Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 9
Skólavarðan janúar 2001 Pist i l l „Grunnlaun framhaldsskólakennara hafa staðið skólastarfi fyrir þrifum í gegnum tíð- ina og komið í veg fyrir eðlilega nýliðun,“ segir Elna Katrín Jónsdóttir, en þessu hefur nú verið breytt. Með nýja samningnum er framhaldsskólanum gert kleift að þrífast í nýju starfsumhverfi en áhrifaþættir í því eru svo dæmi séu tekin ný aðalnámskrá, breyt- ing á samsetningu nemendahóps fram- haldsskólans, auknar kröfur um þjónustu og vaxandi þörf fyrir breitt námsframboð sem gerir hvorttveggja í senn að svara þörfum breiðs nemendahóps og stuðla að því að hækka menntunarstig þjóðarinnar og fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf annaðhvort til áframhaldandi náms eða til þess að gegna störfum í samfélaginu.“ Að sögn Elnu felst kjarni samningsins í því að leitað er allra tiltækra ráða til að hækka grunnlaunin og samhliða því er tekið upp nýtt launakerfi sem er einskonar farvegur fyrir endurskilgreiningu og endurmat á störf- um í framhaldsskólum og inniheldur einnig skilgreindar forsendur fyrir frekara mati innan stofnana á störfum og einstak- lingum til launa og annarra starfskjara. Þetta svigrúm einstaklingsins til að hafa áhrif á laun sín með samningum við sinn skóla- meistara er háð því að nýja launakerfið rími við stefnu í starfsmannamálum og að fram- haldsskólar fái nauðsynlegt viðbótarfjármagn til þess að styrkja rekstur sinn. „Það er mjög athyglisvert og mikilvægt að lokið var við reglugerðir sem skipta sköpum í þessu samhengi áður en til undirritunar samnings kom, þannig að við þurftum ekki að bíða þeirra upp á von og óvon,“ segir Elna Katrín. „Þetta eru reglugerðir um starfstíma skóla sem styðja við einföldun vinnu- tímakafla kjarasamningsins og um starfs- lið, einkum um störf kennara og faglegra stjórnenda, sem endurspegla aukið sjálfræði skóla og svigrúm til að ráða kennara til verk- efnisstjórnar og greiða þeim fyrir þróunar- störf svo dæmi sé tekið. Fyrir liggur yfirlýs- ing ráðherra um að styrkja rekstur fram- haldsskóla sem tengist því að endurskipu- lagningin sem miðlægi samningurinn gengur út frá komist í framkvæmd. Þetta er þríhyrn- ingssamningur kennara, menntamálaráðu- neytis og fjármálaráðuneytis þar sem allir hafa lagt sitt af mörkum. Hvernig til tekst með framkvæmd samningsins er líka öllum háð, þetta er samningur sem krefur alla um endurmat.“ Dregið úr miðstýringu - sjálfstæði hvers skóla eykst Í sameiginlegri markmiðssetningu kjara- samningsins eru skilgreind markmið sem ætl- að er að bæta skólastarf og gera framhalds- skólann að aðlaðandi starfsvettvangi: Að end- urskilgreina störf kennara, færa launasetn- ingu til samræmis við það sem gerist hjá öðr- um háskólamenntuðum starfsmönnum ríkis- ins og auka hlut dagvinnulauna um leið og dregið er úr yfirvinnu. Leiðir að þessum markmiðum felast þannig í gagngerri endur- skoðun á skipan starfa og á stjórnkerfi fram- haldsskólans, einföldun kjarasamningsins og endurskilgreiningu á störfum kennara og stjórnenda. „Segja má að leiðin að auknu sjálfstæði skólanna hafi verið vörðuð 1996, en stórt skref til viðbótar er stigið með þessum samn- ingi nú,“ segir Elna Katrín. „Stefnt er að því að framhaldsskólar fái umboð til að fram- kvæma kjarasamninginn í samræmi við mat á getu þeirra til þess að taka við slíkri ábyrgð. Gert er ráð fyrir að stofnaðar verði sam- starfsnefndir í viðkomandi skólum, ein í hverri stofnun, sem hefur umboð fjármála- ráðherra til þessarar framkvæmdar. Með nýja launakerfinu er hver einasti starfsmaður met- inn upp á nýtt.