Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 14

Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 14
14 KYNFRÆÐSLA Fræðsluefnið Hugsað um barn hefur vakið athygli undanfarið. Markmið þess er að vekja unglinga til umhugsun- ar um afleiðingar kynlífs og leitast við að hafa áhrif á að þeir byrji að stunda kynlíf eldri en nú þekkist og af meiri ábyrgð. Nemendur fá í hendur dúkku sem þeir eiga að annast eina helgi og kynnast þannig þeirri ábyrgð sem því fylgir að annast ungbarn. Í sumar hafa m.a. skólahjúkrunarfræð- ingar og námsráðgjafar hér á landi kynnt sér þetta fræðsluefni og aðferðina við það. Skólavarðan kynnti sér málið og ræddi við Ólaf Grétar Gunnarsson hjá ÓB-ráðgjöf sem stendur fyrir útgáfu náms- efnis, fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra og uppeldisstéttir. Námskeið til Íslands Hugmyndin að Hugsað um barn er upp- haflega bandarísk. Ólafur Grétar Gunnars- son og Bjarni Þórarinsson hjá ÓB-ráðgjöf áttu frumkvæði að námskeiðinu og halda það fyrir skólahjúkrunarfræðinga og aðra áhugasama. Það fyrsta sem þeir heyrðu um þetta verkefni var í fréttum Ríkissjónvarps árið 2003 og leiddi eitt af öðru þar til þeir komust í samband við Stephanie A. Rowe, kennara í heilbrigðisfræðum frá Wiscons- in í Bandaríkjunum, en hún hefur notað þetta fræðsluefni í sjö ár. Þeir heilluðust af framgöngu hennar, ákváðu að bjóða upp á námskeið á Íslandi og fá Stephanie til að kenna. Landlæknisembættið mælir með þessari fræðslu og telur hana nýstárlega útfærslu á kynfræðslu sem muni höfða til unglinga. Námskeiðið var haldið í tvígang fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga og starfs- fólk skóla í ágúst sl. fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir. Ólafur Grétar sagði að sér þætti heið- ur að því að leiða saman ríki og sveitar- félög í því mikilvæga verkefni að fræða nemendur í efstu bekkjum grunnskóla um afleiðingar kynlífs og ábyrgð foreldrahlut- verksins. „Við Íslendingar höfum sofið á verðinum og gleymt að kenna börnunum okkar að mikilvægt sé að hefja kynlíf ekki of snemma. Það skyldi enginn hefja iðkun kynlífs fyrr en hann getur rætt um það við þann sem hann ætlar að iðka það með,“ sagði Ólafur Grétar og bætti því við að unglingsárin gætu verið sá tími sem best hentaði til að fræða unglinga um foreldra- hlutverkið. „Að vísu er það rétt að unglingurinn finnur e.t.v. ekki hjá sér hvöt til að hugsa af alvöru um hvernig hann ætli að ala eig- in börn upp í framtíðinni. En hugmyndir Piagets ganga út á það að vitræn þróun unglingsins geri honum kleift að sjá fyrir veröld möguleikanna fremur en að vera bundinn þeirri félagslegu og pólitísku ver- öld sem er. Það er þessi eiginleiki sem birt- ist í hugsjónum unglinga. Þar sem flestir unglingar eru að eðlisfari áhugasamir um mannlegt eðli og siðgæði og færir um að hugsa um það á frumlegan hátt, virðast unglingsárin vera heppilegur tími til að mennta fyrir foreldrahlutverkið.“ Brýnt að bæta kynfræðslu Nemendur við Háskólann í Reykjavík gerðu könnun á viðhorfi til kynfræðslu fyr- ir ÓB-ráðgjöf meðal 200 nemenda og átta kennara í 8. og 9. bekk í fjórum grunnskól- um. Niðurstöður þeirrar könnunar voru afgerandi. Yfirgnæfandi meirihluti nem- enda er þeirrar skoðunar að kynfræðsla þyrfti að byrja fyrr en nú, en hún hefst yfirleitt í 9. bekk. Þar kemur líka fram að 90% nemenda í 8. bekk segjast ekki farin að stunda kynlíf en í 9. bekk hefur talan lækkað niður í 84%. Um 95% telja sig ekki tilbúin til að eignast barn, langflestir telja hæfilegt að hefja barneignir milli tvítugs og þrítugs. Nemendurnir telja mikilvægt að læra um sjálft kynlífið, getnaðarvarn- ir, kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Allir kennararnir sem tóku þátt í könnun- inni töldu brýnt að bæta kynfræðslu í skólum og þeir eru sammála nemendum sínum um að fræðslan eigi að hefjast fyrr en nú er. Um helmingur þeirra álítur að SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Hugsað um barn Dúkkuleikur til að seinka kynlíf i og prófa ábyrgð foreldrahlutverksins Smáraskóli er fyrsti skólinn á landinu til að takast á við þetta verkefni og munu allir í áttunda og níunda bekk fá að spreita sig á því.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.