Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 7
þátturinn. „Tímastjórnun er bil- uð í þessum börnum,“ segir Tannock. „Á einfaldan hátt má útskýra það svo að merkjasend- ingar fara villur vega. Jafnvægið í taugaboðsendingum er ekki fyrir hendi. Fyrir vikið raskast tíma- skynjun og -stjórnun barnanna. Þetta ferli, þar sem dópamín spilar til dæmis stórt hlutverk, fellur eins og flís við rass að því hvernig hegðun barnanna er en það gera „statísku“ líkönin ekki, þessi líkön sem ganga út frá vandamálum í tengslum við framheila og eru hvað mest til umræðu núorðið. Röskun á boðsendingum í tíma skýrir meðal annars hvers vegna barnið getur stundum og stundum ekki. Það er algengt, svo að dæmi sé tekið, að barn geti margfaldað í stærðfræði að morgni en ekki síðdegis eða nái að bregðast vel við áreiti í dag en illa við sams konar áreiti á morgun. Það er ekki líffræðileg vöntun (defici- ency) sem veldur heldur vangeta (inefficiency). ADHD er þannig „dýnamísk“ röskun og þess vegna eiga svo margir, jafnt for- eldrar sem kennarar, erfitt með að skilja hana.“ Kennarar geta ekki leyst vandann einir „Það er ekki hægt að gera þá kröfu til kennara að þeir leysi vandann einir og óstuddir,“ segir Tannock. „Annars vegar er uppi sú krafa að unnið sé með barninu sjálfu því til hags- bóta og hins vegar að aðrir í bekknum líði ekki fyrir þennan eina, og þetta er flókið mál. Því er nauðsynlegt að foreldrar, skólasálfræðingar, sérkennari og aðrir sem hafa eitthvað með barnið að gera hjálpist að. Þeg- ar búið er að greina styrkleika og veikleika barnsins er hins vegar ýmislegt sem kennarinn getur gert og því fremur sem forvinnan hefur verið unnin vel, því að þótt kennarinn hafi ein- ungis fimm mínútur til umráða fyrir barnið koma þær oft að verulegu gagni ef þær eru vel nýttar. Akkurinn fyrir bekkinn í heild er að hegðun barnsins tekur oft stakkaskiptum til hins betra um leið og því fer að líða betur. Hugmyndafræðin er að haga kennslu eftir veikleikanum, ekki fara í kringum hann. Þetta er unnt að gera á þrennan hátt. Þegar færni barnsins er þekkt er í fyrsta lagi hægt að laga kennsl- una að barninu þannig að því mistakist ekki í sífellu. Þetta krefst engra breytinga á náms- efni. Stundum er þetta ekki nóg og þá þarf að gera lítilsháttar breytingar. Dæmi um þetta er æfingablað í stærðfræði þar sem er að finna tuttugu dæmi. Fyrir barn með ADHD eða önnur vandamál getur þetta verið yfir- þyrmandi. Þá er blaðið klippt niður þannig að barnið fær bara þrjú dæmi í einu og jafnframt gerðar minni kröfur um afköst, til dæmis að það reikni bara tólf dæmi af tuttugu. Ef til vill getur barnið ekki skrifað upp eftir töflu, þá er hægt að virkja bekkjarfélaga til þess að skrifa fyrir það. Þessum börnum reynist líka oft vel að nota tölvu. Í þriðja lagi þurfa þessir krakkar oft mjög margar endur- tekningar til að ná grunni að einhverri færni. Kennarinn fylgist þá með hvort grunnur- inn er kominn, til dæmis í lestri, og sér til þess að æft sé daglega, þrisvar í viku er ekki nóg. Í þessu geta foreldrarnir komið sterkt inn í myndina. Annars eiga foreldrar fyrst og fremst að vera foreldrar,“ segir Tannock, „ekki kennarar, en kennarinn getur stungið upp á að foreldrarnir æfi til dæmis til- tekið hljóð með barninu og sýnt þeim hvernig þeir eigi að fara að því. Samskiptabók verkar oft vel, þar er hægt að setja inn æf- ingar og það gildir ekkert síður heima en í skólastofunni að vel nýttar fimm mínútur skila margfalt meiru en vannýtt klukkustund.“ Tannock nefnir að lokum að frímínútur séu oft erfiður tími og kennarar geti til dæmis min- nt barnið á einfaldar hegðunar- reglur áður en það fer út og sagt því hvað það eigi að gera ef einhver pirrar það. Þetta eru þá jafnframt reglur sem búið er að kenna rækilega, bæði almennar skólareglur og einnig lausna- reglur fyrir barnið. Hún ítrekar að í langflestum tilvikum sé or- sök óláta og truflandi hegðunar vanlíðan barnsins og togstreita, oft óttinn við að mistakast. Hún nefnir í lokin að félagslega sam- hengið sé iðulega ekki til að bæta hlutina: „Mikið er um nið- urskurð og nauðsynlegt að berj- ast gegn honum, enda hefur hann stigmagnandi áhrif á allt skólastarf. Það verður líka sífellt flóknara að hjálpa börnum. Nú- orðið er borin von að ein mann- eskja geti lagað vanlíðan barns,“ segir Tannock að lokum. Gífurlegar breytingar á örfáum árum Í viðtalinu við Rosemary Tannock gætir bjartsýni og þeirrar ánægjulegu fullvissu að unnt sé að leysa öll vanda- mál ef fólk vinnur saman. En í daglegu amstri lítur málið oft öðruvísi út og skortur á úrræð- um reynist áþreifanlegur fjötur um fót. Inga Mjöll Harðardóttir og Ingi Viðar Árnason eru kennar- ar í Hagaskóla í Reykjavík. Inga Mjöll er búin að kenna frá 1982 en Ingi Viðar frá 1963. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvað hefði breyst á þess- um árum með tilliti til fram- komu í skólastofu og almennr- ar líðanar nemenda. „Það er minna um bein prakkarastrik núorðið,“ segir Ingi Viðar, „en breytingar á þjóðfélagsgerðinni hafa greini- leg áhrif á krakkana, fjölmiðl- arnir, agaleysi á heimilum og fleira. Á sumum heimilum ráða unglingarnir ferðinni og uppeldi og hlutverkaskipan er ekki leng- ur innan þess ramma sem var.“ Inga Mjöll tekur undir að agaleysið í samfélaginu endur- speglist í skólastofunni: „Krakk- Skólavarðan janúar 2001 Óróle ik i í skó lastofunni 8 Mörg börn, til dæmis börn með ADHD, eiga erfitt með að vinna úr upplýsingum sem kemur meðal annars til af því að þau höndla ekki tímastjórnun, að mati Rosemary Tannock

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.