega úr skóla-
sókn. Haustið 2003 voru 87% sautján ára
unglinga skráð í dagskóla og 74% átján
ára unglinga og hefur skólasóknin þá
minnkað um 17 prósentustig miðað við
sextán ára aldurshópinn. Þetta kemur
fram í frétt um skólasókn 16-29 ára ung-
menna á Íslandi haustið 2003 á vef Hag-
stofu Íslands.
Bent er á að minnkandi skólasókn á
fyrstu árum framhaldsskólans megi að
einhverju leyti skoða sem vísbendingu um
brottfall. Þó verði að hafa í huga að minnk-
andi skólasókn með hækkandi aldri skýrist
af fjölmörgum þáttum, m.a. því að sumir
nemendur hafi verið brautskráðir úr skóla.
Aðrir hafi hugsanlega aðeins gert tíma-
bundið hlé á námi sínu.
Fleiri stúlkur sækja en piltar
Þegar tölur um skólasókn eru skoðaðar
með tilliti til kynjaskiptingar kemur í ljós
að 94% sextán ára stúlkna sækja fram-
haldsskóla en 90% pilta og er þá miðað
við öll kennsluform. Mismunur á skóla-
sókn kynjanna er mestur við tuttugu og
fimm ára aldur en þá er hann 11%.
Athyglisverður er munur á skólasókn
kynjanna við nítján og tuttugu ára ald-
ur. Við nítján ára aldur dregur skyndilega
sundur með kynjunum og er skólasókn
kvenna þá 9 prósentustigum meiri en
karla (skólasókn karla 66% en kvenna
75%). Við tuttugu ára aldur er skólasókn
kynjanna hins vegar jöfn (56%). Um tví-
tugt eru nemendur að jafnaði að útskrif-
ast úr framhaldsskólum og má því leiða að
því líkur að stúlkur hafi þá þegar útskrifast
og sumar þeirra tekið sér tímabundið hlé
frá námi meðan piltarnir eru ennþá skráð-
ir í skóla. Eftir tvítugt, þegar komið er á
háskólaaldur, dregur aftur sundur með
kynjunum og helst sá munur að jafnaði ná-
lægt 9 prósentustigum, allt til tuttugu og
níu ára aldurs.
Brottfall úr framhaldsskólum 2003 var
19,3%
Hagstofa Íslands hefur einnig skoðað
brottfall nemenda úr framhaldsskólum
með því að bera saman upplýsingar um
skráða nemendur og skrá um námslok.
Niðurstöðurnar sýna að brottfall nemenda
frá hausti 2002 til hausts 2003 var 19,3%,
sem jafngildir því að 4.100 nemendur hafi
hætt eða gert hlé á námi sínu. Brottfall er
mest við upphaf náms í framhaldsskólum.
Brottfall er minnst meðal nemenda í
fullu námi í dagskóla, 12,4%, en mest með-
al nemenda í hlutanámi í fjarnámi, 54,2%.
Brottfall er meira meðal karla en kvenna
og meira í starfsnámi en í bóknámi.
Fyrir fimm árum var brottfall úr fram-
haldsskólum rúmum þremur prósentustig-
um hærra, eða 22,3%. Rúmlega helming-
ur hópsins sem hætti eða gerði hlé á námi
sínu fyrir fimm árum hefur hafið nám að
nýju og um fimmtungur hefur útskrifast
á þessu fimm ára tímabili. Um fjórðungur
hópsins gerði aðeins eins árs hlé á námi
sínu.
Nánar er fjallað um brottfall úr fram-
haldsskólum í sérstakri umfjöllun um
skólamál í nýjasta hefti Hagtíðinda: „Brott-
fall nemenda úr framhaldsskólum 2002 -
2003“. Hægt er að nálgast hana á vef Hag-
stofu Íslands: http://www.hagstofa.is
HEH
Skólasókn sextán ára ungmenna aldrei meiri
Ú
r
m
y
n
d
a
sa
fn
i