Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 13

Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 13
PíANóþING eiga mjög mikið af píanótónlist, þeir eru duglegir að koma henni á framfæri og nota hana sjálfir mikið við kennslu. Í bókunum er einnig kafli um spuna og hljómborðsleik sem gerðar eru kröfur um í valþætti á áfangaprófum samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Við kynningu á námsefninu komu fram þrjátíu nemendur í grunnnámi sem höfðu æft finnsk lög úr bókunum. Þú getur rétt ímyndað þér hvað það var krúttlegt. Allir mjög öruggir á sínu og svo fínir og sætir að spila sóló eða fjórhent í flottasta tónleikahúsi landsins!“ Ekki að spyrja að Finnum Tuttugu nemendur á mið- og framhaldsstigi komu fram á „masterclass“ þar sem þær Rebekka og Eeva leiðbeindu til skiptis, að sögn Halldóru. Efnið var að langstærstum hluta finnskt. „Þær voru alveg yndislega ólíkar,“ segir Halldóra, „Rebekka svo fínleg og nákvæm og kennari fram í fingurgóma, fann hvernig landið lá hjá hverjum nem- anda fyrir sig. Eeva algjör skellibjalla, létti andrúmsloftið og sagði brandara en þekkti sín finnsku tónskáld út og inn. Þá var Rebekka einnig með kynningu á finnska tónlistarskólakerfinu sem var mjög fróðleg. Það er ekki að spyrja að Finnum þegar menntunarmál eru annars vegar.“ Helginni lauk með svolitlu hófi í boði finnska sendiráðsins sem sendi einnig full- trúa sína í Salinn til að spjalla við þær Eevu og Rebekku og þinggesti. „Þessi helgi var mjög hvetjandi,“ segir Halldóra, „mér fannst sjálfri voðalega gaman að kenna vikuna á eftir og fann ekki fyrir þreytu þrátt fyrir að hafa ekki fengið mitt helgarfrí. Efnið sem var tekið fyrir stendur manni næst og maður getur tekið það og notað beint í kennslunni. Þessi fjölbreytta blanda af náms- efniskynningu, tónleikum, „masterclass“ og fyrirlestrum kom mjög vel út. Þetta var ákjósanlegur vettvangur fyrir píanókennara til að hittast. Það þurfti ekki nema að líta yfir hópinn í kaffipásunum til að sjá hvað píanókennarar höfðu mikla þörf fyrir að hittast og bera saman bækur sínar.“ keg Rebekka Angervo: Svo fínleg og nákvæm og kennari fram í fingurgóma, fann hvernig landið lá hjá hverjum nemanda fyrir sig. Með fingurna á lyklunum (puttana á púlsinum): Píanókennarar nutu þess að hittast á píanóþinginu. „Þessi fjölbreytta blanda af námsefniskynningu, tónleikum, masterclass og fyrirlestrum kom mjög vel út.“ Eeva Sarmanto-Neuvonen: Algjör skellibjalla, létti andrúmsloftið og sagði brandara en þekkti sín finnsku tónskáld út og inn. 13

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.