Skólavarðan - 15.10.2002, Side 12
„Breiðholtsskóli leggur mikinn metnað í
móttökudeildina og hefur stutt mig í því
sem ég hef tekið mér fyrir hendur fyrir
deildina.
Ég er líka í frábæru samstarfi við þær
Friðbjörgu Ingimarsdóttur og Huldu
Karen Daníelsdóttur kennsluráðgjafa hjá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,“ segir Anna
Guðrún sem byrjaði að kenna í Breiðholts-
skóla fyrir tveimur árum og ákvað strax að
leggja þyrfti áherslu á tengingu nemenda
við löndin sem þeir eru ættaðir frá. Hálfu
ári síðar hófst undirbúningur fjölmenning-
arvefjarins. „Á vefnum er ýmiskonar efni
frá upprunalöndum nemenda og ómetan-
legt fyrir þá að geta farið beint inn á sitt
málsvæði á netinu,“ segir Anna Guðrún.
Fjölmenningarvefurinn er unninn út frá
nemendum í móttökudeildinni og upplýs-
ingar og tenglar sett inn í samráði við þá. Á
vefnum er efnisyfirlit, fréttahluti, hagnýt
og ítarleg umræða um menningaráfall og
upplýsingar um hvert land fyrir sig auk
mikils fjölda tengla.
Undir hverju landi er mikið magn upp-
lýsinga sem eru settar fram á mjög að-
gengilegan hátt. Saga landsins er sögð í
hnotskurn og svo koma upplýsingar um
stjórnarhætti, íbúafjölda, tungumál, dýralíf
o.s.frv. Athygli vekur að fjölmenningar-
vefurinn er mjög myndrænn og texta
er haldið í lágmarki, en engu að síður er
hægt að gleyma sér tímunum saman á
vefnum, hann er svo áhugaverður og
skemmtilegur.
Var sjálf nýbúi
Anna Guðrún hefur sjálf verið nýbúi,
bæði í Danmörku þar sem hún bjó í nokkur
ár í tvígang og í Kanada en þar var hún bú-
sett ásamt fjölskyldu sinni í tvö ár. „Þetta
var dýrmæt lífsreynsla og mikill munur á
þessum tveimur löndum,“ segir Anna Guð-
rún. „Þegar ég kom til Danmerkur í seinna
skiptið árið 1994 hafði margt breyst frá því
ég var þar tæpum áratug fyrr. Danir voru
almennt orðnir pirraðir út í alla útlendinga
og ég held að það sé að hluta til vegna þess
að þeir tóku svo ofboðslega vel á móti þeim
á sínum tíma að þeir hreinlega gleymdu
sjálfum sér! Í Kanada er hins vegar staðið
mun betur að þessum málum, þar eru
skólabörn hvött jöfnum höndum til að
halda tengslum við menningu þess lands
sem þau koma frá og tileinka sér kanadíska
menningu, til dæmis eru þau látin læra
kanadíska þjóðsönginn og syngja hann dag-
lega ásamt öðrum nemendum. Ég var líka
mjög ánægð með þann stuðning sem mín
börn fengu við að rækta tengslin við Ísland
og sem dæmi má taka að fljótlega eftir að
dóttir mín hóf skólanám ytra var sérstök
þemavika um Ísland í bekknum, í bekk son-
ar míns var þá á sama tíma þemavika um
Kína og fleiri upprunalönd nemenda voru
tekin fyrir á þennan hátt.“
Gríðarlega mikilvægt kennslutæki
Vefurinn er gríðarlega mikilvægt
kennslutæki,“ heldur Anna Guðrún áfram.
„Við notum til dæmis mikið vefsíður um
eitt og annað frá löndum barnanna til að
kenna þeim íslensku, þau lýsa því sem er á
myndunum og elska að segja frá! Þau vinna
líka þýðingarverkefni með aðstoð vefjarins
og ég hef lagt áherslu á að tengisíður inn á
hann séu vandaðar og gagnlegar, enda fer
mikill tími og ígrundun í að velja tengla úr
því mikla framboði sem er á netinu.“
Anna Guðrún segir nemendur nota vef-
inn mikið til að fara inn á fjölmiðla í upp-
runalöndum sínum; dagblöð, útvarps- og
sjónvarpsrásir og tónlistarrásir njóti sér-
stakra vinsælda. Einnig eru sérsíðurnar sem
Anna Guðrún hefur unnið um hvert land,
að nokkru í samstarfi við nemendur, mjög
vinsælar en þar er meðal annars að finna
myndir af þarlendum börnum og fyrirhug-
að er að láta nemendur sjálfa skanna inn
myndir á vefinn. Þá er uppskriftahluti vefj-
arins mikið notaður. Anna Guðrún á von á
að heimilisfræðikennarar nýti sér þann
hluta í auknum mæli, en tvær uppskriftir
frá hverju landi hafa verið þýddar á
íslensku. Tenglar í tísku eru líka vinsælir.
Unglingum líður oft verst
Önnu Guðrúnu er mikið í mun að kenn-
arar, foreldrar og nemendur víðs vegar um
land viti af vefnum, ekki síst vegna kaflans
um menningaráfall. „Það er gríðarlega
mikilvægt að fólk átti sig á í hverju menn-
ingaráfall felst og hvaða áhrif það getur
haft á fólk,“ segir hún. Það er mjög erfitt
fyrir börn og unglinga að flytjast á milli
landa, ekki síst fyrir unglingana. Þau eru
gjarnan mjög spennt til að byrja með en sú
félagslega höfnun sem þau verða oft fyrir
þegar fram í sækir gerir þau neikvæð og
jafnvel þunglynd. Yfirleitt er fyrsta árið
erfiðast, enn og aftur sérstaklega fyrir ungl-
ingana, og þá þarf að styðja þá mjög vel til-
finningalega og á alla lund, til dæmis með
því að útvega túlk ef með þarf. Fjölmenn-
ingarvefurinn slær á versta sársaukann hjá
þeim, fyrir utan tengslin sem þegar hafa
verið nefnd þá geta þau með aðstoð hans
spjallað við vini og kunningja á sínu móð-
urmáli á spjallrásum og sent tölvupóst, en
þess má geta að þau barnanna sem eru ekki
nettengd heima hafa aðgang að okkar tölv-
um til þessara samskipta á bókasafni
skólans og í tölvuverinu.“
keg
Viðta l
Anna Guðrún Júlíusdóttir er deildar-
stjóri móttökudeildar Breiðholtsskóla,
sem er ein af sex móttökudeildum á
landinu; þrjár eru í Reykjavík, ein í
Hafnarfirði, ein í Kópavogi og ein á
Akureyri. Í haust var hleypt af stokk-
unum fjölmenningarvef á heimasíðu
Breiðholtsskóla sem Anna Guðrún
hefur unnið að með styrk frá Verk-
efna- og námsstyrkjasjóði Kennara-
sambandsins og Hagþenki.
Fjölmenningarvefur
Breiðholtsskóla
13
Anna Guðrún Júlíusdóttir og Andrea Niclasen kenna við móttökudeildina í Breiðholtsskóla.
Slóð fjölmenningarvefjarins er http://breidholtsskoli.ismennt.is/fjolmenning/ og Skólavarðan
hvetur fólk eindregið til að kynna sér þennan frábæra vef!