Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 9

Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 9
RASMUS.IS 9 Rasmus.is verður til Það var árið 1998 sem hugmyndin að stærðfræðivefnum Rasmus.is varð til að sögn Hugos. „Tómas á hugmyndina og ég kveikti strax á þessu hjá honum. Hann var að læra gagnvirka prófatækni á þessum tíma og datt þetta í hug og sendi mér póst. Við spjölluðum um þetta í jólamatnum hjá mömmu og svo heimsótti ég hann á Flúðir, en hann var þá að kenna þar. Við settum niður rammann þarna á Flúðum og ákváðum að vinna þetta þannig að taka eitt og eitt efnisatriði stræðfræðinnar fyrir í einu, algebru, almenn brot og svo framvegis, og vinna námsefnið frá byrjun og upp úr. Eftir þessu höfum við unnið síðan, lengst af bara tveir, en nú er Jóhann Ísak Pétursson samkennari minn genginn til liðs við okkur í samningu framhaldsskólanámsefnis auk þess sem fleiri kennarar semja efni og þýðendur hérlendis og erlendis þýða og staðfæra efnið yfir á önnur tungumál. Þegar samning námsefnisins hófst settist ég með námskrárnar og fór vandlega yfir þær. Fyrsta demóið sem við bjuggum til var algebra á grunnskólastigi og síðan kom þetta hvert af öðru. Ég hef prófað allt námsefnið sjálfur“, segir Hugo, „það má segja að þetta séu glósurnar mínar undanfarin þrjátíu ár! Við Tómas höfum svo notað megnið af frítímanum í þetta en Tómas minnkaði við sig í kennslunni um áramótin í fyrra til að geta sinnt þessu betur.“ Aðspurður hvernig Rasmus.is hafi verið auglýstur svarar Hugo brosandi: „Það er nú málið, við markaðssettum aldrei vefinn. Ég man að ég lét nemanda sem átti heima í götunni og þurfti aðstoð við stærðfræðina fá eitthvað af þessum verkefnum og það spurðist út, svona gekk þetta koll af kolli. Vefurinn varð til vegna þess að við Tómas fundum fyrir þörf á námsgögnum af þessum toga og höfðum rekið okkur á hin og þessi vandamál í kennslunni.“ Fjölmenningarlegur námsvefur sem byggist á heiðarleika áskrifenda „Jú, jú, við fórum fljótlega að líta í kringum okkur eftir þýðendum þegar búið var að semja nokkuð af efni“, segir Hugo þegar blaðamaður spyr hann hvort Rasmus sé ekki farinn á flakk eins og nafni hans klumpur í samnefndri barnabók. „Fyrst fundum við sænskan þýðanda og Tómas þekkti danskan kennara sem tók að sér að þýða yfir á sitt móðurmál. Svo kom tölvupóstur frá norskum kennara sem vildi þýða fyrir okkur og nú er svo komið að við erum með um 1300 erlenda skóla í áskrift að vefnum. Þegar skóli kaupir áskrift eru foreldrar nemenda látnir vita og geta þá notað námsefnið á Rasmus.is heima við. Áskriftin er mjög ódýr og áskriftarverð það sama og það var þegar vefurinn opnaði en við erum að endurskoða þetta og búa til gjaldskrá fyrir framhaldsskólann, ætli það taki ekki önnur tíu ár,“ segir Hugo og brosir. „Reyndar er það nú svo að þótt þetta sé áskriftarvefur þá komast allir inn á vefinn og allt efni hans. Við ræddum þetta á sínum tíma, ég og Tómas, og það var of mikið vesen að hafa lykilorð, auk þess sem skólamenn eru heiðursfólk. Við bara treystum því að þeir borgi sem nota. Nú er búið að bæta við þýðingum á pólsku, ensku, rússnesku og spænsku og við fengum styrk til þýðinganna á tvö fyrr- nefndu málin. Þetta er skemmtilegt og það sem er sérstaklega gott við þetta er að Rasmus.is verður fyrir vikið ekki bara stærðfræðivefur heldur líka tungumálavefur. Það er til dæmis mikilvægt fyrir foreldra með annað móðurmál en íslensku, og sem hafa ef til vill ekki náð jafngóðum tökum á íslensku og börnin, að geta aðstoðað þau við heimanám“, segir Hugo. „Svo eru líka margir nemendur sem hafa íslensku sem móður- mál en voru langdvölum í skóla erlendis og skilja ekki stærðfræðihugtök á íslensku en skilja þau á ensku, svo dæmi sé tekið.“ Eina gulrótin er stærðfræðin Um þessar mundir eru Hugo, Tómas og félagar búnir að semja og setja inn námsefni frá fyrsta bekk í grunnskóla og upp í 500 áfangana í framhaldsskóla. „Jóhann Ísak gekk til liðs við okkar eftir 200 áfangana og við erum núna með efni þarna fyrir raungreinadeildir framhaldsskóla og efni sem er boðlegt fyrir frumgreinardeildir í háskóla, enda eru háskólar meðal okkar viðskiptavina.Við höfum að markmiði að fara árlega utan, að meðaltali, til þess að kynnast því sem aðrir eru að gera og kynna Rasmus.is. Við höfum verið með bás á BETT og farið á fleiri ráðstefnur, nú síðast í október á Skolforum í Stokkhólmi. Möguleikarnir eru miklir og við erum bara rétt að byrja“, segir Hugo að lokum. keg Þessi mynd sýnir aukningu innlita á námsvefinn Rasmus.is frá árinu 2002 til loka ársins 2007. Ég er samt aðallega bara að fiska nemendur á netið núorðið! Rasmus.is verður fyrir vikið ekki bara stærðfræðivefur heldur líka tungumálavefur Hugo hjá MK

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.