Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 17
17 KJARAMÁL GRUNNSKÓLAKENNARA SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Kjarasamningar í grunnskólum hafa nú verið lausir í bráðum hálft ár. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafé- lag Íslands hafa átt í samningaviðræð- um við samninganefnd launanefndar sveitarfélaga mánuðum saman. Enginn sýnilegur árangur hefur orðið af samn- ingaviðræðum og viðsemjendur kenn- ara virðast ekki reiðubúnir að koma til móts við kennara og skólastjóra um að lagfæra þau atriði sem þeir telja mikil- vægast að breyta til þess að sátt náist um skólastarfið í hátt í 200 grunnskól- um um land allt. Kjör kennara og skólastjóra í grunnskól- um koma flestum heimilum í landinu við með beinum eða óbeinum hætti. Grunn- skólinn er einn af hornsteinum samfélags okkar og það er nauðsynlegt að sátt ríki um starfsemi hans þannig að bæði nem- endur og forráðamenn þeirra og starfs- menn skólanna geti vel við unað. Nú standa yfir erfiðar kjaraviðræður og ekki alltaf gott að henda reiður á því hvort nokkuð miðar í samkomulagsátt eða ná- kvæmlega á hverju strandar. Það er ekki ætlun mín í þessari grein að reyna að festa hönd á efnisinnihaldi samningaviðræðna eða að lýsa einhverjum sérstökum skoð- unum á innri úrlausnarefnum um vinnu kennara eða verkstjórnarvald skólastjóra. Ég tel hins vegar afar mikilvægt að al- menningur geri sér grein fyrir því að þessi kjaradeila snýst um grundvallartriði. Hér er tekist á um það hver séu hæfileg laun og ásættanlegt vinnumat í starfi grunn- skólakennara. Grunnskólinn er ekki samkeppnisfær við aðra vinnuveitendur Laun grunnskólakennara fyrir fullt starf við kennslu og kennslutengd störf eru að meðaltali 210-215.000 kr. á mánuði. Sé yf- irvinna tekin með í reikninginn ná meðal- heildalaunin samt ekki nema um 250.000 kr. á mánuði. Laun nýútskrifaðs grunn- skólakennara fyrir fullt starf eru miklu lægri eða aðeins um 160.000 kr. Laun grunnskólakennara eru allt of lág og hvorki til þess fallin að grunnskólar geti haldið í menntaða og reynda kennara til lengdar né heldur til þess að ungt fólk líti á það sem vænlegan kost að snúa sér að grunnskólakennslu að loknu háskólanámi. Það er ekki gefið að ungt fólk sem öðlast hefur kennaramenntun skili sér í kennslu og geri hana að ævistarfi. Kennaramennt- un virðist nýtast prýðisvel í margvíslegum störfum í samfélaginu og grunnskólinn keppir við aðra vinnuveitendur á markaði um starfskrafta kennara og skólastjóra. Í þeirri samkeppni standa sveitarfélögin og grunnskólinn höllum fæti. Breyttur grunnskóli, hækkað þjónustu- stig En huga þarf að fleiru en launum þeg- ar skyggnst er yfir sviðið í yfirstandandi kjarasamningum grunnskólans. Starf- semi grunnskólans hefur tekið afar hröð- um breytingum hin síðari ár og má segja að hlutverk hans, skyldur starfsmanna og þjónustustig í starfseminni hafi breyst í meginatriðum. Þetta á sér margvíslegar ástæður og má nefna hraða þróun þekk- ingar og tækni, breytingar á atvinnuhátt- um, breytta samfélagsgerð og breytt fjölskyldulíf. Með grunnskólalögum höf- um við skuldbundið grunnskólann til að mæta þörfum allra nemenda. Uppeldi og ýmisleg umönnun sem áður var talin í verkahring fjölskyldunnar hefur einnig færst til grunnskólans í auknum mæli. Grunnskólinn hefur nú með höndum margvíslega stoðþjónustu og samvinnu við aðra sérfræðinga sem áður var alls ekki hluti af starfi hans. Störf kennara, námsráðgjafa og skóla- stjóra grunnskóla hafa að sama skapi tekið stórstígum breytingum og er það í dag eitt helsta einkenni þessara starfa að þau eru í stöðugri þróun og mótun. Erfitt getur reynst við þessar kringumstæður að draga skýran ramma utan um hlut- verk stofnunarinnar í samfélaginu og að ákveða hvernig menntun og þjálfun kenn- ara skuli hagað. Sveitarfélögin, yfirvöld menntamála og aðrir sem ráða för um mótun menntunar og framkvæmd skóla- starfs hafa annaðhvort ekki ráðið við eða ekki sinnt því viðfangsefni nægilega vel að endurskilgreina kennarastarfið. Þannig er það orðið nokkurt vandamál að skýrar lín- ur vantar um það hvað er í verkahring kennarans og hvað er í verkahring ann- arra innan grunnskólans jafnt sem utan. Mér virðist t.d. nokkuð ljóst að vinnuveit- endur grunnskólakennara hafi farið offari við að hlaða sífellt fleiri og umfangsmeiri verkefnum á grunnskólakennara öðrum en kennslu og námsmati án þess að breytt hafi verið viðmiðum um fjölda vikulegra kennslustunda innan vinnuskyldunnar til samræmis. Hæfileg kennslukylda og nægur undir- búningstími er lausnin Hér erum við komin að hinu meginat- riðinu sem kjarasamningar grunnskólans snúast um á þessu hausti, eða starfsskil- yrðum kennara. Meginhlutverk kennara Gerum þjóðarsátt um grunnskólann Elna Katrín Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.