Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 10

Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 10
10 FJÖLBRAUTASKÓLI SNÆFELLINGA SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Sólin skein á Grundarfjörð daginn sem Skólavarðan brá sér vestur og tók hús á nýja kennarahópnum sem var í miklum móð að semja skóla. Kirkjufell sem set- ur sterkan svip á bæjarmyndina sperr- ir sig í átt til hafs eins og það ætli að taka tilhlaup og þennan dag voru allir að taka tilhlaup. Smiðirnir, sem voru í óðaönn að byggja skólahúsið, vísuðu okkur á bókasafnið, kennarahópurinn hefði afdrep þar við að undirbúa skóla- starfið. Það átti að setja nýja skólann eftir nokkra daga. Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameist- ari FSn, nýstofnaðs framhaldsskóla í Grundarfirði, er borinn og barnfæddur Suðurnesjamaður og hefur kennt um árabil í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Guð- björg er að ljúka meistaranámi í stjórn- un með áherslu á opinberar stofnanir frá Warwick-háskóla í Englandi. Hún er flutt vestur í Grundarfjörð með köttinn til að stýra nýja skólanum. Skólinn byrjar fyrsta starfsár sitt með ríflega hundrað nemend- ur og tuttugu manna starfslið, þar af þrett- án kennara. Flestir nemendurnir eru snæfellskir ung- lingar en á annan tug eru óreglulegir nem- endur sem hafa mismunandi markmið. Það eru nemendur sem hafa hætt námi og kjósa að taka þráðinn upp að nýju; iðn- nemar sem eru að ljúka námi, eiga kannski eftir fáa áfanga, og svo fólk sem hefur aldrei farið í framhaldsskóla, húsmæður sem hafa verið heima með börn og fólk sem fór ungt út á vinnumarkaðinn. Þetta fólk á nú kost á að prófa nokkuð nýtt og hefja nám heima í héraði. Vegna þess að skólinn er þar opnast gáttir fyrir þetta fólk sem er kannski of bundið til að setjast al- veg á skólabekk. Það hefur aðgang að kennurum þegar því hentar og getur leit- að eftir stuðningi og hvatningu ef á þarf að halda. Það gengur þannig fyrir sig að nemandinn semur við kennara sína strax í upphafi um hvernig hann vill haga námi sínu og á kennarann að eftir það. Fjölbreytt útfærsla dreifnáms „Fyrirkomulag kennslunnar í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga er dreifnám,“ segir Guðbjörg. „Stóru grunngreinarnar eru kenndar í dreifnámi og fer kennslan fram í hefðbundnum kennslustundum og í opnum tímum. Forsendur fyrir því að reka svona skóla, sem er fámennur og býður upp á fjölbreytt nám, er sú að fá til liðs við sig gestakennara sem geta komið og kennt einn og einn áfanga. Við munum aldrei geta haft kennara í öllum greinum á staðnum. Við lýsum þessu þannig að þetta sé millistig milli staðbundins náms og fjar- náms. Við höfum mikinn áhuga á að þróa og útfæra dreifnámsaðferðir, helst á fjöl- breyttan hátt,“ segir Guðbjörg og held- ur áfram: „Við höfum þegar séð það hjá gestakennurum okkar að þeir kenna hver með sínum hætti. Þeir munu nota MSN, tölvupóst, spjallþræðina inni í Angel-kerf- inu, fjarfundabúnað og hver veit hvað. -Tækninni hefur fleygt fram, sérstaklega í hljóð- og myndvinnslu. Fólk getur talað saman og séð hvert annað þótt það sé á ólíkum landshornum, sé þess óskað, en þessi tækni er enn í stöðugri þróun. Eina nýjung er vert að nefna og það er skólablogg. Nemendur blogga á sínum eig- in síðum og aðrir nemendur og kennarar geta komið inn í bloggið. Og þá má ekki gleyma farsímanum. Margir kennarar sjá rautt ef gemsa ber á góma og banna þá í kennslustundum en í skólablogginu skipa þeir mikilvægan sess. Við verðum því að endurskoða viðhorfið til þessara tækja og viðurkenna að þau geta verið mikilvæg hjálpartæki,“ segir Guðbjörg og bætir við, „en við erum alls ekki að tala um eftirlits- lausa notkun farsíma. Það verður ekki lið- ið að þeir trufli vinnuna.“ Venjulegur vinnudagur Hvernig ætlið þið að tryggja að raun- Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga tekin tali Fjölbrautaskóli Snæfellinga

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.