Skólavarðan - 15.10.2002, Side 19
Miðvikudaginn 11. september var haldið
málþing Viku símenntunar sem bar yfir-
skriftina Símenntun í atvinnulífinu, hver er
staðan - hvert stefnir?
Hrafnhildur Tómasdóttir, náms- og
starfsráðgjafi, hélt þar fyrirlestur á vegum
FNS sem bar heitið „Er náms- og starfs-
ráðgjöf lykillinn að símenntun fyrir alla?“
Hún kom víða við í erindi sínu og sagði
m.a. frá viðamikilli könnun sem Evrópu-
sambandið, OECD, Cedefop og Alþjóða-
bankinn stóðu fyrir á stöðu og stefnumót-
un í náms- og starfsráðgjöf í mörgum
löndum Evrópu, m.a. á Íslandi, í Asíu,
Ástralíu og víðar. Verið er að vinna úr nið-
urstöðum könnunarinnar og munu þær
verða birtar á heimasíðu OECD. Til
stendur að byggja á upplýsingum sem fram
koma á ýmsum vettvangi,
m.a. við gerð stórs gagna-
banka um málaflokkinn og
einnig verða niðurstöður
nýttar í þá þágu að vekja
stjórnvöld og almenning
til vitundar um mikilvægi
náms- og starfsráðgjafar í
þróun símenntunar.
Þá fjallaði Hrafnhildur
um tilgang náms- og
starfsráðgjafar og stöðuna
á Íslandi og sagði meðal
annars: „Í heimi sem gerist
æ flóknari og þar sem streymi upplýsinga
er mikið og breytingum háð, er erfiðara
fyrir hvern og einn að finna viðeigandi
upplýsingar og vinna úr þeim svo vel fari.
Við þessar aðstæður er náms- og starfsráð-
gjöf bæði sjálfsögð og hagkvæm þjónusta
því hún miðar að því að auka vitund ein-
staklingsins um eigin viðhorf, áhuga og
hæfni þannig að hann geti sjálfur tekið
ákvarðanir sem verða honum til heilla.“
Í fyrirlestri sínum kom Hrafnhildur jafn-
framt inn á sérstakt áhugamál náms- og
starfsráðgjafa á Íslandi sem snýst um að
koma á fót aðgengilegri ráðgjöf fyrir allan
almenning. Í nefndaráliti menntamálaráðu-
neytis frá árinu 1998 um eflingu náms- og
starfsráðgjafar er lagt til að komið verði á
fót slíkri miðstöð náms- og starfsráðgjafar
sem opin yrði almenningi og hefði það að
markmiði að þjóna: „...ungu fólki á krossgöt-
um í námi og starfi sem kýs að leita til utan-
aðkomandi hlutlausra aðila, sem og fólki á öll-
um aldri sem hefur hug á að skipta um starf
og/eða afla sér framhalds- og/eða endur-
menntunar.“ (Bls. 10)
Verkefni slíkrar miðstöðvar væru:
• ráðgjöf um náms- og starfsval
• ráðgjöf um starfsþróun
• upplýsingar um nám og störf
• aðstoð við náms- og starfsleit
• fagleg greining áhugasviða
• mati á hæfni og ráðgjöf um uppbyggingu
á hæfni
Vika s ímenntunar
20
Vika símenntunar, sem bar yfirskrift-
ina Símenntun í atvinnulífinu, var sett
á Hofsósi sunnudaginn 8. september
sl. og í kjölfarið sigldu ýmsir atburðir
vítt og breitt um landið. Vikunni lauk
á höfuðborgarsvæðinu með fræðslu-
hátíð í Smáralind þar sem m.a.
fræðsluaðilar kynntu námsframboð af
ýmsu tagi. Félag náms- og starfsráð-
gjafa (FNS) tók virkan þátt í Viku sí-
menntunar en félagsmenn þess eru
margir hverjir jafnframt félagsmenn í
FG og FF.
Náms- og starfsráðgjöf í
Viku símenntunar
Hrafnhildur Tómasdóttir náms- og starfsráðgjafi hélt erindi á málþingi Viku símenntunar þar sem
hún kynnti meðal annars hugmynd FNS að ráðgjafarmiðstöð fyrir almenning, en í tengslum við
fræðsluhátíð Vikunnar var vísi að slíkri miðstöð komið á.