Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 23

Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 23
23 TÓNLISTARSKÓLI AUSTURBYGGÐAR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Haustið 2003 sameinuðust Búða- og Stöðvarhreppur í nýtt sveitarfélag, Austurbyggð, með samtals um 850 íbúa. Í kjölfarið var farið að huga að flutningi tónlistarmenntunar á svæð- inu undir einn hatt og hinn nýi Tónlist- arskóli Austurbyggðar stofnaður á vor- dögum þessa árs. Byggðarlagið er meðal annars þekkt fyrir þrjúhundruð ára samneyti við franska duggusjómenn sem stóð allt fram á síð- ustu öld og hver hefur ekki heyrt um frönsku dagana á Fáskrúðsfirði? Þar er meira að segja flaggað á Bastilludaginn og göturnar heita upp á frönsku og ís- lensku, eflaust eitt elsta fjölmenningar- samfélag á landinu. Haft er á orði að íbúar Austurbyggðar hafi franskt yfirbragð og hver veit nema hjörtun slái líka í takt. Það má heyra á Valdimar Mássyni, nýráðnum skólastjóra, að Austurbyggjendum er annt um tónlistarskólann sinn - upp á tilfnninga- heita franska vísu. Samstarfið gekk stórkostlega „Fram til ársins 2002 voru tónlistar- skólarnir tveir, á Fáskrúðsfirði og Stöðvar- firði,“ segir Valdimar, „en þá var ákveðið að leggja skólann á Fáskrúðsfirði niður sem slíkan og setja hann undir stjórn grunn- skólans, það er að segja sem tónlistardeild og ráða deildarstjóra. Skólinn skyldi þó vera áfram í sama húsnæði sem er gegnt húsinu sem grunnskólinn hefur aðsetur sitt í. Ég starfaði ekki við tónlistarskólann en þegar enginn hafði sótt um stöðu deild- arstjóra og umsóknarfrestur var að renna út ákvað ég að sækja um og fékk starfið. Það verður að segjast að samstarfið við grunnskólann gekk stórkostlega þessa tvo vetur sem tónlistardeildin starfaði. Skóla- stjórinn, Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, var mjög jákvæð í garð starfseminnar og ég fékk allt sem mig vanhagaði um svo fremi sem beiðninni fylgdi rökstuðning- ur. Hún bar ábyrgð á fjárhagslegu hliðinni og ég þeirri faglegu. Einnig voru kennarar grunnskólans einstaklega skilningsríkir og þolinmóðir gagnvart breytingunum. Þetta hefði verið erfitt án þeirra hjálpar.“ Fullt tónlistarnám án endurgjalds Í tónlistarskólanum höfðu verið 15 nem- endur en þeim fjölgaði í 40 fyrra starfs- árið. Valdimar nefnir tvær ástæður fyrir fjölguninni, annars vegar að mannabreyt- ingar kveiki oft aukinn áhuga og hins vegar, sem hann telur vega þyngra, að tónlistardeildin hafi haft greiðan aðgang að grunnskólanum, starfsliði hans, for- eldrum og nemendum. Þetta gerði kleift að koma á mjög nánu samstarfi. „Síðari veturinn sem tónlistardeildin starfaði, 2003 - 2004, fengust margvíslegar skipu- lagsbreytingar í gegn, svo sem að taka tónlistarskólanemendur upp í 7. bekk út úr tímum í grunnskólanum til að stunda tónlistarnám sitt. Það var þó aðeins gert með samþykki allra aðila; nemenda, kenn- ara og foreldra. Einnig var samþykkt að bjóða nemendum 9. og 10. bekkjar upp á fullt tónlistarnám þeim að kostnaðarlausu og það metið sem þriggja kennslustunda valgrein. Loks fengu allir nemendur 1. og 2. bekkjar blokkflautur og námsefni að gjöf og forskólanám í tónlistarskólanum án endurgjalds,“ segir Valdimar. „Hver forskólanemandi fær 20 mínútna einka- tíma á viku og svo eru samspilstímar eftir þörfum.“ Breytingin ólögmæt? Þegar undirbúningur við að færa tón- listarskólann á hendur grunnskólans hófst var menntamálaráðuneyti og Kennarasam- bandinu send tilkynning þar að lútandi. Í kjölfarið lét Félag tónlistarskólakennara vinna lögfræðiálit sem sent var Sambandi íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðu- neyti og sveitarstjórn um lögmæti sam- reksturs skólanna. Niðurstaða lögmanns- ins, Guðna Á. Haraldssonar, var sú að fyrirhuguð breyting á yfirstjórn hins þá- verandi Tónskóla Búðarhrepps væri bæði í andstöðu við lög og reglur, svo og ákvæði kjarasamninga, og því ólögmæt. Hjá Fé- lagi tónlistarskólakennara hafði fólk að vonum áhyggjur af því að verið væri að leggja niður starf faglegs yfirmanns í tón- listarskóla og höggva að rótum tónlistar- skólans í sparnaðarskyni. Það er hlutverk félagsins að standa vörð um tónlistarskól- ann og réttindi félagsmanna og ekki allir á eitt sáttir um ákvarðanir af þessum toga Ekkert mál að fara á milli Hinn nýstofnaði Tónlistarskóli Austurbyggðar er á tveimur stöðum Valdimar Másson Frábærir Franskir dagar en nýjan flygil, takk Meðal góðra gesta í Austurbyggð má nefna Diddú sem tók þátt í Frönskum dögum í júlílok í sumar. Í pistli á vefnum www.austur- byggd.is hrósar Diddú þeim stórhug sem hátíðahöldin bera vitni um en kallar líka eftir kaupum á nýjum flygli: „Ég veit að þar sem hátíðin er komin til að vera og það verður brátt rifist um að fá að vera með á Fáskrúðsfirði, þá er alltaf stolt hvers bæjar að eiga almennilegan flygil! Og það setur engan á hausinn!“

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.