Skólavarðan - 01.10.2008, Side 18

Skólavarðan - 01.10.2008, Side 18
18 SKóLASTjóRAFéLAG íSLANdS SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Í Skólastjórafélagi Íslands eru á sjötta hundrað stjórnendur í grunnskólum. Um 170 þeirra sóttu námstefnu félagsins í Brekkuskóla sem tókst í alla staði mjög vel. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir formaður skóla- málanefndar SÍ setti námstefnuna og benti meðal annars á að gestum fjölgaði ár frá ári. Aðalfyrirlesarar voru Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, Hrönn Pétursdóttir verkefnastjóri við mótun framtíðarsýnar í skólamálum og Guðni Olgeirsson sérfræð- ingur hjá menntamálaráðuneytinu. Skólastjórnendur.is Gunnar Einarsson er nýútskrifaður doktor í skólastjórnun frá háskólanum í Reading í Englandi. Erindið kallaði hann Skólastjórn- endur.is en þar kynnti hann niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar og fjallaði almennt um störf stjórnenda. Gunnar sagði starf stjórnenda í skólum gífurlega mikilvægt og að þeir væru að ýmsu leyti frábrugðnir almennum framkvæmdastjórum. Þeir væru til dæmis ekki jafn agaðir og nákvæmir en hins vegar umhyggjusamir og ástunduðu lýð- ræðislegri vinnubrögð. Þeir væru áhyggju- fyllri en almennir framkvæmdastjórar, list-hneigðari og bjartsýnni. Í rannsókn Gunnars vann hann meðal annars með sex nýráðnum skólastjórum sem sinntu dagbókarskrán-ingum auk þess sem tekin voru við þá eigindleg viðtöl. Fram kom að skólastjórar vilja nota meiri tíma í faglega forystu en minni í aðra stjórnun. Gunnar rannsakaði hvort stjórnendur nota tíma sinn eins og þeir kjósa sjálfir og í ljós kom að tímastjórnun er oft og tíðum ómarkviss og ekki er samræmi í tímanotkun og áherslum stjórnenda. Til þess að bæta tímastjórnun þarf að sögn Gunnars að safna upplýsingum um hvernig tíma skuli varið, greina þær og loks gera nýja áætlun. Gunnar lagði mikla áherslu á gildi sjálfs- þekkingar í erindi sínu og bað námstefnugesti um að horfa inn á við og skoða eigið starf. Hann fékk þátttakendur til að ræða saman sem hér segir: Umræður í pörum – fólk skilgreini sig sem stjórnendur • Líðan okkar og hugmyndir hafa áhrif á stjórnun og forystu. • Stjórnendur fást við ýmislegt erfitt – deila ekki verkefnum, tíminn flýgur frá, erfið starfsmannamál, foreldrar og nemendur. Umræður í pörum – hvaða neikvæðu þættir hafa áhrif á stjórnun og forystu? • Ræddir voru áhrifaþættir sem stýra okkur og móta viðhorf okkar, svo sem menntun, kennarasamtök, laun, vinnutími, vinnu- umhverfi og viðhorf til árangurs. • Stjórnendur þurfa að stíga út fyrir umhverfi sitt til að fá nýja sýn á starfið og nýja hugsun. Í rannsókn sinni hannaði Gunnar tölvustýrða dagbók sem aðferð í menntarannsóknum. Þátttakendur færðu daglega inn í tölvudag- bókina og í niðurstöðum kom fram að dag- bókaraðferðin skapaði nýja þekkingu og að dagbókarnotkun getur bætt tímastjórnun. Hugleiðing um breytingar í kjölfar nýrra grunnskólalaga Guðni Olgeirsson fulltrúi menntamála- ráðuneytis flutti erindi sem hann kallaði Hugleiðing um breytingar í kjölfar nýrra grunnskólalaga. Hann hóf mál sitt á því að færa fundarmönnum kveðjur frá ráðherra og starfsmönnum ráðuneytis og hvatti fólk til að gera skólana að griðastað fyrir börn og ungmenni í því ölduróti sem nú er í samfélaginu. Í fyrirlestri Guðna kom fram að sátt virðist ríkja um ný grunnskólalög en megináherslur þeirra eru að hans sögn að menntun íslenska barna verði til fyrirmyndar, velferð allra grunnskólanemenda sé tryggð og sömuleiðis jöfn tækifæri til náms og fjölbreytni í vali á námi. Skólinn á að vera Br ek ku sk ól i. Lj ós m yn d af a rk ite kt ur .is , m yn di na tó k C hr is to ph er L un d. Nokkrar glærur úr fyrirlestri Gunnars Einarssonar: Um starf skólastjórnenda: Krefjandi, fjölbreytt, miklar truflanir, hindranir, mörg hlutverk, mikil ábyrgð, hraði og streita. Ætlast er til af þeim: Faglegrar og rekstrarlegrar forystu, breytinga, að þeir þróist í starfi, vinni með mörgum, tryggi árangur og styrki samfélagið. Líka að þeir geti: Gert áætlanir, sett markmið, metið árangur, forgangs- raðað, samhæft, haft eftirlit, verið hvetjandi, framkvæmt, tekið ákvarð- anir, notað tölfræði, verið ritfærir, tjáð sig, aðstoðað og haft áhrif. Um hæfni skólastjórnenda: • Greining vandamála og góð dómgreind. • Áætlunargerð, eftirlit og samhæfing. • Forysta. • Næmni á fólk og aðstæður. • Skrifleg og munnleg tjáning. Verum heiðarleg • Við deilum ekki verkefnum. • Við vitum ekki í hvað tími okkar fer. • Við erum meira í að bregðast við en fyrirbyggja. • Okkur leiðast starfsmannamál, foreldrar og erfiðir nemendur. • Okkur líkar að kenna, labba um skólann, spjalla um skólamál og okkar sýn. Námstefna og ársfundur Skólastjórafélags Íslands (SÍ) voru haldin dagana 10. og 11. október sl. í Brekkuskóla á Akureyri.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.