Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 4

Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 4
4 LEIÐARI Forsíðumynd: Tómas og Hugo Rasmus hjá bernskuheimili sínu. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold Skólavarðan, s. 595 1120 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Þar sem græðgin er gleymd og manngildið virt 3 Leiðari: Stöðvaðu vagninn, hér fer ég út 4 Gestaskrif: Hættu, þetta er ótrúlega pirrandi! 5 Viðtal: Hugo og Tómas hjá Rasmus.is 8 Leiklist: Ungt fólk á Austurlandi flykkist í leikhúsið 10 FT: Finnska tónlistarskólakerfið kynnt á stórskemmtilegu píanóþingi 12 High/Scope: Samræmd stefna í leikskólum stúdenta 14 Heimili og skóli: Foreldrasáttmálinn 16 SÍ: Námstefna og ársfundur Skólastjórafélags Íslands 18 Kjaramál: Matartímar í grunnskóla 20 Myndasagan: Skóladagar 20 Viðtal: Um leið og við finnum ástæðuna þá getum við hætt í sandkassaleik 22 Lesendabréf: Sterkt málgagn heim! 23 Minningarorð: Sigurður Helgason – hinsta kveðja 24 Rafrænt skólasamstarf: eTwinning sem leið að markmiðum aðalnámskrár 26 Fréttir: Ráðstefna FL og RannUng 1. des. o.fl. 28 Smiðshöggið: Innra mat leikskóla 29 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Margir eru reiðir og hneykslaðir yfir háttstemmdum yfirlýsingum um að nú förum við að sinna börnunum okkar og halda utan um fjölskylduna. „Hvað halda menn að við höfum verið að gera fram að þessu?“ er spurt. Skiljanlega. Auðvitað höfum við verið að sinna fjölskyldunni. Sumir munu ef til vill hafa meiri tíma til þess nú en áður vegna þess að þeir eru atvinnulausir en líklegra er þó að umframtíma verði varið til atvinnuleitar og samninga við lánadrottna. Aðrir læðast með veggjum af því þeir tilheyra (eða tilheyrðu) ríka fólkinu og mega ekki láta sjá sig án þess að vera úthrópaðir. Á hverjum bitnar það mest og verst? Börnunum þeirra. Svo eru þeir sem hafa tapað aurum sem þeir lögðu fyrir til að geta borgað flugferðir milli landshluta og hitt börnin sín stöku sinnum. Hvað er nú til ráða, ganga frá Egilsstöðum til Reykjavíkur eða sleppa því að hitta börnin og senda þeim bara jólakort? Ástandið hittir fólk misjafnlega fyrir og hefur ólík áhrif á fólk, lífsafkomu þess og líðan. Engu að síður er kreppan ekki bara ormagöng, það er ljós við endann á mörgum þeirra gangna sem hún grefur. Eitt af mögulegum ljósopum – og nú gríp ég kristalskúluna báðum höndum – er að lík- lega breytist afstaða okkar til tímans. Í stað þess að verja tvöfalt meiri tíma í tölvupóstinn dag hvern heldur en með börnunum okkar – ekki man ég hvaða eða hverslensk rannsókn leiddi það í ljós – er líklegt að við hægjum aðeins á okkur. Spánverjar, sem eru að mestu hættir að leggja sig eftir matinn (aðeins sjö prósent taka ennþá síestu), fara að gera það aftur. Rússar drekka vodkað sitt hægar, Færeyingar læra fleiri dansa og íslensk yfirvöld segja við kennara: Jæja. Nú förum við að hlusta á ykkur og hvetjum til samræðna um nám í samfélaginu. Eigið góðar stundir með nemendum og notið tímann vel, til að læra og uppgötva. Við skulum hætta að eyða tíma ykkar í vitleysu við að gera skýrslur sem enginn les. Þess í stað ætlum við að styðja vandaðar menntarannsóknir, bæta vinnuaðstæður í skólum, stuðla að raunverulegri samvinnu nemenda, foreldra og kennara og gefa okkur tíma til að byggja upp öflugt menntasamfélag með þátttöku hins smæsta jafnt og hins stærsta. Víkur þá sögunni að Hæglætishreyfingunni. Hún hefur breiðst út til fjölmargra landa undanfarin tuttugu og tvö ár, eða frá opnun MacDonalds veitingastaðar á Piazza di Spagna torginu í Róm sem var mótmælt hressilega árið 1986. Slow food hreyfingin spratt upp úr þessum mótmælum og síðar bættust við fleiri samtök á borð við Slow schools, Cittaslow, Slow Travel, Slow sex, Slow shopping og margt fleira af sama toga auk bóka- og greinaskrifa, sjónvarps- og útvarpsþátta, vefsíðna, málþinga og ýmiss konar uppákoma. Í bókinni Lifum lífinu hægar (2004) fjallar höfundur, Carl Honoré, um Hæglætishreyfinguna og skrifar meðal annars: „Einni öld eftir að Rudyard Kipling fjallaði um mikilvægi þess að halda haus á meðan allir í kringum mann væru að tapa glórunni er fólk að byrja að átta sig á því að það borgar sig að halda ró sinni, hlúa að hæglæti innra með sér þrátt fyrir skilafresti og að það þurfi að skutla börnunum í skóla á morgnana. ... Hæglætishreyfingin snýst ... ekki um að gera allt á hraða snigilsins. Né heldur fetar hún í fótspor Lúddíta sem vildu brjóta vélarnar og draga heiminn allan aftur á bak inn í staðleysu þar sem áhrifa iðnbyltingar gætti ekki lengur. Þvert á móti: Í hreyfingunni er fólk eins og ég og þú sem vill betra líf í hraðri, nútímavæddri veröld. Vegna þessa er hægt að draga saman hæglætisheimspekina í eitt orð: Jafnvægi. Vertu snöggur þegar það á við og vertu hæglátur þegar aðstæður kalla á það. Leitastu við að lifa í taktfalli sem tónlistarfólk kallar tempo giusto – á réttum hraða.“ Mig langar í lokin að minnast á bandaríska rannsókn frá 2006. Mér finnst niðurstöður hennar hvetjandi. Þar kemur fram að bandarískar konur verja ekki meiri tíma með börnum sínum núorðið en þær gerðu fyrir fjörutíu árum þegar þær voru flestar heimavinnandi og meira en 60% þarlendra fjölskyldna samanstóðu af pabba, mömmu, börnum og bíl. Ef við förum fram á að hraðavagn heimsins (ekki hagvagninn) stoppi til að hleypa okkur út ættum við líka að vera með áætlun um hvernig við ætlum að lifa í staðinn. Kristín Elfa Guðnadóttir Stöðvaðu heiminn, hér fer ég út

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.