Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 14
Garðaskóli er einn þeirra skóla sem
hafa tekið þátt í Comeniusaráætluninni en
skólastjórinn þar, Gunnlaugur
Sigurðsson, hefur alla tíð verið áhuga-
samur um erlent samstarf.
„Ef þú ert lifandi skólamaður þá er þetta
tækifæri til að læra meira,“ segir Gunnlaug-
ur. „Fagleg umræða um málefni grunnskól-
ans er í lágmarki á Íslandi og þrátt fyrir að
fagmennska hafi aukist í kennarastétt
skortir enn mikið á og atgervisflótti er
úr stéttinni. Þess vegna verða skóla-
menn að reiða sig á lestur erlendra
fagtímarita og heimsóknir út og utan
til þess að fá þá umræðu og vitneskju
sem þeir sækjast eftir.“ Gunnlaugur
nefnir sem dæmi að fyrir nokkra þús-
undkalla á ári er hann meðlimur í „The
Association of Principals in Secondary
Schools“ sem eru bandarísk samtök og frá
þeim fær hann sent gífurlegt magn faglegs
efnis. „Við fáum ekki bara bækur með vor-
skipunum eins og áður var,“ segir Gunn-
laugur, „og við þurfum að vera útsjónarsöm
og dugleg að nýta þau tækifæri sem gefast.
Comeniusaráætlunin er eitt þessara tæki-
færa en erlend samskipti eru engin nýlunda
í Garðaskóla: „Við höfum verið áratugum
saman í samskiptum við vinaskóla okkar í
Birkeröd í Danmörku, meðal annars árleg-
um nemendaskiptum. Þegar Comeniusará-
ætlunin fór af stað og var kynnt í íslenskum
skólum fannst okkur þetta eðlilegt og
spennandi framhald á starfinu. Til þess að
hljóta styrk þurftu umsóknaraðilar að vera
a.m.k. þrír talsins og auk skólans í Birkeröd
fengum við þýskan skóla til samstarfs. Nú
eru að hluta komnir aðrir skólar inn í þetta
en þeir eru allir af hliðstæðri gerð, með
5-800 nemendur á aldrinum 12-16 ára og
mjög gagnlegt og fróðlegt að bera skólana
saman ásamt með því að þurfa að skýra
vinnuvenjur og stöðu skólans hér heima
fyrir útlendingum. Íslenskir skólamenn
þurfa að skilgreina og skilja þau vandamál
sem við glímum við hérlendis og í því skyni
er nauðsynlegt að víkka sjóndeildarhringinn
og líta til annarra landa. „
Gunnlaugur var svo vinsamlegur að taka
saman eftirfarandi upplýsingar sem
skýra vel í stuttu máli hvernig staðið
hefur verið að samstarfsverkefnunum:
Garðaskóli hefur nú á annað ár ver-
ið í samstarfi við skóla í Teningen í
Þýskalandi, La Brogue í Frakklandi og
Lleida í Katalóníu. Allir þessir skólar
eru nokkuð líkir að stærð og gerð.
Skólastjórar þeirra hafa haldið tvo undir-
búningsfundi þar sem lagt var á ráðin um
verkefni og samskipti.
Verkefnið sem valið var skólaárið 1999 -
2000 hét „Teaching and learning inside
and outside the classroom in different en-
vironment“. Það hófst í október 1999 og
Sókrates er menntaáætlun Evrópusam-
bandsins. Meginmarkmið með henni er að
byggja upp öflugt þekkingarsamfélag í
Evrópu.
Fyrir hverja?
Sókrates styrkir skólafólk til náms,
kennslu, mannaskipta og þátttöku í þjálf-
unarnámskeiðum í öðrum löndum. Áætl-
unin styrkir einnig menntastofnanir til að
skipuleggja kennsluverkefni og skiptast á
niðurstöðum verkefna og veitir stofnunum
og frjálsum félagasamtökum aðstoð við
að skipuleggja aðgerðir sem varða
menntamál og fleira.
Átta þættir Sókratesar:
1. Comenius: grunnskóla- og
framhaldsskólamenntun
2. Erasmus: æðri menntun
3. Grundtvig: fullorðinsfræðsla og
óhefðbundnar menntunarleiðir
4. Lingua: tungumálanám eflt
5. Minerva: upplýsingatækni (ICT) í
menntamálum - opið nám og
fjarnám
6. Kannanir á menntakerfum og
menntastefnum og nýbreytni í
þeim
7. Sameiginlegar aðgerðir með
öðrum evrópskum mennta-
áætlunum
8. Hliðaraðgerðir
Sókrates/Comenius skiptist í
þrjá þætti:
1. Skólasamstarf, tungumálaverkefni,
skólaþróunarverkefni, 2. endurmenntun
kennara/skólafólks og 3. Comeniusarnet
Comenius 1 - skólasamstarf:
Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja skóla
frá þremur þátttökulöndum. Markmið: Að
styrkja samstarf evrópskra skóla með því
að koma á tengslum milli nemenda,
styrkja kennaraskipti og auka þekkingu á
menningu og tungu annarra þjóða.
Tungumálaverkefni:
Það byggist á samstarfsverkefnum skóla
frá tveimur þátttökulöndum (forgangur til
iðn- og verkmenntaskóla) sem leiða til
nemendaskipta, a.m.k. tíu nemendur í
hóp. Markmið: Að bæta kunnáttu í erlend-
um tungumálum, sérstaklega þeim sem
eru lítið útbreidd og óvíða
kennd.Verkefnið tekur eitt ár.
Styrkir veittir til:
Undirbúningsheimsókna fyrir kennara
til að koma á verkefni. Nemendaskipta
fjórtán ára og eldri, a.m.k. tíu í hóp. Heim-
sókn vari í a.m.k. tvær vikur.
Nýjung! Skólaþróunarverkefni:
Samstarf a.m.k. þriggja skólastofnana í
minnst þremur löndum. Markmið: Að
miðla reynslu, bæta kennsluaðferðir og
finna leiðir til að þróa nýjar aðferðir í
skólastjórnun. Þema tengist stjórnun og
uppeldislegri nálgun þar sem þátttöku-
skólar eiga sameiginlegra hagsmuna að
gæta. Verkefnið tekur eitt til þrjú ár.
Aðstoð í tungumálakennslu:
Skólar geta sótt um að fá verðandi
tungumálakennara til að aðstoða við
kennslu í ESB-landi. Aðstoðarkennararnir
Skólavarðan janúar 2001
Comeniusarverkefn i í Garðaskóla
16
Sókratesarstyrkir
Kennarar, athugið möguleika á styrkveitingum í Sókratesi, menntaáætlun Evrópusambandsins.
Menningarmiðlun sem virkar
„Skólamenn verða að reiða sig á lest-
ur erlendra fagtímarita og heimsóknir
út og utan til þess að fá þá umræðu
og vitneskju sem þeir sækjast eftir.“