“ Elna segir miðlæga samninginn gefa rammann og röðun á grundvelli menntunar og starfsreynslu, en svo taki skólarnir við. Hver einstaklingur getur fengið metnar við- bótarforsendur, til dæmis vegna viðbótar- náms og/eða sóst eftir viðbótarstörfum, til dæmis á sviði sjálfsmats skóla eða skóla- námskrárgerðar, eða með því að afla sér við- bótarmenntunar sem metin er verðmæt fyrir skólann. „Það er því annars vegar möguleiki á viðbótarstörfum og hins vegar á umfram- launaröðun,“ segir Elna Katrín. „Með þessu er brotið blað og þetta stóra skref, endurröð- un á grundvelli menntunar, starfsreynslu og loks einstaklingsbundinna þátta, eru fram- haldsskólakennarar að taka allt í einu í stað þess að fara í þessar breytingar í áföngum, sem er að mínu mati stórkostlegt.“ keg „Framhaldsskólinn færður til nútímans,“ segir Elna Katrín Jónsdóttir Tímamótasamningur 11 Íslensk-ameríska félagið auglýsir til umsóknar styrk fyrir kennara til að sækja fjög- urra vikna námskeið við Luther College í Decorah, Iowa, sumarið 2001. Námskeiðið er á vegum Institute in American Studies for Scandinavian Educators, og er ætlað til kynningar á bandarísku þjóðlífi og menningu. Styrkupphæð nemur USD 2000.- og gengur hún upp í hluta útgjalda. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Íslensk-ameríska félagsins Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, og einnig á skrifstofu Kennarasambands Íslands Laufásvegi 81, 101 Reykja- vík. Umsóknareyðublöð má sækja á heimasíðu Íslensk-ameríska félagsins á www.iceam.is. Upplýsingar: ingibjorg.yr.palmadottir@utn.stjr.is og hannes@ki.is Umsóknum þarf að skila til Íslensk-ameríska félagsins eða Kennarasambands Íslands fyrir 15. febrúar 2001. Íslensk-ameríska félagið Styrkur á námskeið við Luther College Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir eftir tillögum að verkefnum sem veittir verða styrkir til í aðildarlöndum ESB og EFTA-EES löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, vegna evrópsks tungumálaárs 2001. Styrkupphæðin getur orðið mest 50% af styrkbærum heildarkostnaði við verkefni. Reiknað er með að veita styrki til u.þ.b. 150 verkefna í þátttökulöndunum. Styrkupphæðir nema 10.000 til 100.000 evra (u.þ.b. 700.000-7.000.000 kr.). Forgang hafa m.a. verkefni sem ná til fleiri en eins lands. Skilyrði fyrir styrkveitingu eru m.a. að verkefnið sem sótt er um styrk til sé unnið á tímabilinu frá hausti 2000 til loka árs 2001. Frestur til að senda inn tillögur að verkefnum var til 2. október 2000 fyrir verkefni sem eiga að hefjast fyrir 1. júní 2001 en er til 15. febrúar 2001 fyrir verkefni sem eiga að hefjast eftir 1. júní 2001. Upplýsingar fást hjá verkefnisstjóra evrópsks tungumálaárs 2001, Jórunni Tómas- dóttur, sími: 560 9500, netfang: jorunn.tomasdottir@mrn.stjr.is og hjá Maríu Gunn- laugsdóttur, deildarsérfræðingi í menntamálaráðuneytinu, sími: 560 9500, netfang: maria.gunnlaugsdottir@mrn.stjr.is. Styrkir ESB til verkefna á evrópsku tungumálaári 2001

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.