Skólavarðan - 15.10.2002, Side 4

Skólavarðan - 15.10.2002, Side 4
Ég var nokkuð ánægð með mig þegar vinkona mín tilkynnti mér stolt að tólf ára sonur hennar hefði valið sér ljóð eftir mig til að fjalla um í skólanum. En mér varð ekki um sel þegar hún bætti því við að nú eyddi hann löngum stundum í að reyna að læra það utan að. Drottinn minn, hugsaði ég miður mín, hvað hef ég gert blessuðu barninu?! Ég veit svo sem ekki mikið um skólastarf nú til dags af því ég á ekki börn sjálf en ég hafði samt talið það víst að utanbókarlærdóm- ur á ljóðum væri löngu aflagður. Þar fyrir utan hafði mér aldrei dottið í hug að óbeisluð ljóð yrðu sett á þann staðnaða stall. Í mín- um huga er það álíka fráleitt að ætlast til þess að börn og unglingar romsi upp úr sér óbundnu ljóði og biðja þau um að læra Njálssögu utan að. Ég á mér mörg uppáhalds ljóð en ég held ég kunni ekkert þeirra utan að. Það er í mesta lagi að ég geti slegið um mig með fallegri línu úr ljóði og ef mikið liggur við get ég kallað bergmál snjallra setninga fram í minninu og þá man ég um leið hvar ég á að leita til að fletta þeim upp. Ég man ekki einu sinni ljóð sem hægt er að syngja við lög en það kemur ekki að sök því ég er óvenju flink í að rekja mig áfram á ríminu. Þrátt fyrir þetta lærði ég minn skerf af skólaljóðunum utan að í barnaskóla og kunni þau lengi vel, held ég. En nú er hún Snorrabúð stekkur og ljóðastöðin í minninu hef- ur orðið að víkja fyrir óstafrænni stöð sem geymir sundurslitnar talna- og stafarunur sem kallaðar eru aðgangsorð og kóðar. Að vísu finnst mér það fáránleg öfugþróun að ætla heilabúinu að muna svona rugl á sama tíma og við látum tölvur um að vista fyrir okkur flest sem skiptir máli en það er engu að síður staðreynd að verka- hringur minnisins hefur breyst verulega á síðasta áratug. Ég ímynda mér til dæmis að það hafi dregið talsvert úr sveigjanleika minnis- ins í kjölfar þess að við hættum að nota það eins og gamaldags búr og kjallara- geymslu og fórum í staðinn að fylla á jafnóðum og af er tekið eins gert er á lagerum og birgðastöðvum. Og gildi gullaskrínsins þar sem við geymdum til að mynda ljóðin hefur líka breyst því nú dugir það ekki lengur og við notum í staðinn bankahólf með tvöfaldri læsingu sem við opnum alls ekki að óþörfu. Á sama tíma hefur verðmætamat okkar umturnast og núna geymum við allt öðruvísi dót í þessum hirslum en við geymdum þar áður. Upplýsingabyltingin hefur þegar sett mark sitt á starfsemi heilans og ég tel líklegt að í framtíðinni leiti hugsunar- háttur okkar lengra inn í kerfisbundna farvegi tölvuforritanna en ólíklegt verð- ur að teljast að okkur takist nokkurn tímann að láta tölvurnar virka eins og mannshugann. Það er því sannkölluð kaldhæðni örlaganna að við séum smám saman að sætta okkur við að verða þræl- ar þeirrar tækni sem við fundum upp til að gera okkur þankaganginn léttari. En ég ætlaði víst að skrifa um ljóð og það hvernig eða hvort hægt er gera þá lítilsvirtu bókmenntagrein áhugaverðan hluta af náminu. Mér dettur fyrst í hug að það gæti verið spennandi að taka bókmenntir og þá auðvitað ljóðin þar á meðal út úr þeirri námsgrein sem nefnd er íslenska eða móðurmál. Þá er ég að sjálfsögðu ekki að meina að íslensku- kennslan verði hreinsuð af öllum bók- menntatextum og þar verði einblínt á stafsetningu, málfræði, setningafræði og svoleiðis leiðindi því auðvitað er ómögulegt að kenna málið án þess að styðjast við bókmenntir. Reyndar er ég sannfærð um að lestur góðra bóka sé Ges task r i f 5 Mannshöfuð er nokkuð þungt „Ég held”, segir Linda Vilhjálmsdóttir, „að um leið og notkun tungumálsins verður hluti af skapandi hugsun fari málið að lifa sjálfstæðu lífi sem er forsenda þess að börn, unglingar og fullorðið fólk geti tjáð allar þær hugsanir og tilfinningar sem bærast með lifandi manni.”

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.