Skólavarðan - 01.10.2008, Page 8

Skólavarðan - 01.10.2008, Page 8
8 RASMUS.IS SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Þeir bræður Hugo og Tómas Rasmus hafa vakið athygli og aðdáun víða í skólakerfinu fyrir stærðfræðivefinn sinn fína, Rasmus.is. Ekki einungis vegna þess að vandað er til verksins og hugmyndin góð, heldur líka af því að vefurinn er unninn af hugsjón en ekki með skjótfenginn gróða í forsæti. Enda er það fyrst nú nýverið sem bræðurnir gátu farið að borga sér örlítil laun, fram að því fór innkoman í þýðingar en verkefnið hefur verið styrkt af nokkrum aðilum og þar á meðal Verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ. Fyrsta spurningin sem kviknar þegar Hugo Rasmus sest fyrir framan blaðamann á skrif- stofunni í Kennarahúsinu er hvaðan nafnið Rasmus kemur? Er þetta kannski danskt? „Nei, það er þýskt“, segir Hugo. „Pabbi hét Hendrik Rasmus og þáði eftirnafnið frá þýskætt- uðum eiginmanni móðursystur sinnar, en þau hjón ættleiddu hann.“ Var pabbi þinn kennari eða stærðfræðingur? „Nei“, segir Hugo og brosir, þetta er líka röng ágiskun hjá þér. En hann var góður námsmaður og mikill tungumálamaður. Hann lærði verkfræði í nokkurn tíma úti í Þýskalandi en svo togaði tónlistin í hann og hann var meira og minna að spila á píanó og semja lög eftir það, auk þess að vinna við húsamálun. Mamma var ekki kennari heldur. Við alsystkinin erum hins vegar öll kennarar; ég, Tómas og Steinunn, en Margrét hálfsystir okkar er lögfræðingur.“ Of snemmt er að segja til um hvort eitthvert barna Hugos eða Tómasar feti í kennarafótsporin, það væri þá ef til vill íþróttakonan og menntskælingurinn Þóra Hugosdóttir. Hrefna systir hennar er hjúkrunarfræðingur en Rósa, miðdóttir Hugos og konu hans, Maríu Játvarðardóttur félagsráðgjafa, er að læra verkfræði í HR. Þar er líka í verkfræðinámi Hendrik, yngri sonur Tómasar en sá eldri, Erling, er endurskoðandi. Kláruðu kennaranámið á svipuðum tíma Auk óbilandi áhuga á skólamálum eiga þeir bræður sér mörg fleiri hugðarefni. Skákin er fyrirferðarmikil í lífi Tómasar og hann hefur ásamt Smára Teitssyni og síðar Hrannari Baldurssyni þjálfað nemendur í Salaskóla í skák með frábærum árangri en nemendur í Salaskóla urðu sem kunnugt er heimsmeistarar í grunnskólaskák árið 2007. „Svo fylgist hann með formúlunni“, upplýsir Hugo, sem sjálfur er hins vegar trillukarl og reyndar nátengdur sjónum - hann var á árum áður stýrimaður og skipstjóri á ýmsum gerðum báta, kláraði skipstjórnarpróf, II. stig, árið 1975. „Ég er samt aðallega bara að fiska nemendur á netið núorðið!“ Hugo spilar líka golf og „oldboys“ fótbolta, og það er greinilegt að eins og títt er um frumkvöðla hafa þeir bræður að því er virðist endalausa orku og gaman af lífinu. Tómas er sá bræðranna sem sér um tölvumálin á Rasmus.is og hefur mikinn áhuga á öllu sem snýr að tölvum og tækni. Hann hefur kennt tölvufræði, eðlisfræði, stærðfræði og smíðar og vann einnig sem kerfisfræðingur um árabil. Áður en hann fór í kennaranámið nam hann byggingaverkfræði um nokkra hríð. Tómas kennir nú við Sala- skóla í heimabænum Kópavogi. Hugo kennir auðvitað líka í Kópavogi, nema hvað! Nánar tiltekið við menntaskólann sem staðsettur er í, og kenndur við, bæinn. „Við bræðurnir kláruðum kennaranámið á svipuðum tíma en æddum ekkert beint í Kópavoginn“, segir Hugo kankvís. „Ég fór að Reykhólum þar sem afi og amma bjuggu og Tómas bróðir á Varmaland. Hann kenndi svo á Eyrarbakka og víðar á Suðurlandi, til dæmis í fjölbrautaskólanum á Selfossi, og kom ekki heim fyrr en hann fór að kenna í Salaskóla fyrir nokkrum árum.“ Hugo fór beint í Kópavoginn eftir að dvölinni á Reykhólum lauk en síðustu þrjú árin þar var hann skólastjóri. „Eftir að við fjölskyldan komum frá Reykhólum fór ég að kenna í Kópavogsskóla“, segir Hugo, „þá í Dalbrautarskóla og loks í Hjallaskóla. Hjalla- skóli var þá kominn í samstarf við Mennta- skólann í Kópavogi vegna nemenda sem voru getumiklir í bóknámi. Þá var þetta smátt í sniðum en var fljótt að vinda upp á sig og núna taka fleiri hundruð grunnskólanema valáfanga í hinum ýmsu greinum í MK. Það endaði með því að ég færði mig yfir og er nú búinn að kenna í Menntaskólanum í fimm ár.“ Hugo og Tómas hjá Rasmus.is Trillukarlinn og skákþjálfarinn Kennarar í fjölskyldu Hugos og Tómasar Hlíf Erlingsdóttir eiginkona Tómasar, kennari í Breiðholtsskóla. Steinunn Rasmus systir bræðranna, kennari í Reykhólaskóla. Stefán Magnússon tengdasonur Hugos, íþróttakennari í Reykhólaskóla Margrét Rasmus ömmusystir sem ættleiddi pabba þeirra, skólastjóri Heyrnleysingjaskólans um langt árabil. Hjörtur Þórarinsson móðurbróðir, lengi starfandi skólastjóri á Kleppjárnsreykjum. Hjörtur Hjálmarson ömmubróðir, lengi starfandi skólastjóri á Flateyri. Það er nú málið, við markaðssettum aldrei vefinn. Ég man að ég lét nemanda sem átti heima í götunni og þurfti aðstoð við stærðfræðina fá eitthvað af þessum verkefnum og það spurðist út. Tómas hjá Salaskóla

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.