Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 19

Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 19
SKóLASTjóRAFéLAG íSLANdS SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 19 griðastaður nemenda – þeir eiga að finna til öryggis og njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. Guðni reifaði ýmsar nýjungar í lögunum og fjallaði um aukinn sveigjanleika og samfellu milli skólastiga auk þess sem hann upplýsti að ný námskrá væri í undirbúningi. Hann áréttaði að grunn- skólar útskrifuðu nemendur sína hér eftir sem hingað til og ekkert hefði breyst í þeim efnum. Þá varpaði hann fram til umhugsunar að mat og eftirlit á skólastarfi gæti leitt til bættrar þjónustu og betri skóla. Sameiginleg framtíðarsýn fyrir grunnskólastarfið 2007-2020 Síðari dag námstefnunnar kynnti Hrönn Pétursdóttir verkefnisstjóri þá framtíðarsýn sem var mótuð síðastliðið ár af Skólastjóra- félagi Íslands, Félagi grunnskólakennara og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í erindi sínu fór Hrönn yfir hvað þessi stefna þýðir fyrir stjórnendur í grunnskólum og hvernig hún nýtist í stjórnun menntastofnana. Unnið var á þann hátt að stefna var færð inn í svokölluð stefnukort og skorkort sem auðvelda jafnframt yfirsýn. Þessar tvær gerðir korta eru lykiltæki í stefnumiðuðu árangursmati sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum. Að sögn Hrannar inniheldur stefnu- kortið grunnstefnuna og hjálpar okkur að forgangsraða, en skorkortin auðvelda okkur að fara yfir markmiðin, athuga hvort við höfum náð þeim og velja þau markmið sem við setjum okkur næst. Hrönn nefndi að þetta væri í fyrsta sinn sem allir aðilar sem sjá um grunnskólahald kæmu sér saman um sameiginlega sýn; sveitarfélög, kennarar og stjórnendur. Stefnan er tæki til að hafa umræðu um grunnskólann í samfélaginu málefnalega og hún er líka leið til sameiginlegrar hagsmunagæslu þar sem samhugur er hjá ríki og sveitarfélögum um rekstur skólans og stoðþjónustu fyrir nemendur. Glæra úr fyrirlestri Hrannar Pétursdóttur: Áhrif stefnunnar á skólastarf í landinu • Sameiginleg sýn sveitarfélaga og skóla á þróun skólastarfsins. • Faglegur umræðu- og samstarfsgrunnur rekstrar- og framkvæmdaaðila. • Grunnur að stefnumótun sveitarfélaga og grunnskóla. • Leiðarvísir í ákvörðunum um nýtingu fjármagns, mannafla, tíma og annarra bjarga. • Grundvöllur málefnalegrar umfjöllunar í samfélaginu um skólastarf. • Sameiginleg hagsmunagæsla. Að erindi Hrannar loknu var opnað fyrir um- ræður og talsvert var rætt um mikilvægi skýrrar stefnumótunarvinnu. Vinnuhópar tóku til starfa og glímdu við tvær spurningar: 1) Hvað þarf að gera til þess að koma þess- ari stefnu í framkvæmd? 2) Hvað þarf að hafa til þess að geta gert þetta? Hópar kynntu niðurstöður sínar og þær voru síðan sendar Kennarasambandinu til skoðunar hjá framkvæmdanefnd. Helstu niðurstöður úr hópastarfi voru að mikilvægt væri að forgangsraða, taka lítil skref og hafa aðgerðaáætlun. Þá væri fyrirsjáanlegt að breyting þyrfti að verða á viðhorfum og kennsluháttum auk þess sem fjölbreytt fagþekking skipti meginmáli í ferlinu. Í námstefnulok fór Ingileif Ástvaldsdóttir yfir helstu atriði hennar og nefndi þau atriði sem upp úr stóðu; sveigjanleika, ábyrgð, forgangsröðun og samvinnu. „Við megum þó ekki missa sjónar á kjarnastarfsemi skólastarfsins, sem er vellíðan og samvera allra í skólanum,“ sagði Ingileif ennfremur. Ársfundur SÍ var haldinn í beinu framhaldi af námstefnunni. keg Á vefsíðu Skólastjórafélags Íslands, si.ki.is, eru glærur fyrirlesara og fundargerð námstefnu og ársfundar. Stefnukort

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.