Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 10

Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 10
10 LEIKLIST SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Hún er ótrúlega öflug og flink konan sem stýrir fræðsludeild Þjóðleikhússins, Vigdís Jakobsdóttir heitir hún. Henni er annt um að efla samstarf skóla í landinu og leikhússins og beitir til þess ýmsum leikhúsbrellum. Starfið ber enda ávexti hér og þar og nú síðast á Austurlandi í samvinnuverkefni sem ber titilinn Þjóðleikur. Þjóðleikur er leiklistahátíð fyrir ungmenni á öllu Austurlandi, tilraunaverkefni sem fræðsludeild Þjóðleikhússins stendur fyrir í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdals- héraðs (miðstöð sviðslista á Austurlandi) og Vaxtarsamning Austurlands. Verkefnið nær til alls Austurlands, allt frá Vopnafirði til Hafnar í Hornafirði. Um er að ræða leiklistarhátíð ungs fólks og einu skilyrðin fyrir þátttöku hóps voru þau að a.m.k. einn fullorðinn einstaklingur (yfir tvítugu) leiddi hópinn, að í hópnum væru að lágmarki átta manns og á aldrinum 13-20 ára. Þrjú glæný 45 mínútna leikrit voru skrifuð sérstaklega fyrir Þjóðleik: • Ísvélin eftir Bjarna Jónsson • Eftir lífið eftir Sigtrygg Magnason • Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann Leikskáldin voru beðin um að setja sig ekki í sérstakar stellingar eða líta á þetta verkefni sem hliðarspor frá ferli sínum, heldur skrifa krefjandi og safaríkan leiktexta fyrir unga leikara. Hver hópur í Þjóðleik valid sér svo eitt af þessum verkum til uppsetningar og auðvitað endurgjaldslaust. Af þrettán hópum sem taka þátt í verk- efninu í vetur eru níu grunnskólahópar og þrír framhaldsskólahópar. Leikhóparnir velja eitt af þremur leikritum sem skrifuð voru sérstaklega fyrir verkefnið í lokaðri samkeppni. Í lok október mættu stjórnendur leikhópanna á undirbúningsnámskeið í Þjóð- leikhúsinu og hittu leikskáldin sem kynntu verk sín og hugmyndirnar að baki þeim. Hópstjórarnir fræddust líka um vinnuferli í leikhúsi, leikmyndahönnun, sviðstækni, leikstjórn og fleira. Framundan er sjálft æfingaferlið auk þess sem haldið verður tækninámskeið og veittur ýmis stuðningur svo sem ráðgjöf á netinu og heimsókn leikstjóra. Verkin eru svo sýnd í heimabyggð leikhópa og í lok apríl verður sameiginleg uppskeruhátíð með sýningum á öllum verk- unum, málþingi og að sjálfsögðu partíi! keg Vigdís var í hópi þeirra sem héldu erindi á núliðnu málþingi menntavísindasviðs HÍ þar sem áherslan var á skapandi skóla- starf. Þótt málþingið hafi verið í mótun um alllanga hríð getur tímasetningin ekki verið betri – alltaf er þörf á listum og nýsköpun í skólastarfi (málþingið breiddi sig yfir hvorttveggja) en aldrei eins og nú. Við eig- um eftir að koma nánar að málþinginu í næsta tölublaði Skólavörðunar. Ungt fólk á Austurlandi flykkist í leikhúsið Hér má sjá ungt fólk í tilraunaleikhúsinu Proud Theater í Madison BNA. Þar er reynt að ná til samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, transa og annarra ungmenna sem eru að spá í kynhneigð sína, tilheyra minnihlutahópi sökum kynhneigðar eða eiga foreldra sem eru ekki gagnkynhneigðir. Leikhúsið (almennt) getur meðal annars gefið ungu fólki færi á að skoða málefni sem því finnst ekki aðgengilegt að ræða um og vinna með á öðrum vettvangi. Ekki bara stundargaman Vigdísi finnst brýnt að leiklist fái viður- kenningu sem fullgild kennslugrein í íslenskum skólum og í erindi sínu fór hún meðal annars yfir markmið fræðslu- deildar: Að efla tengsl Þjóðleikhússins við skóla í landinu (leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla), hafa frumkvæði að umræðu um leiklist í skólum, gera leik- húsið sýnilegra í samfélaginu og færa það nær almenningi og loks að breikka áhorfendahóp Þjóðleikhússins og örva þann sem fyrir er. Þetta er gott og blessað en hvernig hyggst leikhúsið ná þessum markmiðum? Vigdís fór yfir starfið sem unnið er í þessa þágu í fræðsludeildinni: Reglulegt námskeiðahald fyrir kennara, kynnisferðir skólahópa og starfskynn- ingar, útgáfa fræðslupakka í tengslum við sýningar, örleikritasamkeppni framhalds- skólanema, leikferðir í framhaldsskóla, stök námskeið og umræðukvöld fyrir almenning og síðast en ekki síst það sem hún kynnti sérstaklega á málþinginu: Þjóðleikur. Markmið Þjóðleiks: • Að vekja áhuga ungs fólks á leiklist og efl a læsi þeirra á listformið. • Að tengja Þjóðleikhúsið á lifandi hátt við landsbyggðina. • Að miðla af fagþekkingu leikhússins til leikhúsáhugafólks í landinu. • Að styrkja íslenska leikritun. Lj ós m yn d f rá V ig d ís i Ja ko b sd ót tu r

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.