Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 8
8 GRUNNSKÓLI SNÆFELLSBÆJAR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Merkir þetta að þjónusta við nemendur skerðist á einhvern hátt? „Nei, þvert á móti. Mannfæðin í skólan- um á Hellisandi stóð orðið skólastarfi þar fyrir þrifum. Þar voru tíu bekkjadeildir fyrir níutíu börn. Fámennustu árgangarnir fóru jafnvel niður í 6 - 7 nemendur. Það segir sig sjálft að það gengur ekki. Þegar svona er komið er nauðsynlegt að samkenna mörgum árgöngum og það er einfaldlega erfitt. Auk þess var orðið mjög snúið að manna kennarastöður. Helsti kosturinn við sameiningu er að kennararnir nýtast betur og þar af leiðandi fá nemendur væntanlega betri kennslu. Þessi lausn er leið til að bæta skólastarfið. Það að hafa einn grunnskóla er líka hagkvæmara fyrir sveitarfélagið.“ Nýir kennsluhættir í efstu bekkjunum Skólinn markaði þá stefnu við upphaf þessa skólaárs að auka vægi list- og verk- greina svo og valgreina hjá elstu nemend- um. Áður var ekki hægt að bjóða upp á margar valgreinar vegna mannfæðar en með auknum fjölda nemenda hefur ræst úr því. Hluti nemenda 10. bekkjar fær nú meira val en gerist og gengur og það er í náinni samvinnu við fyrirtæki í sveitar- félaginu. Þar má nefna að Sparisjóðurinn fræðir nemendur um fjármál, en þeir geta líka valið að heimsækja fyrirtæki eins og Vélsmiðju Árna Jóns, Netagerð Aðalsteins og Bylgjuna sem er fiskvinnslufyrirtæki. Þeir hjá Bylgjunni kalla framlag sitt mat- vælaiðn. „Það hefði ég valið,“ segir Þor- kell. „Þar fá nemendur að fylgja hráefn- inu frá því það kemur úr sjónum og þar til það lendir á diski neytenda. En svo eru líka kenndar aðrar valgreinar eins og fata- saumur, myndmennt, ítalska, spænska, þýska og fleira. Alls bjóðum við upp á 15 valgreinar. Venjulega eru þær kenndar tvo tíma í senn þrisvar í viku en ákveðinn hóp- ur sem kýs örlítið minna bóknám fær kost á því að vera heilan dag úti hjá fyrirtæk- inu. Dálítill hópur nemenda, einkum nýbú- ar af pólsku eða filipeysku bergi brotnir, lærir til dæmis ekki dönsku en nýtir þenn- an möguleika í staðinn. Þeir sem stefna ekki á bóklegt nám fá tækifæri til að kynn- ast vinnumarkaðnum af eigin raun. Þeir njóta handleiðslu og fá að reyna sig í dag- legu starfi fyrirtækisins. Krakkarnir eru keyrðir á vinnustaðinn að morgni og eru fram að hádegi í þessu vali. Þeir fá þetta síðan metið sem nám. Það eru launin sem þeir fá,“ segir Þorkell. „Þessi tilraun hefur mælst vel fyrir og bætir líðan margra nem- enda sem hafa átt í erfiðleikum í bóklegu námi. Þetta er síðan allt saman liður í að sveigja kennslu, nám og mat í átt að ein- staklingsmiðuðu námi í skólanum,“ segir Þorkell Cýrusson að lokum. GG Grunnskóli Snæfellsbæjar var settur í fyrsta sinn 25. ágúst eftir að Grunn- skólinn í Ólafsvík og Grunnskólinn á Hellissandi höfðu verið sameinaðir. Það kom til vegna þess að árgangar voru orðnir allfámennir, einkum á Hell- issandi, en nemendur þar náðu ekki einu hundraði og erfiðlega gekk að manna kennarastöður. Eftir sameining- una eru tæplega 240 krakkar í skólan- um. Kennsla fer fram á báðum stöðum, yngri börnin, í 1. - 4. bekk, sækja skóla á Hellissandi, alls hundrað börn, en nem- endur í 5. - 10. bekk, 135 talsins, sitja skólabekk í Ólafsvík. „Litlu krakkarnir úr Ólafsvík þurfa að sitja í skólabíl um tíu km leið til að komast í skólann á Hellissandi og auðvitað höfðu foreldrar áhyggjur en málið var vel kynnt og foreldrar voru með í ráðum. Þeir una niðurstöðunni því hún hefur ótvíræða kosti í för með sér. Þessi lausn gerir okkur kleift að efla skólastarfið og bjóða börnun- um betri menntun. Stefna okkar er samt sú að hlusta á gagnrýnisraddir og bæta það sem hugsanlega má betur fara,“ segir Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri. Hver átti frumkvæði að sameining- unni? Skólarnir í bænum stóðu frammi fyrir vandamálum sem brýnt var að leysa. Bæj- arstjórn skipaði nefnd sem tók þessi mál fyrir. Í gang fór þróunarvinna sem fæddi af sér tillögur um sameininguna og út- færslu hennar. Þær voru samþykktar fyrir ári. Stjórnendur skólanna höfðu verið fjór- ir og var þeim öllum sagt upp, síðan voru störfin auglýst og tveir stjórnendur ráðnir við nýja skólann. Sveinn Þór Elinbergsson sem var áður skólastjóri í Ólafsvík varð skólastjóri og Þorkell Cýrusson aðstoðar- skólastjóri en hann hafði gegnt þeirri stöðu í Grunnskólanum á Hellissandi. Grunnskólinn í Ólafsvík og Grunnskólinn á Hellissandi sameinast Nýr og öf lugur Grunnskóli Snæfellsbæjar

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.