Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 29
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Ráðstefna um lestur og lestrarerfiðleika haldin á Akureyri 16. apríl 2005 Skólaþróunarsvið kennaradeildar Há- skólans á Akureyri efnir til ráðstefnu um lestur og læsi. Markmið ráðstefnunnar að fjalla um hver staðan er hér á landi og hvert beri að stefna á næstu árum. Ráðstefnan er vett- vangur fræðslu, umræðu og skoðanaskipta fagfólks og áhugamanna um bætt læsi. Aðalfyrirlesarar verða: Dr. Jörgen Frost, senior adviser, Bredtvet National Resource Centre of Logopedic. Dr. Maureen Lewis, Primary National Strategy, Regional Director í Englandi. Rósa Eggertsdóttir, M.Ed. sérfræðing- ur við skólaþróunarsvið Háskólans á Akur- eyri. Dr. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þóra Björk Jónsdóttir, M.Ed. sérkennslu- ráðgjafi við Fjölskylduþjónustu Skagfirð- inga. Auk aðalfyrirlestra verða á ráðstefn- unni málstofur þar sem reifuð verða ýmis mál er varða læsi. Í hverri málstofu verða tvö 20 mínútna erindi auk tíma til um- ræðna. Auglýst er eftir erindum á málstofur frá fræðimönnum, kennurum, kennsluráð- gjöfum og öðrum áhugasömum aðilum. Sóst er eftir nýlegu efni um læsi, sem ekki hefur hlotið kynningu áður á ráðstefnum. Einkum er leitað er eftir: • Fræðilegri umfjöllun um strauma og Stjórn Sjúkrasjóðs KÍ hefur lokið við árlega endurskoðun úthlutunarreglna. Helsta nýj- ungin er að sjóðurinn styrkir nú kostnað- arsamar tannlækningar. Þurfi sjóðsfélagi að greiða tannlæknakostnað umfram 50.000 kr. greiðir sjóðurinn 40% af þeirri upphæð. Þetta er að fyrirmynd annarra sambærilegra sjóða auk þess sem töluvert hefur borist af umsóknum frá sjóðsfélög- um með háan tannlæknakostnað. Eldri greinar úthlutunarreglna voru einnig end- urskoðaðar, til dæmis var hækkuð upp- hæð sjúkradagpeninga, upphæðir í með- ferðarflokkum voru einnig hækkaðar og styrktímabil þeirra, sem þurfa sjúkradag- peninga vegna veikinda maka og barna, var lengt. Núna er líka skilgreindur réttur þeirra sjóðsfélaga sem eru atvinnulausir eða í fæðingarorlofi og greiða félagsgjald. Endurskoðaðar reglur taka gildi 1. október 2004. Reglur sjóðsins og umsókn- areyðublað eru aðgengileg á heimasíðu Kennarasambandsins. www.ki.is Auglýst eftir erindum á málstofur Læsi á 21. öldinni - Hvar stöndum við? Hvert stefnum við? stefnur varðandi lestur, lestrarerfiðleika og mat á lestri. • Fræðilegri umfjöllun um árangursrík- ar leiðir í lestrarkennslu. • Kynningu á nýlegum íslenskum rann- sóknum. • Kynningu á árangursríkum þróunar- verkefnum. Frestur til að senda inn lýsingu á erindi, að hámarki 300 orð, er til 1. október 2004. Svör um samþykki frá ráðstefnunefnd munu berast fyrir 15. nóvember. Allar nánari upplýsingar gefa Rósa Eggertsdóttir sími 4630568, netfang: rosa@unak.is og Trausti Þorsteinsson sími 4630980, netfang: trausti@unak.is. FRÁ SJÚKRASJÓÐI Breyttar og bættar reglur Sjúkrasjóðs KÍ Svæðisþing tónlistarskóla verða nú haldin öðru sinni í samstarfi Félags tónlistarskólakennara, Samtaka tón- listarskólastjóra og Félags íslenskra hljómlistarmanna. Haldin verða þrjú þing um land allt á eftirfarandi stöðum. Fyrir Vesturland og Vestfirði, 17. og 18. september á Ísafirði. Fyrir Reykjavík, Reykjanes og Suðurland, 24. septem- ber í Reykjavík. Fyrir Norður- og Austur- land,1. október í Mývatnssveit. Vænst er góðrar þátttöku tónlistarskólakenn- ara. Meðal efnis á þingunum er reynsla af fyrstu áfangaprófum í tónlistarskólum, stefna í faglegum málum stéttarinnar, menningarlegur fjölbreytileiki og kjara- mál. Menningarlegur fjölbreytileiki hefur haft víðtæk áhrif og einnig í tónlistinni. Breytinga er farið að gæta innan skólakerf- isins þar sem þarfir og óskir nemendanna taka breytingum í samræmi við breytta menningarhætti. Á þingunum munu góð- ir gestir kynna hvernig hægt sé að nýta gagnvirk menningaráhrif á jákvæðan hátt í tónlistarkennslu, jafnt fyrir nemendur sem kennara. Leiðbeinendur á þingunum verða m.a. Lance D´Souza, stjórnandi World Musik Center í Danmörku og aðstoðarskóla- stjóri Århus Musikskole, Eva Saether, deildarstjóri fjölmenningardeildar í Musik- högskolan í Malmö í Svíþjóð, og Robert Faulkner, skólastjóri Tónlistarskóla Hafra- lækjarskóla. Í framhaldi af svæðisþingi sem haldið verður í Reykjavík mun Lance D´Souza ásamt aðstoðarfólki sínu halda námskeið 25. september fyrir tónlistarskólakenn- ara þar sem kynntar verða aðferðir við kennslu á tónlist annarra menningar- heima. Kennarar á námskeiðinu eru frá Senegal og Kúbu og meðal annars verður farið í afríska og kúbanska tónlist. Frekari upplýsingar um námskeiðið verða sendar til tónlistarskóla en skráning fer fram á skrifstofu Félags tónlistarskólakennara. Svæðisþing tónlistarskóla 29 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.