Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 15
lauk í ágúst 2000. Þá lá fyrir lýsing eða skýrsla um skipulag og starfshætti í hverjum skóla. Ennfremur komu fram viðhorf nem- enda. Í Garðaskóla voru það sex kennarar auk skólastjóra og tólf nemenda sem unnu þetta verk. Kennararnir og nemendurnir tóku þátt í gagnkvæmum heimsóknum í skólana á fyrrnefndu tímabili. Skýrsla Garðaskóla á ensku er birt á heimasíðu skólans, www.gardabaer.is/ gardaskoli. Hún er einnig til á íslensku. Mikil vinna var lögð í skýrsluna enda telj- um við að hún gefi nokkuð góða mynd af starfi nemenda og kennara í Garðaskóla. Nemendaheimsóknirnar stóðu yfirleitt í viku og voru bæði gagnlegar og skemmtileg- ar að mati þátttakenda. Um það bil fjórir nemendur og einn eða tveir kennarar tóku þátt í þeim. Nemendur bjuggu hver á annars heimilum og kennararnir hver hjá öðrum. Nemendur þurftu sjálfir að greiða stærsta hluta af ferðakostnaði sínum. Nemendur og foreldrar þeirra stóðu afskaplega vel að móttöku gesta sinna og lögðu sig fram um að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta. Nemendur og kennarar hafa skrifað ágæta lýsingu á heimsóknunum sem birtist í fréttablaði skólans í desember 2000. Í anddyri skólans hefur verið komið upp töflum merktum samstarfsskólunum með myndum, bæklingum og ýmsum öðrum upp- lýsingum um viðkomandi skóla, bæ og land. Á bókasafni skólans eru til miklar upplýsingar um skólana, skýrslur þeirra og fjölmargt ann- að sem nemendur og kennarar geta kynnt sér. Á fundi sem skólastjórar allra skólanna sátu í byrjun október sl. í Garðabæ var næsta verkefni ákveðið og lögð drög að samstarfsverkefnum næstu tveggja ára. Næsta verkefni sem fór af stað með kynningarbréfi til allra nemenda í öllum skólunum í október er „Building bridges for Europe“. Það er fólgið í gerð mynda og ljóða um efnið. Tíu bestu myndirnar og ljóðin í hverjum skóla verða gefin út í lit- prentaðri bók sem kemur út í júní og verð- ur dreift í öllum skólunum í ágúst 2001. Nemendur eiga að skrifa ljóðin á móður- máli sínu. Stutt skýring á ensku fylgir hverju ljóði. Í bókinni verður einnig ítar- legur formáli sem skólastjórarnir skrifa, myndir og nöfn allra þátttakenda í verkefn- inu. Verkefnið felur einnig í sér gagnkvæm- ar heimsóknir nemenda og kennara eins og áður er lýst. Þær voru ákveðnar og dagsett- ar á fundi skólastjóranna í október sl. Undirritaður telur að þátttaka skólans í þessu samstarfi gefi nemendum og kennur- um skólans stórkostleg færi á að kynnast starfsfélögum sínum í öðrum löndum og aðstæðum og siðum þeirra. Ef til vill er þó mesti fengurinn í að fá góða gesti í heim- sókn og fá tækifæri til þess að ræða við þá um kosti og galla íslenska skólakerfisins. Fyrir hönd nemenda og starfsmanna Garðaskóla þakka ég þau tækifæri sem við höfum fengið til þessa samstarfs um leið og ég vona að okkur gefist fleiri slík á komandi árum. Skólavarðan janúar 2001 17 Comeniusarverkefn i í Garðaskóla eru styrktir frá heimalandi sínu í 3-8 mán- uði, kennsluskylda 12-16 stundir á viku. Markmiðið er að kynna fyrir nemendum tungu aðstoðarkennarans og auka skilning og þekkingu á menningu annars Evrópu- lands. Umsóknarfrestur er til 1. mars. Comenius 2 - endurmenntun kennara/þjálfun skólafólks: Þessi þáttur miðar að því að efla fag- þekkingu skólafólks með því að styrkja allt námsferlið, þ.e. menntun verðandi kenn- ara, endurmenntun og þjálfun síðar á starfsævinni. Stefnt er að: • Samvinnu kennaraháskóla frá mismunandi löndum. • Auknu úrvali námskeiða og þjálfunarmöguleika fyrir kennara. • Bættu aðgengi til þjálfunar í öðrum þátttökulöndum. Skilyrði: Samstarf a.m.k. þriggja stofnana sem starfa við þjálfun og/eða endurmenntun kennara í þremur löndum sem taka þátt í Sókrates. Umsókn berist fyrir 1. mars til fram- kvæmdastjórnar ESB í Brussel. Afrit um- sóknar skal sent landsskrifstofu til umfjöll- unar. Verkefni geta varað í allt að þrjú ár. Veittir eru styrkir til undirbúningsheim- sókna til að koma á samstarfi en lands- skrifstofan hefur umsjón með úthlutun þeirra. Þjálfun/endurmenntun - hagnýt þjálfun verðandi kennara: Styrkir veittir til hagnýtrar þjálfunar er- lendis fyrir verðandi kennara í 1-10 vikur sem er hluti af viðurkenndu námi. Starfsreynsla verðandi tungumála- kennara: Verðandi tungumálakennarar aðstoða við kennslu í ESB-landi. Styrkir veittir í 3-8 mánuði, kennsluskylda 12-16 stundir á viku. Endurmenntunarnámskeið fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi: Styrkir veittir einstaklingum til að sækja endurmenntunarnámskeið Comeniusar í 1-4 vikur. Umsóknarfrestur er til 1. mars. Comenius 3 - Comeniusarnet: Comeniusarnet miða að því að tengja saman aðila sem hafa unnið að Comeni- usarverkefnum í vissum málaflokk- um/þemum með það að markmiði að ýta undir evrópska samvinnu og nýjungar í menntamálum. Að minnsta kosti sex menntastofnanir í sex þátttökulöndum taki þátt. Verkefni skal stjórnað af skóla á háskólastigi eða yfir- völdum menntamála. Verkefni geta varað í allt að þrjú ár. Umsóknarferli er tveggja þrepa, 1. nóv- ember tillaga að verkefni, 1. mars lokaum- sókn. Umsóknir vegna Comeniusarneta berist til framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Sókratesáætluninni er stjórnað af lands- skrifstofum þátttökulanda. Upplýsingar um þær er að finna á heimasíðu lands- skrifstofunnar á Íslandi. Frekari upplýsing- ar fást hjá landsskrifstofu Sókratesar, Nes- haga 16, 107 Reykjavík, sími 525 4311, net- fang: ask@hi.is, heimasíða: www.ask.hi.is Á vefsíðunni: http://europa.eu.int/ comm/education/socrates.html Nánari upplýsingar um Sókratesáætlun- ina er að finna í bæklingnum Guidelines for applicants. Franskir gestir í Garðaskóla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.