Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 5

Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 5
5 GESTASKRIF Gæðamat er eitt af lausnarorðum mark- aðsfræða nútímans og þykir sjálfsagt að því sé beitt innan fyrirtækja sem standa í rekstri og eru í einkaeign. Hug- takið hefur verið fært yfir á háskóla, og þá einnig Háskóla Íslands, þó svo að hann sé í eigu ríkisins og framleiði sjálfur ekki neitt (ekki er annað en orð- hengilsháttur að tala um að háskólar framleiði þekkingu). Reynt er að gera störf kennara við skólann sem árangurs- ríkust með því að láta þá gangast und- ir slíkt mat. Matið er fólgið í nokkrum þáttum og nær til kennslu, rannsókna og stjórnunar. Í fyrsta lagi gerir kennari árlega grein fyrir störfum sínum á þar til gerðu eyðublaði. Skýrsla hans er svo send sérstökum nefndum sem gefa hon- um stig fyrir alla þætti starfsins. Í öðru lagi er framkvæmd í lok hvers nám- skeiðs kennslukönnun meðal nemenda þar sem frammistaða kennarans er veg- in og metin og færð til bókar. Í þriðja lagi eru við lýði svokölluð starfsmanna- samtöl í deildum (orðið viðtal hefur lík- lega ekki þótt nógu jafnræðislegt) og er viðmælandi kennarans deildarforseti hans. Tilgangurinn með samtalinu er sá að fara yfir störf kennarans á liðnu ári, bera saman árangurinn í starfi við ár- angur annarra ára, eins og hann birtist í kennslukönnunum og ársskýrslu, og fá hann til að ræða áætlanir sínar um fram- haldið. Hafi kennarinn áunnið sér rétt til framgangs í starfi er auk þess sett á laggirnar sérstök dómnefnd til að fjalla um störf hans. Ofangreind atriði kunna að líta vel út á blaði, en þó hljóta ýmsar spurningar að vakna. Sú mikilvægasta er: Þjónar svona eftirlit þeim tilgangi sem að er stefnt? Ekki hefur farið fram mat á því svo ég viti. Manni sýnist að einfaldlega sé geng- ið út frá að svo sé. Samræmist eftirlitið akademískum viðhorfum? Einnig virðist gengið út frá að svo sé, jafnvel þótt eftirlitsferlið sjálft minni óneitanlega á fyrirtæki í framleiðslu. Breytir eftirlitið akademískri afstöðu kennarans? Ég hef ekki orðið vör við að nokkur hafi áhuga á að kanna það. Raunar er mér til efs að aðrar starfsstéttir í ríkisgeiranum sæti jafn stöðugu eftirliti. Stigin sem kennari fær fyrir störf sín og SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Gæðamat og háskólastofnanir Er hið nútímalega í alvörunni nútímalegt? Álfrún Gunnlaugsdóttir Eftirlitið bólgnar út eins og púkinn á fjósbitanum og ríkir óvissa um hvort það þjóni settu marki. Ekki er nóg að ganga út frá að svo sé. Eftirlit af þessum toga leiðir hugann að öðrum tímum, til að mynda Stórabróður hans Orwells, og byggist einmitt á hugmyndafræði. Þeirri sem kennd er við markaðshyggju.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.