Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 20
20
MÁLÞING RKHÍ
Dagana 15. og 16. október verður hald-
ið málþing í Kennaraháskóla Íslands
sem ber yfirskriftina Rannsóknir - ný-
breytni - þróun. Aðalþema þingsins í
ár er lýðræði og jafnrétti í fjölmenn-
ingarlegu samfélagi. Málþingið er einn
helsti vettvangur til kynningar á rann-
sóknar- og þróunarverkefnum á þessu
sviði hérlendis og er nú haldið í áttunda
sinn. Lögð er áhersla á að ná til kenn-
ara og foreldra á öllum skólastigum
að sögn Kristínar Jónsdóttur, kennari í
Breiðholtsskóla og formanns skólamála-
ráðs KÍ sem á sæti í undirbúningsnefnd
þingsins.
Markmið aðstandenda málþingsins er
að skapa vettvang til kynningar á rann-
sóknar- og þróunarverkefnum og efla ný-
sköpunarviðleitni uppeldis-, mennta- og
umönnunarstétta.
Það er haldið á vegum Rannsóknarstofn-
unar KHÍ í samráði við Félag framhalds-
skólakennara, Félag grunnskólakennara,
Félag íslenskra framhaldsskóla, Félag leik-
skólakennara, Félag tónlistarskólakenn-
ara, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Grunn
- samtök forstöðumanna skólaskrifstofa,
Heimili og skóla, Íþróttakennarafélag
Íslands, Leikskóla Reykjavíkur, mennta-
málaráðuneytið, Skólastjórafélag Íslands,
Samband íslenskra sveitafélaga og Þroska-
þjálfafélag Íslands.
Sókratísk menntun og fjölmenning
„Að loknu hverju málþingi hefjum við
undirbúning þess næsta,“ segir Kristín
Jónsdóttir, en þetta er í fimmta sinn sem
hún leggur hönd á plóginn. „Við byrjum á
að skoða þróunarverkefni sem eru í gangi
hverju sinni og finna út hvar áhuginn ligg-
ur. Reynt er að höfða til allra félagsmanna
Kennarasambandsins auk annarra sem
koma að þinginu. Í ár má nefna að við
leggjum sérstaka áherslu á að bjóða upp á
efni sem höfðar til framhaldsskólakennara
þar sem við viljum gjarnan fá meiri þátt-
töku úr þeirra hópi. Í undirbúningsnefnd
sitja fyrir hönd KÍ fulltrúar frá félögum
leikskóla-, grunnskóla-, tónlistarskóla- og
framhaldsskólakennara auk fulltrúa frá
Skólastjórafélaginu þannig að það eitt og
sér tryggir góða vídd í vali á fyrirlesurum
og umfjöllunarefnum. Eitt af hlutverkum
Kennarasambandsins er að fjalla um fag-
leg málefni og það er augljóst að málþing
á borð við þetta með jafnvíðtæku sam-
starfi styrkir fagvitund kennara og veitir
þeim tækifæri til að fylgjast með því sem
er efst á baugi hverju sinni og bera saman
bækur sínar.“
Að sögn Kristínar hefur tekist vel til
með val á aðalfyrirlesurum og meðal ann-
ars koma til þings tveir erlendir fyrirlesarar
sem hafa margt spennandi fram að færa.
Annar, Finn Thorbjørn Hansen, notar
sókratískar aðferðir til að mennta nemend-
ur sína sem manneskjur og hinn, Gillian
Klein, hefur látið að sér kveða á fjölbreytt-
um vettvangi í tengslum við fjölmenningu
og þróun fjölmenningarlegs kennsluefnis.
Einnig verða nokkrir innlendir aðalfyrir-
lesarar, m.a. Guðrún Pétursdóttir sem hef-
ur umsjón með Comeniusar verkefninu um
fjölmenningarlega kennslu. Auk aðalfyrir-
lestranna sem tengjast meginefni þingsins
verða flutt erindi um margvísleg verkefni
sem varða skólastarf á öllum skólastigum
og sviðum, auk verkefna sem unnið er að í
þágu fatlaðra í samfélaginu.
Þátttökugjald er 1500 krónur og inni-
falið í því er m.a. veglegt ráðstefnurit með
dagskrá og upplýsingum um fyrirlestra
og verkefni sem kynnt eru á málþinginu.
Skólamönnum hefur þótt gagnlegt að fá
ráðstefnuritið og margir nýtt sér það í
starfi. Þátttakendur eru beðnir um að skrá
sig á vef málþingsins, malthing.khi.is
Nánari upplýsingar er að finna á vefn-
um og hjá formanni undirbúningsnefnd-
ar, Sigríði Einarsdóttur, í síma 563 3957.
keg
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004
Tækifæri í fjölbreyttu samfélagi:
Kristín Jónsdóttir