Skólavarðan - 01.10.2008, Side 26

Skólavarðan - 01.10.2008, Side 26
26 RAFRÆNT SKóLASAMSTARF SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Í aðalnámskrá og lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla eru sett fram ýmis mark- mið. Með þátttöku í eTwinningáætlun ESB er sjálfkrafa unnið að ýmsum almennum markmiðum. Jafnframt býður eTwinning upp á leiðir til þess að nálgast markmið einstakra greina aðalnámskrár. eTwinning er áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf. Hún hentar öllum kennslu- greinum jafnframt því að vera óformleg og laus við skriffinnsku. Þátttaka kennara og skóla í eTwinning jókst mikið á síðasta skólaári, bæði hér á landi sem erlendis, og taka skólar á fyrstu þremur skólastigunum þátt. Í lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla er að finna nokkur almenn markmið sem snúa að virðingu, mannréttindum, fjöl- breyttri menningu og lýðræði. Talað er um umburðarlyndi, víðsýni, virðingu fyrir mann- gildi, siðferðisvitund, lýðræðislegt sam- starf, þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi í sífelldri þróun, vitund nemenda um borgaralega ábyrgð og skyldur, skyldur einstaklingsins við umheiminn og að koma í veg fyrir mis- munun (samantekt höfundar). Þátttaka í eTwinningverkefni stuðlar sjálf- krafa að þessum almennu markmiðum, sama hvernig verkefnið er eða hvaða kennslugrein á í hlut. Að verkefni í eTwinning standa alltaf a.m.k. tveir skólar hvor frá sínu Evrópulandinu en oft eru þeir mun fleiri. Nemendur kynnast því í öllum tilfellum jafn- öldrum sínum í öðru landi og fræðast um samfélag þeirra og menningu. Öll verkefni stuðla því að umburðarlyndi, víðsýni, virð- ingu og tilfinningu fyrir margbreytileika en jafnframt því sem allir eiga sameiginlegt, sem er manngildið. Nemendur læra því einnig að þeir eru hluti ákveðins samfélags ásamt því að vera evrópskir borgarar. Í sjöunda kafla laga um grunnskóla þar sem fjallað er um aðalnámskrá er m.a. lögð áhersla á „Margvíslegar leiðir til öflunar þekkingar með notkun tæknimiðla og upp- lýsingatækni.“ eTwinning býður upp á leiðir til þess að ná þessu markmiði. Þegar verkefni er skráð fá aðstandendur þess sjálfkrafa aðgang að einskonar rafrænni kennslustofu, TwinSpace (TS). Kennarar geta síðan boðið nemendum sínum aðgang með lykilorði. Í gegnum TS má skiptast á skjölum, upplýsingum, spjalla saman o.s.frv., allt með öruggum hætti þar sem utan að komandi hafa ekki aðgang. Fyrir utan TS býður eTwinning frían aðgang að ýmsum öðrum vef- og upplýsingatækjum. Þátttaka í eTwinning auð- veldar þannig notkun tæknimiðla og upp- lýsingatækni í kennslu og opnar margvís- legar leiðir til öflunar þekkingar. eTwinning má einnig nota til þess að ná markmiðum einstakra greina aðalnámskrár. Þar sem verkefni er ávallt í samvinnu Íslands og annars Evrópulands er auðvelt að nýta eTwinning í kennslu erlendra tungumála. Með þetta í huga geta kennarar leitað sam- starfsaðila í viðkomandi landi þannig að verkefnavinnan fari fram á því tungumáli sem verið er að kenna. Á aðalvef eTwinning er að finna verk- efnapakka (e. kits) sem kennarar geta nýtt sér þegar þeir skipuleggja verkefni og ætla ég að nefna hér eitt dæmi. Verkefnapakkann „Árstíðirnar fjórar“ (e. Four Seasons) er hægt að nýta til þess að nálgast markmið náttúrufræði og umhverfismenntar, sam- félagsgreina, stærðfræði og kristinna fræða, siðfræði og trúarbragðafræða. Í stuttu máli tengjast verkefnin „Árstíð- rnar fjórar“ hátíðisdögum í Evrópu sem aftur tengjast gangi himintungla. Nemendur safna og skiptast á upplýsingum um ákveðna hátíðisdaga sem síðan eru bornir saman með sérkenni þátttökulandanna í huga. Efnið er svo sett fram skipulega og gefið út á Netinu. Hægt er að leggja áherslu á markmið þeirra greina sem minnst var á að ofan eftir því hvaða kennslugrein á í hlut. Þannig má fella pakkann að náttúrufræði, umhverfismennt og stærðfræði með áherslu á gang himintungla ásamt viðeigandi út- reikningum. Með áherslu á menningar- og söguleg sérkenni þátttökulandanna er hægt að vinna að markmiðum samfélagsgreina. Þá má nýta pakkann í kennslu kristinna fræða, siðfræði og trúarbragðafræða með áherslu á trúarbrögð. Margir aðrir verkefnapakkar standa kenn- urum til boða og hvetur undirritaður þá til að kynna sér úrvalið. Sjá aðalvef eTwinning í Evrópu: www.etwinning.net, undir inspiration. Þegar þátttaka í eTwinning er skoðuð sem leið að markmiðum aðalnámskrár er ljóst að hún þarf ekki að vera auka byrði heldur aðferð sem fellur að þeirri kennslu sem fyrir er. Ávinningurinn er ekki aðeins að ná markmiðum heldur fjölbreyttari kennslu- hættir. Allar nánari upplýsingar um eTwinning er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar: www.etwinning.is Einnig má hringja í Guðmund Inga Markússon í síma 525 5854 eða senda tölvupóst á netfangið gim@hi.is. Guðmundur Ingi Markússon Höfundur er verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Að verkefni í eTwinning standa alltaf a.m.k. tveir skólar hvor frá sínu Evrópulandinu en oft eru þeir mun fleiri. Nemendur kynnast því í öllum tilfellum jafnöldrum sínum í öðru landi og fræðast um samfélag þeirra og menningu. Öll verkefni stuðla því að umburðarlyndi, víðsýni, virðingu og tilfinningu fyrir margbreytileika en jafnframt því sem allir eiga sameiginlegt, sem er manngildið. eTwinning sem leið að markmiðum aðalnámskrár Ljósmynd frá höfundi

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.