Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 6

Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 6
6 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Það er mikilvægt að draga úr skynáreitum í kringum þau og skipuleggja daglegar venjur á þann hátt að þær verði fyrirsjáanlegri. Sem fullorðið fólk er hægt að þekkja þau á því að tilvera þeirra er einföld og fyrirsjáanleg. Þetta er fólkið sem kýs rólegheit og velur að versla utan annatíma, elskar allt sem skipulagt er og stýrir þannig hjá óvæntum uppákomum. Winnie Dunn kom að hönnun á matstækinu „Sensory Profile“ en það eru listar þar sem lagt er mat á hegðun og viðbrögð barna og fullorðinna við ýmsum áreitum í dagsins önn með það fyrir augum að laga umhverfi og kröfur að þeirra þörfum. Niðurstöður listanna má einnig nýta sem lið í greiningu á þroska- og hegðunarröskun á borð við einhverfu, athyglisbrest með/án ofvirkni (ADHD) og Asperger-heilkenni. Hópur iðjuþjálfa hefur notað listana til reynslu hér á landi og er nú unnið að þýðingu á nýjustu gerðinni, „School Companion“, sem kennarar fylla út. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á nota- gildi íslenskra þýðinga matslistanna (Alís Freygarðsdóttir og María Þórðardóttir, 2003, Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir og Petrea Guðný Sigurðardóttir, 2004, Hrefna Brynja Gísladóttir, Jóhanna Brynhildur Bjarnadóttir og Ragna Valdís Elísdóttir, 2004, Sigríður Kr. Gísladóttir, 2005) benda til þess að svör íslenskra foreldra, ungmenna og fullorðinna séu að flestu leyti áþekk svörum þátt- takenda í bandarískum stöðlunarúrtökum. Þó að einhver munur hafi greinst er ekkert sem bendir til annars en að hann skýrist af mannlegum breytileika fremur en að um menningarbundinn mun sé að ræða. Í erlendum rannsóknum á börnum sem glíma við athyglisbrest og ofvirkni kom fram að hluti ADHD-hópsins sýndi væg tauga- fræðileg frávik í til dæmis vöðvaspennu, jafnvægi, samhæfingu og skynúrvinnslu miðað við börn almennt. Þannig virðist hluti nemanda með ADHD glíma við ýmsan skynúrvinnsluvanda sem er umfram það sem almennt er talið til lykileinkenna ADHD (Reeves og Werry, 1987, Hern og Hynd, 1992, Yochman, Parush og Ornoy, 2004). Skoðum nú aðeins hvað virðist ein- kenna skynúrvinnslu barna sem búa yfir eiginleikum ADHD og hvaða leiðir gætu reynst vænlegar til að þau sérkenni nýtist sem hvatar í stað þess að verða börnunum fjötur um fót. Í því sambandi er mikilvægast að skoða hvernig haga má umhverfinu heima og í skólanum þannig að daglegar athafnir feli í sér hæfilegan skammt áreita. Börn sem glíma við eiginleika á borð við ADHD eru áskorun fyrir kennara og aðra þá sem starfa í skólaumhverfinu. Það er mikilvægt að hafa hugfast að einkennin eru af taugalífræðilegum toga og börnin gera sér oft ekki grein fyrir að þau sýni óæskilegt atferli. Kennarar þeirra þurfa því að vera ofurþolinmóðir og skilningsríkir, hugmyndaríkir og ráðsnjallir. Nú skulum við staldra aðeins við Drífu, en hún er í hópi þeirra fjölmörgu skólabarna sem glíma við athyglisbrest. Hún dettur í dagdrauma, virðist hlusta illa og ekki með- taka fyrirmæli. Hún er sein að ná í bækur sem á þarf að halda og gleymir jafnvel á leiðinni hvaða bækur það voru. Hún virðist ráðvillt og oft vera útundan í félagahópnum. Heima reynist erfitt að halda henni við heimanámið, hún týnir fötum og hlutum og kvartar undan vinaleysinu. Bjargráð í brennidepli: • Brjóta upp kennslustundir og skapa þannig jákvæð hreyfihlé. Láta hana fá hlutverk svo að hún geti staðið upp og hreyft sig um. • Magna upp áreiti og auka þannig vöku hennar til að hún nái að fylgjast með og lesa í það sem fram fer. Virkja öll skynfæri