Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 22
22
ALÞJÓÐAÞING UM STÆRÐFRÆÐIMENNTUN
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004
Dagana 4.-11. júlí 2004 héldu Norð-
urlöndin alþjóðaþing um stærðfræði-
menntun, ICME-10, International
Congress on Mathematics Education.
Þingið var haldið í Kaupmannahöfn og
sátu það á þriðja þúsund manns. Íslend-
ingar áttu sæti í undirbúningsnefndum
þingsins og voru meðal fjölmennustu
hópa þátttakenda, alls 76 manns, auk
Íslendinga sem starfa erlendis.
Íslenskir kennaranemar í grunn- og
framhaldsnámi, fjölmargir kennarar í
grunn- og framhaldsskólum og allir stærð-
fræðikennarar Kennaraháskólans auk ann-
arra íslenskra háskólakennara mynduðu
skemmtilega liðsheild sem ræddi saman
á göngum, fjölmenntu á fyrirlestra og út
að borða á kvöldin. Ekki spillti fyrir að
dagskráin var brotin upp í vikunni miðri
og haldið í ferðalag, m.a. út í eyjuna
Hven þar sem stjörnufræðingurinn Tycho
Brahe gerði hárnákvæmar mælingar á 17.
öld. Allur aðbúnaður ráðstefnunnar ein-
kenndist af einfaldleika, fyrirhyggju og
nákvæmni og gat hver sem var unað sér á
ráðstefnustað 10-12 tíma á dag.
Reynt að stuðla að farsæld námsgrein-
arinnar
Dagarnir hófust á fyrirlestrum fyrir alla
þinggesti. Þá tóku við samhliða fyrirlestrar
í minni sölum og síðan dagskrá rannsókna-
hópa og minni hópa. Aðalfyrirlesararnir,
sem voru virtustu fræðimenn heims á sviði
stærðfræðimenntunar, ræddu margir um
hin nánu tengsl stærðfræði sem fræði-
greinar við skólastærðfræði og einlægan
áhuga þeirra sem fræðigreinina stunda
á að stuðla að farsæld hennar sem náms-
greinar. Það sem eftir situr hjá hlustend-
um og hæst ber, eru hugleiðingar um að
ná til barna og ungra námsmanna þannig
að náttúrleg námsgleði þeirra sem eru að
hefja skólagöngu varðveitist í stærðfræði-
náminu.
Um 16-18 samhliða fyrirlestrar voru
haldnir hverju sinni. Þar sem saman voru
komnir fjölmargir stærðfræðikennarar og
-nemar af öllum skólastigum og allflestir
fræðimenn stærðfræðimenntunar í heim-
inum var um margt að velja og þarfirnar
jafnframt ólíkar. Anna Kristjánsdóttir pró-
fessor flutti erindi um stærðfræðikennslu
og upplýsingatækni.
Stærðfræðileg greining á hruni síldar-
stofnsins
Alls höfðu 29 rannsóknarhópar starf-
að sl. vetur og undirbúið dagskrá hver á
sínu sviði. Þær spönnuðu allt frá nýjustu
rannsóknum og straumum á sviði barna-
kennslu, kennslu í unglingaskólum og há-
skólum, verkefna fyrir ofurgreind börn,
börn með sérþarfir, fólk í símenntun og
fólk í starfi, kennslu í reikningi, algebru,
rúmfræði, líkindareikningi og tölfræði,
stærðfræðigreiningu og ýmsum sérsvið-
um, nýmæla í nálgun stærðfræðikennslu,
þrautalausna, röksemdafærslu og sannana
ásamt tengslum stærðfræðinnar við ýmsar
listgreinar og tungumálið, menntun stærð-
fræðikennara, viðhorfum nemenda og
kynjamun til sagnfræðilegra rannsókna
á sviði stærðfræði og stærðfræðimennt-
unar. Þórir Sigurðsson kynnti stærðfræði-
lega greiningu á hruni síldarstofnsins í 20.
hópi, Ólöf Steinþórsdóttir ræddi í 22. hópi
um rannsókn á hlutfallaskilningi barna
sem hún hafði gert ásamt Kristjönu Skúla-
dóttur og Maríu Sophusdóttur og Kristín
Bjarnadóttir ræddi í 29. hópi um breyting-
ar á stærðfræðikennslu á sjöunda áratug
20. aldar á Íslandi.
Stærðfræðimenntun í einstökum lönd-
um
Síðdegis á þriðjudag voru kynningar á
stærðfræðimenntun í einstökum löndum.
Rússneska kynningin þótti mjög merkileg
sökum umfangs, innihalds og góðra veit-
inga. Norðurlöndin héldu sameiginlega
dagskrá. Íslensku fagfélögin, Flötur, Fé-
lag raungreinakennara og Íslenzka stærð-
fræðafélagið, kynntu starfsemi sína svo að
eftir var tekið undir forystu þeirra Birnu
Hugrúnar Bjarnardóttur, Þórunnar Jóns-
dóttur og Guðmundar Birgissonar auk
margra fleiri sem veittu liðsinni. Ennfrem-
ur héldu þær Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
og Ásta Egilsdóttir frá Akranesi kynningu
á samþættingu stærðfræði og íþrótta sem
vakti verðskuldaða athygli og Anna Krist-
jánsdóttir kynnti framhaldsnám.
Tvenn verðlaun voru veitt fyrir frum-
kvöðlastarf; Celia Hoyles frá Lundúnahá-
skóla fyrir óþreytandi starf að því að nýta
tölvutækni til að kynna ungmennum und-
ur stærðfræðinnar og Frakkinn Guy Brous-
seou frá Háskólanum í Bordeaux fyrir fjöl-
þætt starf á fræðasviðinu.
ICME-þingið var skemmtilegur vett-
vangur til að þjappa saman alþjóðlega
stærðfræðisamfélaginu.
Kristín Bjarnadóttir.
Höfundur er lektor í stærðfræðimenntun
við KHÍ
ICME-10 - Alþjóðleg ráðstefna
um stærðfræðimenntun