Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 5

Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 5
5 GESTASKRIF: SIGRíÐUR K. GíSLAdóTTIR Lj ós m yn d f rá h öf un d i SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Finnurðu gæsahúðina breiðast um þig þegar einhver dregur nöglina eftir krítartöflu? Er uppþotsástand á heimilinu þegar maðurinn er að ryksuga með tónlistina á fullu um leið og þú einbeitir þér við undirbúning mikilvægs fyrirlesturs? Ertu að sleppa þér á hverjum morgni þegar konan þín svífur fram úr, stillir útvarpið þannig að það heyrist um allt hverfið og skellir tannburstaglasinu vægðarlaust á marmaraborðplötuna? Daglegt líf er barmafullt af margslungnum skynhrifum sem snerta okkur öll á einn eða annan máta, en enga tvo alveg eins. Enginn sleppur undan áreitaregninu og því er ráð að læra að njóta þess. Spennandi getur verið að skoða áhrif mismunandi skynúrvinnslu á hegðun og samspil fólks. Við eigum að nýta þekkingu á skynúrvinnslu, það er hvernig fólk túlkar og vinnur úr áreitum í daglegu lífi, til að upplýsa jafnt unga sem aldna. Fræðsla um áhrif skynúrvinnslu er mikilvæg þar sem líklegt er að umburðarlyndi og skilningur á mannlegum breytileika vaxi við að börn og fullorðnir viti hvers vegna sumum líkar til dæmis að vera í hávaðasömu umhverfi en aðrir þjást í slíkum aðstæðum (Dunn, 1999, Dunn, 2001). Þegar kennari skilur að nemandi með háan áreitaþröskuld þarf að fá að sækja sér viðbótar áreiti til þess að halda einbeitingu sinni, aukast líkur á að honum lánist að stuðla að virkri þátttöku og vellíðan nemandans. Einn af forkólfum í hugmyndasmíði á grunni skynúrvinnslu nú um stundir er bandaríski iðjuþjálfinn Winnie Dunn, en hún hefur meðal annars sett fram líkan um að úrvinnslu fólks megi skipa í fjórðunga. Um er að ræða myndræna framsetningu á því hvernig við bregðumst við áreitum, allt eftir því hvort við erum með háan eða lágan áreitaþröskuld, og þeim leiðum sem við nýtum okkur til að gera lífið bærilegt. Skynþröskuldur stýrir magni áreita sem þarf til að fá fram viðbrögð frá taugakerfi. Hár þröskuldur þýðir að mikil áreiti þarf til að fá fram viðbrögð frá taugakerfinu og að sama skapi þýðir lágur þröskuldur að lítið magn áreita þarf til að framkalla svörun. Hugmyndalíkan Dunn samanstendur af tveim ásum, þröskuldur fyrir skynjun er á þeim lóðrétta og atferli á þeim lárétta, sjá mynd 1. Á öðrum enda lárétta ássins er atferli í samræmi við skynþröskuld og áreitin fá að dynja á viðkomandi í því skerta eða ýkta magni sem þau berast. Á hinum enda ássins er hegðun í mótvægi við skyn- þröskuld, þ.e. viðkomandi bregst við til að reyna að auka magn áreita eða draga úr þeim (lágur þröskuldur). Í fyrsta fjórðungi (efst til vinstri) höfum við litla grúskarann sem ekkert virðist trufla. Hér er draumlyndi drollarinn sem er ekkert að flýta sér. Í öðrum fjórðungi (efst til hægri) finnum við fjörkálfa á borð við Emil í Kattholti og Línu langsokk. Hugmyndirnar flæða um kollinn á þeim og þau eru búin að framkvæma áður en skynsemin hefur náð að bremsa þau af. Í þriðja fjórðungi (neðst til vinstri) er að finna viðkvæmu listatýpurnar sem gefa gaum að ýmsum smáatriðum sem öðrum yfirsést en eru jafnframt kvartsárar og pirrast auðveldlega. Í lokafjórðungnum (neðst til hægri) er að finna þá sem eru viðkvæmir og kjósa að stýra tilverunni þannig að óvæntar uppákomur séu í algjöru lágmarki. Þarna finnum við þá sem elska röð og reglu og eru duglegir að skipuleggja sig og umhverfið. Slíkir nemendur eru oft með hlutverk „aðstoðarkennara“, hafa reglur á hreinu og sjá til þess að þeim sé fylgt út í ystu æsar. Samkvæmt líkaninu eru þeir sem sækja í áreiti með háan skynþröskuld og leitast við að auka áreitin og halda þannig vöku sinni. Þessi börn hafa til dæmis mikinn áhuga á að klifra, róla og hoppa. Sum þeirra gefa frá sér hljóð þegar þau einbeita sér, eru á iði þegar þau sitja, fikta í hlutum sem eru á borðinu hjá þeim, naga þá eða nudda þeim við húðina. Til að auðvelda slíkum nemendum að sinna verkefnum sínum þarf að auka styrk skynáreita við dagleg viðfangsefni. Hegðun barnanna getur gefið vísbendingar um hvers konar áreita börnin þarfnast. Sé þetta yfirfært á hegðun fullorðinna þá er þarna á ferðinni fólk sem kemur hugmyndum í framkvæmd og nýtur lystisemda lífsins. Það elskar að vera í fjölmenni, nýtur sín vel á íþróttaleikjum og velur oft áhættusport. Tökum einnig dæmi af þeim sem hafa lágan þröskuld og bregðast við til mótvægis. Þarna er að finna nemendur sem verða tafarlaust varir við skynáreiti og skynupplifun þeirra er meiri en annarra í daglegu lífi. Börnin finna til dæmis fyrir óþægindum af merkimiðum í peysu og taka eftir því ef kennarinn er ný klipptur. Þessi börn truflast auðveldlega og geta verið snögg upp á lagið. Þau hafa oft góða yfirsýn yfir hverjir eru mættir, hverjir eru lasnir og hverjir gera ekki það sem þeir eiga að vera að gera. Hættu, þetta er ótrúlega pirrandi! - Áhrif skynúrvinnslu á daglegt líf Fræðsla um áhrif skynúrvinnslu er mikilvæg þar sem líklegt er að umburðarlyndi og skilningur á mannlegum breytileika vaxi við að börn og fullorðnir viti hvers vegna sumum líkar til dæmis að vera í hávaðasömu umhverfi en aðrir þjást í slíkum aðstæðum. Sigríður K. Gísladóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.