við kennsluna: Hlusta, horfa, handfjatla, hreyfa sig um. • Nýta sjónrænar vísbendingar og reglur til að hjálpa henni við að átta sig á til hvers er ætlast á hverjum tíma. Fara reglulega yfir hvaða reglur gilda og gera ekki ráð fyrir að hún hafi þær á hreinu. Hafa skýran ramma um hegðun og vinnubrögð en með hæfilegum sveigjanleika. • Skoða skipulag kennslustofu og annars umhverfis í skólanum. Reyna mismunandi uppröðun borða, reyna notkun heyrnarhlífa, eyrnartappa og/ eða ipod. Þessi vitneskja eflir vonandi fólk í umhverfi barna í því að hafa raunhæfar væntingar til færni og þátttöku og eykur skilning á mikilvægi þess að stilla magn daglegra áreita að þörfum hvers og eins. Þess ber að geta að sami einstaklingur getur fallið undir alla fjórðungana þótt oftast sé einn meira ríkjandi en annar. Með skyn- úrvinnslugleraugu á nefinu getur verið skemmtilegt að skoða sjálfan sig sem sam- starfsmann, maka og félaga og á þann máta getur skilningur og umburðarlyndi fyrir margbreytileika skynjunar gert skemmtilegt líf enn litskrúðugra. Sigríður K. Gísladóttir Höfundur er iðjuþjálfi Heimildir: Alís Freygarðsdóttir og María Þórðardóttir (2003). Rannsókn á matstækinu Sensory Profile fyrir börn á aldrinum þriggja til tíu ára. Óbirt efni. Háskólinn á Akureyri Dunn, W. (2007). Living Sensationally. Understanding Your Senses. Jessica Kingsley Publishers Dunn, W. (1999). The Sensory Profile: User’s manual. The Psychological Corporation Hern, K.L. og Hynd, G.W. (1992). Clinical differentiation of attention deficit disorder subtypes: Do sensorimotor deficits characterize with ADD/WO [Rafræn útgáfa] Archives of Clinical Neuropsychology, 7, 77-83 Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir og Petrea Guðný Sigurðardóttir (2004). Matstækið Infant/ Toddler Sensory Profile: Frammistaða íslenskra barna frá fæðingu til þriggja ára aldurs. Óbirt efni. Háskólinn á Akureyri Hrefna Brynja Gísladóttir, Jóhanna Brynhildur Bjarnadóttir og Ragna Valdís Elísdóttir, (2004). „Hvers vegan hegðar fólk sér eins og það gerir og kýs ákveðið umhverfi og aðstæður fram yfir aðrar?“ –Rannsókn á matstækinu Sensory Profile fyrir unglinga og fullorðna. Óbirt efni. Háskólinn á Akureyri Mangeot, S.D., Miller, L.J., McIntosh, D.N., McGrath-Clack, J., Simon, J., Hagerman, R.J. og Goldson, E. (2001). Sensory modulation dysfunction in children with attention deficit hyperactivity disorder. Developmental Medicine and Child neurology. 43. 300-406 Reeves, J.C. og Werry, J.S. (1987). Soft signs in hyperactivity. Í D.E. Tupper (ritstj. ), Soft neurological signs. Orlando, Grune & Stratton Sigríður K. Gísladóttir (2005). Occupational performance and everyday sensations of preschool children in Iceland. Meistararitgerð. Dalhousie háskólinn í Kanada Yochman, A., Parush, S. og Ornoy, A. (2004) Responses of preschool children with and without ADHD on sensory events in daily life. American Journal of Occupational Therapy, 58, 294-302 Hún er sein að ná í bækur sem á þarf að halda og gleymir jafnvel á leiðinni hvaða bækur það voru. Hún virðist ráðvillt og oft vera útundan í félagahópnum. Heima reynist erfitt að halda henni við heimanámið, hún týnir fötum og hlutum og kvartar undan vinaleysinu. Í lokafjórðungnum er að finna þá sem eru viðkvæmir og kjósa að stýra tilverunni þannig að óvæntar uppákomur séu í algjöru lágmarki. Þarna finnum við þá sem elska röð og reglu og eru duglegir að skipuleggja sig og umhverfið. Slíkir nemendur eru oft með hlutverk „aðstoðarkennara“, hafa reglur á hreinu og sjá til þess að þeim sé fylgt út í ystu æsar. GESTASKRIF: SIGRíÐUR K. GíSLAdóTTIR

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.