Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 14. des. Ég byrja daginn yfirleitt á því að keyra dætur mínar í skólann, þá yngri í Lauga- lækjarskóla og þá eldri í Menntaskólann í Reykjavík. Vegna verkfallsins lá Hrafnhild- ur, menntaskólaneminn, ennþá sofandi í rúmi sínu þegar við Brynhildur lögðum af stað kl. 7:50 um morguninn. Hrafnhildur vinnur í vetur með skólanum og er auk þess í Nýja tónlistarskólanum svo að hún hefur ekki setið algjörlega iðjulaus í verkfallinu. Þessa vikuna er hún að undirbúa nokkra tónleika, m.a. nemenda- tónleika og í strengjasveit með kór Grensáskirkju. Brynhildur er líka önnum kafin. Auk skólans er hún í fermingarfræðslu og æfir dans. Sunnudaginn 10. desember sýndi hún dans með hópi stúlkna á nemendasýningu Kramhússins. Kl. 10 fórum við nokkur úr samninganefndum FG og Launanefndar sveitarfélaga í vettvangsferð og sóttum Korpu- skóla heim. Það var hreint frá- bær heimsókn. Allir á kafi í jóla- undirbúningi og nemendur, kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk svo áhugasamt að ég er sannfærð um að viðsemjendur okkar alla sem einn langaði að starfa í skólanum! Það var óneitanlega sérstakt að fara með þeim í skólaheimsókn. Við Finnbogi Sigurðsson, varaformaður FG, ákváðum að heimsækja alla skóla landsins á kjörtímabilinu og höfum þegar heimsótt rúmlega 140. Þessar heimsóknir eru mér ómetanlegar. Athyglisvert er að sjá hversu margir skólar eru vel útbúnir og hve mörg sveitarfélög vilja sýna metnað sinn í verki. Kl. 12 áttum við Birgir Björn Sigurjóns- son, formaður samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaga, fund með Jónínu Bjartmarz, formanni Heimilis og skóla. Hún og Anna, framkvæmdastjóri samtak- anna, tóku vel á móti okkur og lýstu yfir vilja til mun meira samstarfs. Eftir hádegi var fundur með viðsemjend- um okkar vegna kjarasamninganna. Við fórum yfir verkefni annars áfanga viðræðu- áætlunarinnar og lukum samantekt yfir þau atriði sem við erum sammála um. Við unn- um fram eftir degi og að því loknu fór ég í Kennarahúsið og svaraði tölvupósti en fé- lagsmenn og þá sérstaklega trúnaðarmenn eru duglegir að senda okkur fyrirspurnir, ekki síst núna vegna viðræðnanna. Það var orðið áliðið þegar ég kom heim og settist við fistölvu sem FG fjárfesti í nýlega og skrifaði ávarp sem ég flutti síðan daginn eftir í friðargöngu framhaldsskólanema. Föstudagur 15. des. Kl. 10 var fundur í samninganefnd FG í Kennarahúsinu. Meginefni hans var að undirbúa framhald samningaviðræðnanna. Það ríkir mjög góður andi í hópnum. Ég á- kvað í upphafi að leggja mikla áherslu á efl- ingu liðsandans og að sérhver hefði vissu hlutverki að gegna í nefndinni. Allir fengu heimaverkefni í haust þar sem hver og einn átti að velta fyrir sér hlutverki sínu annars vegar og nefndarinnar í heild hins vegar. Þau sendu mér síðan hugleiðingar sínar við spurningunni: Hvernig getur samninga- nefnd FG starfað saman til sigurs? Frábær svör sem sýna mér og sanna að ég hef verið einstaklega heppin með samstarfsfólk! Í hádeginu var ákveðið að nefndin færi á kaffihús en á meðan átti ég fund með Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra ásamt Birgi Birni Sigurjónssyni formanni samn- inganefndar Launanefndar sveitarfélaga til að kynna stefnuyfirlýsingu með kjarasamn- ingi. Ráðherra tók okkur mjög vel og lýsti yfir sérstakri ánægju með þá aðferð sem á- kveðið var að fara í viðræðunum. Kl. 13:30 var haldinn áttundi samningafundur grunnskóla- kennara og sveitarfélaga og var hann stuttur eins og oft áður. Ástæðan er sú að vinnan fer aðallega fram í smærri hópum á milli funda. Kl. 15:30 var fundur í stjórn Kennarasambands Íslands og var meginverkefni hans að fjalla um nýtt skipulag og starfsskipt- ingu innan Kennarahússins sem Eiríkur Jónsson formaður KÍ hefur unnið í samráði við starfs- menn. Við lýstum yfir mikilli á- nægju með þetta en fyrsta árið hefur verið undirbúnings- og reynslutíma- bil. Ég verð alltaf sannfærðari um að það var mikið gæfuspor að sameina KÍ og HÍK og að skipulagið sem við settum hinu nýja Kennarasambandi hafi verið það eina rétta. Hins vegar þarfnast það slípunar og endur- skoðunar í ljósi reynslunnar. Kl. 18 fór ég niður á Ingólfstorg og hitti fámennan en góðmennan hóp framhalds- skólanema og flutti þeim ávarpið mitt. Þarna var líka Jónína Bjartmarz og Illugi Jökulsson og öll eigum við það sameigin- legt að eiga börn í framhaldsskóla. Hins vegar tók hvorugt þeirra (eða ekkert okk- ar?) þátt í friðargöngunni. Frá því um morguninn hafði verið algjört slagveður en skömmu áður en gangan hófst kom þessi yndislegi jólasnjór. Mér var ekkert kalt enda hafði elskulega mamma mín komið í Kennarahúsið með sjal til að lána mér. Pabbi og mamma hugsa ennþá svo vel um mig þrátt fyrir að ég sé orðin rígfullorðin! Um kvöldið var svo jólamatur stjórnar og starfsfólks Kennarahússins og áttum við þar góða stund, sungum jólalögin og ræddum málin. Létum reyndar ekki þar við sitja heldur fórum í bæinn og hittum þar fleira gott fólk. Pist i l l Skólavarðan janúar 2001 Grunnskólinn á Hellissandi er einsetinn skóli með 101 nemanda. Í haust hafa stærð- fræðikennarar elstu bekkjanna brotið upp hefðbundna vinnu með svokallaðri sjöþraut. Einu sinni í viku er farið út og byggingar eða staðir í nágrenni skólans skoðuð og gerðar á þeim ýmsar mælingar. Sem dæmi má nefna að flatar- og rúmmál olíutanka voru mæld, skólalóðin tekin fyrir og ýmislegt fleira. Þetta hefur verið skemmtileg til- breyting í kennslu og hafa kennarar og nemendur haft gagn og gaman af Sjöþraut á Hellissandi 18 Hvað ertu að gera þessa dagana? Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður FG, var spurð á aðventu og ekki stóð á svari. Tveir dagar í desember

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.